Lentu vélinni eftir að gat kom á farþegarými Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. janúar 2024 08:29 Gatið var einkar stórt að þvermáli. Farþegaflugvél á leið frá Portland í Oregon ríki í Bandaríkjunum til Kaliforníu varð að lenda 35 mínútum eftir brottför eftir að hluti vélarinnar féll af vélinni með þeim afleiðingum að stórt gat myndaðist í farþegarýminu. Í umfjöllun BBC um málið kemur fram að 177 manns hafi verið um borð í vélinni sem er í eigu Alaska Airlines. Engan sakaði. Um var að ræða farþegaflugvél af gerðinni Boeing 737 Max 9. Haft er eftir bandarískum flugmálayfirvöldum að þrýstingur hafi fallið í farþegarýminu þegar atvikið átti sér stað, með þeim afleiðingum að farþegum var veitt súrefni í gegnum öndunargrímur vélarinnar. Vélin var í sextán þúsund feta hæð og sat enginn farþegi næst þeim hluta vélarinnar sem datt af. Um er að ræða hluta vélarinnar sem er fyrir aftan hreyfla hennar og vængi. Henni var snúið aftur við til Portland í kjölfarið og var lent þar rúmum hálftíma síðar. Í myndböndum sem farþegar tóku úr vélinni má sjá að vel sést í næturhimininn frá vélinni þó gustað hafi vel um farþega. Samkvæmt umfjöllun BBC hyggjast flugmálayfirvöld og framleiðandinn Boeing rannsaka atvikið í þaula. Þess er getið að Max vélar framleiðandans séu undir mesta eftirliti sem um getur í heiminum, eftir að vélar af þeirri gerð voru kyrrsettar í eitt og hálft ár í mars 2019 eftir tvö mannskæð flugslys. NEW IMAGE from on board Alaska Airlines 1282 after ***part of the fuselage*** blew out mid-flight. Successful emergency return to Portland after 20 minutes in the air. 10-week-old (!) Boeing 737 Max 9. NTSB investigating. pic.twitter.com/qjX8fQ1br1— Pete Muntean (@petemuntean) January 6, 2024 Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira
Í umfjöllun BBC um málið kemur fram að 177 manns hafi verið um borð í vélinni sem er í eigu Alaska Airlines. Engan sakaði. Um var að ræða farþegaflugvél af gerðinni Boeing 737 Max 9. Haft er eftir bandarískum flugmálayfirvöldum að þrýstingur hafi fallið í farþegarýminu þegar atvikið átti sér stað, með þeim afleiðingum að farþegum var veitt súrefni í gegnum öndunargrímur vélarinnar. Vélin var í sextán þúsund feta hæð og sat enginn farþegi næst þeim hluta vélarinnar sem datt af. Um er að ræða hluta vélarinnar sem er fyrir aftan hreyfla hennar og vængi. Henni var snúið aftur við til Portland í kjölfarið og var lent þar rúmum hálftíma síðar. Í myndböndum sem farþegar tóku úr vélinni má sjá að vel sést í næturhimininn frá vélinni þó gustað hafi vel um farþega. Samkvæmt umfjöllun BBC hyggjast flugmálayfirvöld og framleiðandinn Boeing rannsaka atvikið í þaula. Þess er getið að Max vélar framleiðandans séu undir mesta eftirliti sem um getur í heiminum, eftir að vélar af þeirri gerð voru kyrrsettar í eitt og hálft ár í mars 2019 eftir tvö mannskæð flugslys. NEW IMAGE from on board Alaska Airlines 1282 after ***part of the fuselage*** blew out mid-flight. Successful emergency return to Portland after 20 minutes in the air. 10-week-old (!) Boeing 737 Max 9. NTSB investigating. pic.twitter.com/qjX8fQ1br1— Pete Muntean (@petemuntean) January 6, 2024
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira