Leikurinn var mjög jafn framan af en Pólverjar voru þó skrefinu á undan svo til allan tímann og leiddu með einu marki í hálfleik, staðan 14-15.
Pólverjar skoruðu svo fyrstu tvo mörk seinni hálfleiksins og náðu fljótlega fjögurra marka forystu. Mestur varð munurinn átta mörk og sigur Pólverja í raun aldrei í hættu en Serbar löguðu stöðuna aðeins í lokin og skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins.
Serbar eiga einn æfingaleik eftir þegar þeir mæta Spánverjum á morgun en fyrsti leikur liðsins á Evrópumótinu er á móti Íslandi þann 12. janúar.