Sorphirðufólk mætir til vinnu á laugardaginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2024 17:37 Myndin er sú safni. Vísir/EinarÁrna Reykjavíkurborg hefur boðað sorphirðufólk til vinnu á laugardaginn auk þess að lengja vinnudaginn í næstu viku til að vinna upp tafir sem orðið hafa eftir hátíðarnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að Sorphirða Reykjavíkur hafi ekki getað annað hirðu á pappír og plasti nægjanlega hratt í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum og Breiðholti. Úrgangur hafi verið mikill eftir hátíðirnar og færð verið erfið undanfarna daga. Losun á tunnum við heimili fari nú fram í Hlíðum og Holtum og er farið austur eftir. „Sorphirðufólk verður að störfum á laugardag 6. janúar og mun lengja vinnudaginn við hirðu í næstu viku, en það tekur tíma að vinna upp tafirnar orðið hafa, en þær stafa meðal annars af bilun á sorphirðubílum. Vegna tafa hefur úrgangur víða safnast upp sem gerir hirðuna þyngri og tefur enn frekar. Því má búast við að nokkurn tíma taki að vinna upp tafirnar þrátt fyrir aukna vinnu hirðufólks,“ segir í tilkynningunni. Hirða á gráum/brúnum tunnum, fyrir blandaðan úrgang og lífrænan úrgang, sé aftur á móti á áætlun í öllum hverfum. Hvattir til að sanda og salta Áhersla verði lögð á að losa grenndargáma í áðurnefndum hverfum vegna tafanna og íbúar hvattir til að nýta þá. „Íbúar eru jafnframt hvattir til að brjóta umbúðir vel saman svo sorptunnur nýtist sem best en ganga vel frá umframsorpi sem ekki rúmast í tunnunum þannig að auðvelt verði að hirða það, helst í stóra sorppoka.“ Hálka tefur líka fyrir sorphirðu og biðlar Reykjavíkurborg til íbúa að moka, sanda og salta gönguleiðir, passa lýsingu og að fara með umfram sorp á endurvinnslustöðvar SORPU. Komist íbúar ekki með umfram sorp á endurvinnslustöðvar sé hægt að skilja umfram sorp vel samanbrotið í pokum við sorptunnur. Góður frágangur létti hirðuna. „Þar sem að ekki er búið að salta og sanda gönguleiðir að sorptunnum getur þurft að sleppa því að tæma þær.“ Tafir á losun grenndargáma Þá kemur fram að tveir bílar séu að jafnaði á vegum verktakans sem losi grenndargáma höfuðborgarsvæðisins. Um áramótin hafi báðir bílarnir bilað. Því hafi verið tafir á losun grenndargáma en áhersla sé lögð á losun gáma í hverfum þar sem tafir eru á hirðu við heimili. „Til þess að draga úr áhrifunum hefur Sorphirða Reykjavíkur lánað einn af sínum sorphirðubílum til að losa grenndargáma á kvöldin.“ Sorpa Reykjavík Sorphirða Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Þar segir að Sorphirða Reykjavíkur hafi ekki getað annað hirðu á pappír og plasti nægjanlega hratt í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum og Breiðholti. Úrgangur hafi verið mikill eftir hátíðirnar og færð verið erfið undanfarna daga. Losun á tunnum við heimili fari nú fram í Hlíðum og Holtum og er farið austur eftir. „Sorphirðufólk verður að störfum á laugardag 6. janúar og mun lengja vinnudaginn við hirðu í næstu viku, en það tekur tíma að vinna upp tafirnar orðið hafa, en þær stafa meðal annars af bilun á sorphirðubílum. Vegna tafa hefur úrgangur víða safnast upp sem gerir hirðuna þyngri og tefur enn frekar. Því má búast við að nokkurn tíma taki að vinna upp tafirnar þrátt fyrir aukna vinnu hirðufólks,“ segir í tilkynningunni. Hirða á gráum/brúnum tunnum, fyrir blandaðan úrgang og lífrænan úrgang, sé aftur á móti á áætlun í öllum hverfum. Hvattir til að sanda og salta Áhersla verði lögð á að losa grenndargáma í áðurnefndum hverfum vegna tafanna og íbúar hvattir til að nýta þá. „Íbúar eru jafnframt hvattir til að brjóta umbúðir vel saman svo sorptunnur nýtist sem best en ganga vel frá umframsorpi sem ekki rúmast í tunnunum þannig að auðvelt verði að hirða það, helst í stóra sorppoka.“ Hálka tefur líka fyrir sorphirðu og biðlar Reykjavíkurborg til íbúa að moka, sanda og salta gönguleiðir, passa lýsingu og að fara með umfram sorp á endurvinnslustöðvar SORPU. Komist íbúar ekki með umfram sorp á endurvinnslustöðvar sé hægt að skilja umfram sorp vel samanbrotið í pokum við sorptunnur. Góður frágangur létti hirðuna. „Þar sem að ekki er búið að salta og sanda gönguleiðir að sorptunnum getur þurft að sleppa því að tæma þær.“ Tafir á losun grenndargáma Þá kemur fram að tveir bílar séu að jafnaði á vegum verktakans sem losi grenndargáma höfuðborgarsvæðisins. Um áramótin hafi báðir bílarnir bilað. Því hafi verið tafir á losun grenndargáma en áhersla sé lögð á losun gáma í hverfum þar sem tafir eru á hirðu við heimili. „Til þess að draga úr áhrifunum hefur Sorphirða Reykjavíkur lánað einn af sínum sorphirðubílum til að losa grenndargáma á kvöldin.“
Sorpa Reykjavík Sorphirða Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira