Innlent

Meiri­hluti þjóðarinnar ó­sáttur með fram­göngu Svan­dísar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm

Meirihluti þjóðarinnar segist ósáttur með framgöngu Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í hvalveiðimálinu, eða tæp fimmtíu og tvö prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var rétt fyrir áramót.

Tuttugu og þrjú prósent segjast sátt með framgöngu ráðherrans og tuttugu og fimm prósent raðast þar á milli. 

Könnun Maskínu var framkvæmd rétt fyrir áramót.vísir/sara

Af þeim sem eru ósáttir með vinnubrögð ráðherrans eru karlmenn í meirihluta en hlutfall kynjanna er nokkuð jafnara í hópi þeirra sem eru sáttir. 

Ósáttir karlmenn eru fleiri en ósáttar konur.vísir/sara

Eldra fólk virðist óánægðara en það yngra en tæp sextíu og þrjú prósent sextíu ára og eldri ekki sátt með ákvarðanir ráðherrans. 

Eldra fólk virðist óánægðara en það yngra.vísir/sara

Í hópi þeirra sem eru ósáttir segjast flestir myndu kjósa Sjálfstæðisflokk, Miðflokk eða Framsóknarflokk en fæstir Vinstri græna.

Flestir þeirra sem eru ósáttir með framgöngu Svandísar myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn.vísir/sara



Fleiri fréttir

Sjá meira


×