„Fannst þér við alveg ömurlegir?“ Sæbjörn Steinke skrifar 5. janúar 2024 22:17 Arnar brosti ekki svona blítt eftir leikinn í kvöld Vísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, ræddi við Vísi eftir leikinn gegn Njarðvík í Subway-deild karla í kvöld. Njarðvík vann níu stiga sigur eftir mjög sveiflukenndan leik þar sem Njarðvík leiddi þó lengst af. Sigurliðið er nú einungis einum sigri á eftir toppliði Vals en tapliðið er einum sigurleik þar á eftir. Hvort er Arnar svekktari með að hafa tapað eða með frammistöðu síns liðs? „Góð spurning. Ég er mjög svekktur með báða hluti. Fyrri hálfleikurinn var mjög slakur hjá okkur, ég er mjög svekktur með hann og mjög sárt að tapa þessum leik.“ „Varnarleikurinn okkar í fyrri hálfleik var rosalega slakur, þeir komast inn í teiginn, skora auðveldlega, sóknarfrákasta á okkar og skjóta mjög mikið af vítaskotum. Við höfum verið góðir varnarlega en það var ekki að sjá í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var í lagi á stórum köflum í seinni, en þeir komast samt sem áður of auðveldlega á hringinn.“ Njarðvík kom muninum yfir 20 stigin en Stjarnan náði að koma til baka, jafna og komst á einum tímapunkti yfir í leiknum. Hvað gerist svo þegar hlutirnir féllu með Njarðvík í restina? „Chaz kemur með auðvelda körfu á okkur og Mario setur góðan þrist. Við vorum í holu sem við því miður náðum ekki að komast upp úr.“ Arnar var krafinn um frekari svör, hvað veldur? „Það eru tvö lið að keppa, Njarðvíkingar æfa körfubolta. Þeir eru með leikmenn sem eru líka mjög góðir; Þorvaldur er góður í körfubolta og Chaz og Mario. Það sem gerist er að við erum ekki að spila fimm á móti engum. Við erum að spila á móti liði sem er að gera sitt besta og þeir eru líka að reyna vinna. Í dag gerðu þeir það. Þú spyrð hvað gerist, þetta er þannig að það er keppt í þessu, stundum gerist það að hitt liðið hittir ofan í en ekki þú.“ Arnar var sýnilega ekki sáttur við dómara leiksins. Var dómgæslan óvenjulega slök í kvöld? „Ég er búinn að þjálfa í sex ár hérna og hef ekki tjáð mig um dómgæslu. Ég ætla ekki að byrja á því í kvöld. Þeir voru án nokkurs vafa að gera sitt besta.“ „Fannst þér við alveg ömurlegir?“ Þjálfarinn var spurður hvort hann hefði áhyggjur af spilamennskunni? „Fannst þér við alveg ömurlegir, var það málið?“ spurði þjálfarinn. Undirritaður sagði að framan af hafi þetta verið ansi dapurt en eftir að Stjarnan kom til baka hafði hann búist við því að liðið myndi klára með sigri. „Ég líka. Við sýndum á köflum fína spilamennsku. Ég þarf að horfa á þetta aftur, þú talar eins og við höfum verið alveg ömurlegir, og kannski er það málið. Ef þú hefur rétt fyrir þér að þetta hafi verið jafn ömurlegt og þú lætur í ljósi skína, þá hef ég áhyggjur.“ „Mér leið ekki eins og þetta hafi verið það hrikalegt. Mér fannst þetta ekki nógu gott, en ef þú hefur rétt fyrir þér þá hef ég áhyggjur. En ef tilfinningin mín er rétt þá þurfum við að fínstilla hluti og halda áfram að bæta okkur. Núna rétt eftir leik þá veit ég ekki hvort það sé þú eða ég sem hefur rétt fyrir sér.“ Á endurkomukaflanum var Ægir Þór að komast á hringinn hjá Njarðvík og stigin komu á færibandi. Þjálfarinn vill væntanlega sjá enn meira af því í framhaldinu. „Hann komst vel á hringinn og gerði vel og við bjuggum til skot. Tilfinning er að við lentum í smá vandræðum með að skora í restina og fengum á okkur auðveldar körfur á móti. Við misstum nokkra bolta og klikkuðum á nokkrum ágætis skotum. Mér fannst þetta fara þegar við töpuðum bolta eftir leikhlé,“ sagði þjálfarinn að lokum. Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Hvort er Arnar svekktari með að hafa tapað eða með frammistöðu síns liðs? „Góð spurning. Ég er mjög svekktur með báða hluti. Fyrri hálfleikurinn var mjög slakur hjá okkur, ég er mjög svekktur með hann og mjög sárt að tapa þessum leik.“ „Varnarleikurinn okkar í fyrri hálfleik var rosalega slakur, þeir komast inn í teiginn, skora auðveldlega, sóknarfrákasta á okkar og skjóta mjög mikið af vítaskotum. Við höfum verið góðir varnarlega en það var ekki að sjá í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var í lagi á stórum köflum í seinni, en þeir komast samt sem áður of auðveldlega á hringinn.“ Njarðvík kom muninum yfir 20 stigin en Stjarnan náði að koma til baka, jafna og komst á einum tímapunkti yfir í leiknum. Hvað gerist svo þegar hlutirnir féllu með Njarðvík í restina? „Chaz kemur með auðvelda körfu á okkur og Mario setur góðan þrist. Við vorum í holu sem við því miður náðum ekki að komast upp úr.“ Arnar var krafinn um frekari svör, hvað veldur? „Það eru tvö lið að keppa, Njarðvíkingar æfa körfubolta. Þeir eru með leikmenn sem eru líka mjög góðir; Þorvaldur er góður í körfubolta og Chaz og Mario. Það sem gerist er að við erum ekki að spila fimm á móti engum. Við erum að spila á móti liði sem er að gera sitt besta og þeir eru líka að reyna vinna. Í dag gerðu þeir það. Þú spyrð hvað gerist, þetta er þannig að það er keppt í þessu, stundum gerist það að hitt liðið hittir ofan í en ekki þú.“ Arnar var sýnilega ekki sáttur við dómara leiksins. Var dómgæslan óvenjulega slök í kvöld? „Ég er búinn að þjálfa í sex ár hérna og hef ekki tjáð mig um dómgæslu. Ég ætla ekki að byrja á því í kvöld. Þeir voru án nokkurs vafa að gera sitt besta.“ „Fannst þér við alveg ömurlegir?“ Þjálfarinn var spurður hvort hann hefði áhyggjur af spilamennskunni? „Fannst þér við alveg ömurlegir, var það málið?“ spurði þjálfarinn. Undirritaður sagði að framan af hafi þetta verið ansi dapurt en eftir að Stjarnan kom til baka hafði hann búist við því að liðið myndi klára með sigri. „Ég líka. Við sýndum á köflum fína spilamennsku. Ég þarf að horfa á þetta aftur, þú talar eins og við höfum verið alveg ömurlegir, og kannski er það málið. Ef þú hefur rétt fyrir þér að þetta hafi verið jafn ömurlegt og þú lætur í ljósi skína, þá hef ég áhyggjur.“ „Mér leið ekki eins og þetta hafi verið það hrikalegt. Mér fannst þetta ekki nógu gott, en ef þú hefur rétt fyrir þér þá hef ég áhyggjur. En ef tilfinningin mín er rétt þá þurfum við að fínstilla hluti og halda áfram að bæta okkur. Núna rétt eftir leik þá veit ég ekki hvort það sé þú eða ég sem hefur rétt fyrir sér.“ Á endurkomukaflanum var Ægir Þór að komast á hringinn hjá Njarðvík og stigin komu á færibandi. Þjálfarinn vill væntanlega sjá enn meira af því í framhaldinu. „Hann komst vel á hringinn og gerði vel og við bjuggum til skot. Tilfinning er að við lentum í smá vandræðum með að skora í restina og fengum á okkur auðveldar körfur á móti. Við misstum nokkra bolta og klikkuðum á nokkrum ágætis skotum. Mér fannst þetta fara þegar við töpuðum bolta eftir leikhlé,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira