Komum fólki undan morðingjum Ísraelshers - Opið bréf til félagsmálaráðherra Hjálmtýr Heiðdal og Sema Erla Serdaroglu skrifa 5. janúar 2024 17:00 Guðmundur Ingi Guðbrandssonfélags- og vinnumálaráðherra Þann 29. desember 2023 sendum við þér formlega beiðni um fund fyrir hönd Palestínufólks á Íslandi sem hefur fengið samþykkta fjölskyldusameiningu og bíður þess að fá ástvini sína til Íslands, félagsins Íslands – Palestína, Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi og No borders. Þann 3. janúar s.l. var beiðnin um fund ítrekuð. Þar sem við höfum ekki fengið nein viðbrögð við beiðninni sjáum við ekki annað í stöðunni en að skrifa þetta opna bréf. Málið varðar líf fólks og þolir hreinlega ekki bið! Eins og vitað er, þá er hér á landi hópur af Palestínufólki sem hefur fengið samþykkt dvalarleyfi fyrir fjölskyldumeðlimi á grundvelli fjölskyldusameiningar á síðustu vikum og mánuðum. Um er að ræða rúmlega 100 einstaklinga sem hafa fengið slík dvalarleyfi og ættu, eðli málsins samkvæmt, að vera löngu komnir til Íslands en þau eru hins vegar öll enn á Gaza þar sem þau eru í lífshættu. Íslensk stjórnvöld hafa greint frá því að Vinnumálastofnun hafi sent beiðni til Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar (IOM) um aðstoð við flutning á fólkinu til Íslands. Í svari félags- og vinnumálaráðherra til fréttastofu Stöðvar 2 þann 20. desember 2023 segir „að engin frekari aðkoma ráðuneytisins eða Vinnumálastofnunar sé að ferlinu þegar kemur að flutningi fólks til landsins með aðkomu IOM en að á Gasa sé staðan sú að fólk kemst almennt ekki yfir til nágrannaríkjanna.“ Í hádegisfréttum Bylgjunnar þann 29. desember 2023 er haft eftir þér að „málið sé flókið og verið sé að skoða ýmsa möguleika“ án þess þó að segja hvað sé raunverulega verið að gera til þess að koma fólkinu til Íslands, ef nokkuð. Sama dag segir þú í samtali við mbl.is að „það er allt saman klárt fyrir fjölskyldusameiningar, þannig að það í rauninni strandar á því að fólk komist út af svæðinu.“ Síðan þá er liðin vika og þau sem bíða eftir fjölskyldumeðlimum sínum frá Gaza bíða enn svara. Þó er ljóst að í hverri viku er verið að flytja fjölda fólks frá Gaza til nágrannaríkja, sem og til ríkja eins og Kanada, Bretlands, Ástralíu, Bandaríkjanna, Þýskalands, Frakklands og nágrannaríkja okkar Svíþjóðar og Noregs. Palestínufólk á Íslandi fylgist með því að verið sé að koma fólki undan ítrekuðum fjöldamorðum og þjóðernishreinsunum Ísraelsríkis á sama tíma og fjölskyldumeðlimir þeirra eru myrtir og engin almennileg svör berast frá íslenskum stjórnvöldum um hvenær von sé á fjölskyldumeðlimum þeirra, sem mögulega eru enn á lífi, til landsins. Af orðum þínum og fleiri ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er erfitt að skilja hver staða Palestínufólksins á Gaza sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi er og hvenær von sé á þeim til Íslands. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Palestínufólks og stuðningsfólks þeirra til þess að fá skýrari mynd á málið er lítið um svör frá stjórnvöldum og þegar þau berast eru þau óskýr. Skortur á svörum, óskýrleiki í samskiptum við Palestínufólk og aðgerðaleysi er óásættanlegt þegar við erum að horfa upp á þjóðarmorð í Palestínu. Óvissan sem íslensk stjórnvöld hafa skapað fyrir Palestínufólk á Íslandi er til skammar. Hluti af því Palestínufólki sem bíður ástvina sinna hefur tekið upp á því örþrifaráði að setja upp tjaldbúðir fyrir framan Alþingi í þeim tilgangi að ná eyrum ykkar. Þar hafa þau nú dvalið í 10 sólarhringa í nístingskulda í þeim tilgangi að mótmæla aðgerðaleysi ykkar og hvetja ykkur til þess að eiga samtal við þau. Þögn ykkar er ærandi! Þögn ykkar er óásættanleg. Við ítrekum hér með beiðni okkar um fund með þér, Guðmundur Ingi, félags- og vinnumálaráðherra sem allra fyrst, í þeim tilgangi að fá skýrari svör um hvers vegna Palestínufólk sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar sé enn á Gaza þrátt fyrir að fjöldi ríkja sé að sækja fólk þangað á hverjum degi, hvað þið eruð að gera til þess að sækja fólki og hvenær við megum eiga von á þeim til landsins. Með von um skjót og góð viðbrögð, Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland – Palestína. Sema Erla Serdaroglu, formaður Solaris. fyrir hönd, Palestínufólks á ÍslandiFélagsins Ísland – PalestínaSolaris – hjálparsamtaka fyrirhælisleitendur og flóttafólk á ÍslandiNo Borders Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandssonfélags- og vinnumálaráðherra Þann 29. desember 2023 sendum við þér formlega beiðni um fund fyrir hönd Palestínufólks á Íslandi sem hefur fengið samþykkta fjölskyldusameiningu og bíður þess að fá ástvini sína til Íslands, félagsins Íslands – Palestína, Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi og No borders. Þann 3. janúar s.l. var beiðnin um fund ítrekuð. Þar sem við höfum ekki fengið nein viðbrögð við beiðninni sjáum við ekki annað í stöðunni en að skrifa þetta opna bréf. Málið varðar líf fólks og þolir hreinlega ekki bið! Eins og vitað er, þá er hér á landi hópur af Palestínufólki sem hefur fengið samþykkt dvalarleyfi fyrir fjölskyldumeðlimi á grundvelli fjölskyldusameiningar á síðustu vikum og mánuðum. Um er að ræða rúmlega 100 einstaklinga sem hafa fengið slík dvalarleyfi og ættu, eðli málsins samkvæmt, að vera löngu komnir til Íslands en þau eru hins vegar öll enn á Gaza þar sem þau eru í lífshættu. Íslensk stjórnvöld hafa greint frá því að Vinnumálastofnun hafi sent beiðni til Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar (IOM) um aðstoð við flutning á fólkinu til Íslands. Í svari félags- og vinnumálaráðherra til fréttastofu Stöðvar 2 þann 20. desember 2023 segir „að engin frekari aðkoma ráðuneytisins eða Vinnumálastofnunar sé að ferlinu þegar kemur að flutningi fólks til landsins með aðkomu IOM en að á Gasa sé staðan sú að fólk kemst almennt ekki yfir til nágrannaríkjanna.“ Í hádegisfréttum Bylgjunnar þann 29. desember 2023 er haft eftir þér að „málið sé flókið og verið sé að skoða ýmsa möguleika“ án þess þó að segja hvað sé raunverulega verið að gera til þess að koma fólkinu til Íslands, ef nokkuð. Sama dag segir þú í samtali við mbl.is að „það er allt saman klárt fyrir fjölskyldusameiningar, þannig að það í rauninni strandar á því að fólk komist út af svæðinu.“ Síðan þá er liðin vika og þau sem bíða eftir fjölskyldumeðlimum sínum frá Gaza bíða enn svara. Þó er ljóst að í hverri viku er verið að flytja fjölda fólks frá Gaza til nágrannaríkja, sem og til ríkja eins og Kanada, Bretlands, Ástralíu, Bandaríkjanna, Þýskalands, Frakklands og nágrannaríkja okkar Svíþjóðar og Noregs. Palestínufólk á Íslandi fylgist með því að verið sé að koma fólki undan ítrekuðum fjöldamorðum og þjóðernishreinsunum Ísraelsríkis á sama tíma og fjölskyldumeðlimir þeirra eru myrtir og engin almennileg svör berast frá íslenskum stjórnvöldum um hvenær von sé á fjölskyldumeðlimum þeirra, sem mögulega eru enn á lífi, til landsins. Af orðum þínum og fleiri ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er erfitt að skilja hver staða Palestínufólksins á Gaza sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi er og hvenær von sé á þeim til Íslands. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Palestínufólks og stuðningsfólks þeirra til þess að fá skýrari mynd á málið er lítið um svör frá stjórnvöldum og þegar þau berast eru þau óskýr. Skortur á svörum, óskýrleiki í samskiptum við Palestínufólk og aðgerðaleysi er óásættanlegt þegar við erum að horfa upp á þjóðarmorð í Palestínu. Óvissan sem íslensk stjórnvöld hafa skapað fyrir Palestínufólk á Íslandi er til skammar. Hluti af því Palestínufólki sem bíður ástvina sinna hefur tekið upp á því örþrifaráði að setja upp tjaldbúðir fyrir framan Alþingi í þeim tilgangi að ná eyrum ykkar. Þar hafa þau nú dvalið í 10 sólarhringa í nístingskulda í þeim tilgangi að mótmæla aðgerðaleysi ykkar og hvetja ykkur til þess að eiga samtal við þau. Þögn ykkar er ærandi! Þögn ykkar er óásættanleg. Við ítrekum hér með beiðni okkar um fund með þér, Guðmundur Ingi, félags- og vinnumálaráðherra sem allra fyrst, í þeim tilgangi að fá skýrari svör um hvers vegna Palestínufólk sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar sé enn á Gaza þrátt fyrir að fjöldi ríkja sé að sækja fólk þangað á hverjum degi, hvað þið eruð að gera til þess að sækja fólki og hvenær við megum eiga von á þeim til landsins. Með von um skjót og góð viðbrögð, Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland – Palestína. Sema Erla Serdaroglu, formaður Solaris. fyrir hönd, Palestínufólks á ÍslandiFélagsins Ísland – PalestínaSolaris – hjálparsamtaka fyrirhælisleitendur og flóttafólk á ÍslandiNo Borders
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar