Fólk búið að bíða upp undir ár á spítalanum eftir plássi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. janúar 2024 21:01 Margrét Guðjónsdóttir starfandi framkvæmdastjóri öldrunar og endurhæfingar á Landspítalanum segir erfitt að horfa upp á stóran hóp aldraðra vera fastan á spítalanum í langan tíma. Vísir/Arnar Hjúkrunarfræðingur og einn af stjórnendum Landspítalans segir stóran hóp aldraða, sem fastur er á spítalanum vegna skorts á öðrum úrræðum, eiga betra skilið en að vera orðinn eitthvað vandamál á síðustu metrunum. Uggvænlegt sé að engin lausn sé í sjónmáli. Mikið álag hefur verið á Landspítalanum undanfarið og sjúklingar þurft að liggja á göngum vegna þrengsla. Gripið hefur verið til ýmissa ráðstafana vegna þessa meðal annars grímuskyldu. Eitt af því sem hefur áhrif á stöðuna er hversu erfiðlega gengur að útskrifa hóp aldraðra sjúklinga á spítalanum sem þurfa önnur úrræði líkt og hjúkrunarheimili. Hópurinn sem bíður nú á spítalanum telur á milli áttatíu og hundrað manns sem er svipaður fjöldi og þurfti að liggja á göngum spítalans þegar mest var í vikunni. „Það er svolítið verið að dæma fólk úr leik með því að láta það bíða á Landspítalanum vikum og mánuðum saman eftir betra úrræði. Þetta er okkar besta fólk sem að öllum þykir vænt um sem þarf að eyða dögunum á náttfötum og borða allar máltíðar á rúmstokknum og lifa við það að vera flutt fram og til baka á deildinni eftir því sem að hentar hverju sinni. Það sem er kannski svona uggvænlegt er að við sjáum ekki alveg svona einhverja stóra lausn til frambúðar,“ segir Margrét Guðjónsdóttir starfandi framkvæmdastjóri öldrunar og endurhæfingar á Landspítalanum. Hún segir marga þurfa dvelja lengi á spítalanum. „Fólk getur verið alveg marga mánuði og ég hef séð fólk upp undir ár búið að bíða eftir plássi. Þetta fólk á miklu betra skilið og við viljum ekki að á síðustu metrunum þá sé fólk orðið eitthvað vandamál. Það er bara ekki fallega farið með fólk.“ Hún segir að kerfisbreyting þurfi að eiga sér stað til að ná tökum á vandamálinu og mögulega líta til hinna Norðurlandanna þar sem betri árangur hafi náðst. „Við erum með ábyrgð á þessum málum mjög margskipta og margir að sinna þessu. Þannig að okkur svona heildstætt hefur ekki tekist að finna lausn í okkar samfélagi. Ekki enn þá.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Allt að átta tíma bið: „Við höfum ekki séð það svartara“ Læknir á Landspítalanum segist aldrei hafa séð það svartara. Spítalinn er yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leita á bráðamóttöku getur verið allt að átta klukkustundir. 4. janúar 2024 19:30 „Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4. janúar 2024 12:51 Grímuskylda á Landspítala á ný Grímuskyldu hefur verið komið á á Landspítalanum á ný. Í tilkynningu frá spítalanum segir að öndunarfæraveirur hafi sótt mjög í sig veðrið. 3. janúar 2024 19:26 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Mikið álag hefur verið á Landspítalanum undanfarið og sjúklingar þurft að liggja á göngum vegna þrengsla. Gripið hefur verið til ýmissa ráðstafana vegna þessa meðal annars grímuskyldu. Eitt af því sem hefur áhrif á stöðuna er hversu erfiðlega gengur að útskrifa hóp aldraðra sjúklinga á spítalanum sem þurfa önnur úrræði líkt og hjúkrunarheimili. Hópurinn sem bíður nú á spítalanum telur á milli áttatíu og hundrað manns sem er svipaður fjöldi og þurfti að liggja á göngum spítalans þegar mest var í vikunni. „Það er svolítið verið að dæma fólk úr leik með því að láta það bíða á Landspítalanum vikum og mánuðum saman eftir betra úrræði. Þetta er okkar besta fólk sem að öllum þykir vænt um sem þarf að eyða dögunum á náttfötum og borða allar máltíðar á rúmstokknum og lifa við það að vera flutt fram og til baka á deildinni eftir því sem að hentar hverju sinni. Það sem er kannski svona uggvænlegt er að við sjáum ekki alveg svona einhverja stóra lausn til frambúðar,“ segir Margrét Guðjónsdóttir starfandi framkvæmdastjóri öldrunar og endurhæfingar á Landspítalanum. Hún segir marga þurfa dvelja lengi á spítalanum. „Fólk getur verið alveg marga mánuði og ég hef séð fólk upp undir ár búið að bíða eftir plássi. Þetta fólk á miklu betra skilið og við viljum ekki að á síðustu metrunum þá sé fólk orðið eitthvað vandamál. Það er bara ekki fallega farið með fólk.“ Hún segir að kerfisbreyting þurfi að eiga sér stað til að ná tökum á vandamálinu og mögulega líta til hinna Norðurlandanna þar sem betri árangur hafi náðst. „Við erum með ábyrgð á þessum málum mjög margskipta og margir að sinna þessu. Þannig að okkur svona heildstætt hefur ekki tekist að finna lausn í okkar samfélagi. Ekki enn þá.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Allt að átta tíma bið: „Við höfum ekki séð það svartara“ Læknir á Landspítalanum segist aldrei hafa séð það svartara. Spítalinn er yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leita á bráðamóttöku getur verið allt að átta klukkustundir. 4. janúar 2024 19:30 „Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4. janúar 2024 12:51 Grímuskylda á Landspítala á ný Grímuskyldu hefur verið komið á á Landspítalanum á ný. Í tilkynningu frá spítalanum segir að öndunarfæraveirur hafi sótt mjög í sig veðrið. 3. janúar 2024 19:26 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Allt að átta tíma bið: „Við höfum ekki séð það svartara“ Læknir á Landspítalanum segist aldrei hafa séð það svartara. Spítalinn er yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leita á bráðamóttöku getur verið allt að átta klukkustundir. 4. janúar 2024 19:30
„Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4. janúar 2024 12:51
Grímuskylda á Landspítala á ný Grímuskyldu hefur verið komið á á Landspítalanum á ný. Í tilkynningu frá spítalanum segir að öndunarfæraveirur hafi sótt mjög í sig veðrið. 3. janúar 2024 19:26
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent