Hlynur Jónsson leggst undir forsetafeld Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. janúar 2024 22:52 Hlynur M. Jónsson er gjarnan þekktur undir nafninu HJ Elite. Hann hefur sankað að sér vænum fylgjendahópi á samfélagsmiðlum undanfarin ár. Hlynur M. Jónsson, fasteignamiðlari og áhrifavaldur, hefur tjáð fylgjendum sínum að hann sé að íhuga framboð til forseta Íslands í forsetakosningum árið 2024. Hlynur sem gengur gjarnan undir nafninu HJ Elite greindi rúmlega 38 þúsund fylgjendum sínum á Instagram frá þessu í dag með því að birta tölvugerða mynd af sér fyrir framan Bessastaði. Hann deildi sömu mynd á Twitter og hefur fengið góð viðbrögð. Jæja Herra Guðni gefur víst ekki kost á sér til áframhaldandi forsetasetu, hans og Elizu verður sárt saknað á Bessastöðum, Ég hef lagst undir feld og spurt er Ætti maður að gefa kost á sér og bjóða sig fram hvað segir þú þá tillögu og hvernig ætti næsti forseti ætti að vera ? pic.twitter.com/L2WzU2CXlA— HJ elite (Hlynur Jonsson) (@hj_elite) January 6, 2024 Við myndina skrifar hann „Jæja Herra Guðni gefur víst ekki kost á sér til áframhaldandi forsetasetu, hans og Elizu verður sárt saknað á Bessastöðum.“ Síðan segir Hlynur „Ég hef lagst undir feld“ og spyr síðan fylgjendur sína „Ætti maður að gefa kost á sér og bjóða sig fram? [H]vað segir þú [um] þá tillögu og hvernig ætti næsti forseti að vera?“ Það er spurning hvort hann bætist við þann góða hóp sem þegar hefur boðið sig fram. Fjölgar í framboðsflórunni? Frá því að Guðni Th. Jóhannesson, forseti, greindi frá því í nýársvarpi sínu að hann hygðist ekki bjóða sig fram til áframhaldandi setu á Bessastöðum hefur fjöldi fólks tilkynnt að það sé annað hvort að íhuga framboð eða ætli að bjóða sig fram. Fyrst bárust fréttir af því að Halldór Laxness, öðru nafni Dóri DNA, ætlaði að bjóða sig fram ef hann fengi 500 læk á Twitter. Þrátt fyrir gamansaman tón virtist Halldór vera að íhuga málið af alvöru. Nokkrum dögum síðar greindi hann hins vegar frá því að hann myndi aðeins bjóða sig fram ef það gysi á þrettándanum, þ.e. í dag. Sjáum hvað setur næsta klukkutímann. Að gefnu tilefni. Eftir að hafa ráðfært mig við mína nánustu hefur komið í ljós að þessi hugmynd mín, leggst ákaflega illa í fólk. Ég hef því ákveðið eftirfarandi. Muni gjósa aftur á þrettándanum (eins og ég finn á mér) - fer ég í framboð. Annars ekki.— Halldór Halldórsson (@doridna) January 2, 2024 Björgvin Páll, handboltamarkvörður, greindi frá því að hann hefði ekki tekið neina ákvörðun um forsetaframboð þar sem hann ætlaði að einbeita sér að EM í handbolta. Björgvin skrifaði einmitt barnabókina Barn verður forseti og íhugaði að bjóða sig fram til borgarstjóra fyrir Framsókn í fyrra en gerði það ekki. Fjöldi fólks hefur einnig verið mátaður við embættið. Þar má nefna rithöfundinn Sigríði Hagalín, Katrínu Jakobsdóttur, Ölmu Möller landlækni, Ingibjörgu Sólrúnu, Rannveigu Rist og Björn Zoega. Aðspurður sagði sá síðastnefndi að hann útilokaði ekki forsetaframboð. Bæði Björgvin Páll og Dóri DNA virðast hafa áhuga á forsetaembættinu. vísir Aðeins karlar boðið sig formlega fram Axel Pétur Axelsson, forsvarsmaður Frelsis TV, tilkynnti framboð sitt á miðlinum Brotkasti á nýársdag en hann bauð sig einnig fram árið 2020. Miðvikudaginn 3. janúar bættust síðan tveir við í framboðsflóruna. Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, boðaði til blaðamannafundar á heimili sínu og tilkynnti að hann hefði sagt sig úr flokknum og hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta. Arnar Þór JónssonVísir/Sigurjón Samdægurs tilkynnti eilífðarframbjóðandinn Ástþór Magnússon einnig um framboð sitt en það er í fimmta sinn sem hann býður sig fram til embættisins. Á fimmtudag greindi ísdrottningin Ásdís Rán frá því að hún væri að íhuga að bjóða sig fram til forseta. Það var þó ekki ljóst hvort um grín eða alvöru væri að ræða þar sem hún hafði svo framúrstefnulegar hugmyndir um hvað þyrfti að gera. Hún vildi Rottweiler-hunda á Bessastaði, svartan Bentley, sérmerkta einkaþotu, sértæka skatta á fólk og fyrirtæki og flytja höfuðstaðinn til Akureyrar. Ásdís Rán Gunnarsdóttir hefur oft verið kölluð ísdrottningin. Hún gæti orðið ísforsetinn ef hún byði sig fram og næði kjöri.vísir Í gær bættist svo við nýjasti frambjóðandinn til forsetaembættisins. Það var hinn 37 ára gamli Tómas Logi Hallgrímsson, rafvirki og björgunarsveitarmaður úr Sandgerði, sem hefur fjallað um starf björgunarsveitarmanna á samfélagsmiðlum undir nafninu Kjullibangsi. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Tómas Logi býður sig fram til forseta Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. 5. janúar 2024 22:35 Hætta á að næsti forseti hafi lítinn stuðning vegna úreltra laga Hið minnsta þrír hafa tilkynnt um að þeir ætli að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum hér á landi. Prófessor í stjórnmálafræði telur að margir eigi eftir að bætast við. Núverandi lög um embættið séu úrelt og hætta á að næsti forseti Íslands verði kjörinn með lægsta hlutfalli greiddra atkvæða í sögunni. 4. janúar 2024 13:31 Útilokar ekki forsetaframboð Björn Zoëga, forstjóri sjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi, segist ekki útiloka að bjóða sig fram til forseta Íslands í þeim forsetakosningum sem fram fara í sumar. 4. janúar 2024 07:39 Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Athafnamaðurinn Ástþór Magnússon hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. Ástþór er enginn nýgræðingur þegar kemur að forsetaframboði en þetta er í fimmta sinn sem hann gefur kost á sér. 3. janúar 2024 18:21 Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51 Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Hlynur sem gengur gjarnan undir nafninu HJ Elite greindi rúmlega 38 þúsund fylgjendum sínum á Instagram frá þessu í dag með því að birta tölvugerða mynd af sér fyrir framan Bessastaði. Hann deildi sömu mynd á Twitter og hefur fengið góð viðbrögð. Jæja Herra Guðni gefur víst ekki kost á sér til áframhaldandi forsetasetu, hans og Elizu verður sárt saknað á Bessastöðum, Ég hef lagst undir feld og spurt er Ætti maður að gefa kost á sér og bjóða sig fram hvað segir þú þá tillögu og hvernig ætti næsti forseti ætti að vera ? pic.twitter.com/L2WzU2CXlA— HJ elite (Hlynur Jonsson) (@hj_elite) January 6, 2024 Við myndina skrifar hann „Jæja Herra Guðni gefur víst ekki kost á sér til áframhaldandi forsetasetu, hans og Elizu verður sárt saknað á Bessastöðum.“ Síðan segir Hlynur „Ég hef lagst undir feld“ og spyr síðan fylgjendur sína „Ætti maður að gefa kost á sér og bjóða sig fram? [H]vað segir þú [um] þá tillögu og hvernig ætti næsti forseti að vera?“ Það er spurning hvort hann bætist við þann góða hóp sem þegar hefur boðið sig fram. Fjölgar í framboðsflórunni? Frá því að Guðni Th. Jóhannesson, forseti, greindi frá því í nýársvarpi sínu að hann hygðist ekki bjóða sig fram til áframhaldandi setu á Bessastöðum hefur fjöldi fólks tilkynnt að það sé annað hvort að íhuga framboð eða ætli að bjóða sig fram. Fyrst bárust fréttir af því að Halldór Laxness, öðru nafni Dóri DNA, ætlaði að bjóða sig fram ef hann fengi 500 læk á Twitter. Þrátt fyrir gamansaman tón virtist Halldór vera að íhuga málið af alvöru. Nokkrum dögum síðar greindi hann hins vegar frá því að hann myndi aðeins bjóða sig fram ef það gysi á þrettándanum, þ.e. í dag. Sjáum hvað setur næsta klukkutímann. Að gefnu tilefni. Eftir að hafa ráðfært mig við mína nánustu hefur komið í ljós að þessi hugmynd mín, leggst ákaflega illa í fólk. Ég hef því ákveðið eftirfarandi. Muni gjósa aftur á þrettándanum (eins og ég finn á mér) - fer ég í framboð. Annars ekki.— Halldór Halldórsson (@doridna) January 2, 2024 Björgvin Páll, handboltamarkvörður, greindi frá því að hann hefði ekki tekið neina ákvörðun um forsetaframboð þar sem hann ætlaði að einbeita sér að EM í handbolta. Björgvin skrifaði einmitt barnabókina Barn verður forseti og íhugaði að bjóða sig fram til borgarstjóra fyrir Framsókn í fyrra en gerði það ekki. Fjöldi fólks hefur einnig verið mátaður við embættið. Þar má nefna rithöfundinn Sigríði Hagalín, Katrínu Jakobsdóttur, Ölmu Möller landlækni, Ingibjörgu Sólrúnu, Rannveigu Rist og Björn Zoega. Aðspurður sagði sá síðastnefndi að hann útilokaði ekki forsetaframboð. Bæði Björgvin Páll og Dóri DNA virðast hafa áhuga á forsetaembættinu. vísir Aðeins karlar boðið sig formlega fram Axel Pétur Axelsson, forsvarsmaður Frelsis TV, tilkynnti framboð sitt á miðlinum Brotkasti á nýársdag en hann bauð sig einnig fram árið 2020. Miðvikudaginn 3. janúar bættust síðan tveir við í framboðsflóruna. Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, boðaði til blaðamannafundar á heimili sínu og tilkynnti að hann hefði sagt sig úr flokknum og hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta. Arnar Þór JónssonVísir/Sigurjón Samdægurs tilkynnti eilífðarframbjóðandinn Ástþór Magnússon einnig um framboð sitt en það er í fimmta sinn sem hann býður sig fram til embættisins. Á fimmtudag greindi ísdrottningin Ásdís Rán frá því að hún væri að íhuga að bjóða sig fram til forseta. Það var þó ekki ljóst hvort um grín eða alvöru væri að ræða þar sem hún hafði svo framúrstefnulegar hugmyndir um hvað þyrfti að gera. Hún vildi Rottweiler-hunda á Bessastaði, svartan Bentley, sérmerkta einkaþotu, sértæka skatta á fólk og fyrirtæki og flytja höfuðstaðinn til Akureyrar. Ásdís Rán Gunnarsdóttir hefur oft verið kölluð ísdrottningin. Hún gæti orðið ísforsetinn ef hún byði sig fram og næði kjöri.vísir Í gær bættist svo við nýjasti frambjóðandinn til forsetaembættisins. Það var hinn 37 ára gamli Tómas Logi Hallgrímsson, rafvirki og björgunarsveitarmaður úr Sandgerði, sem hefur fjallað um starf björgunarsveitarmanna á samfélagsmiðlum undir nafninu Kjullibangsi.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Tómas Logi býður sig fram til forseta Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. 5. janúar 2024 22:35 Hætta á að næsti forseti hafi lítinn stuðning vegna úreltra laga Hið minnsta þrír hafa tilkynnt um að þeir ætli að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum hér á landi. Prófessor í stjórnmálafræði telur að margir eigi eftir að bætast við. Núverandi lög um embættið séu úrelt og hætta á að næsti forseti Íslands verði kjörinn með lægsta hlutfalli greiddra atkvæða í sögunni. 4. janúar 2024 13:31 Útilokar ekki forsetaframboð Björn Zoëga, forstjóri sjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi, segist ekki útiloka að bjóða sig fram til forseta Íslands í þeim forsetakosningum sem fram fara í sumar. 4. janúar 2024 07:39 Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Athafnamaðurinn Ástþór Magnússon hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. Ástþór er enginn nýgræðingur þegar kemur að forsetaframboði en þetta er í fimmta sinn sem hann gefur kost á sér. 3. janúar 2024 18:21 Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51 Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Tómas Logi býður sig fram til forseta Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. 5. janúar 2024 22:35
Hætta á að næsti forseti hafi lítinn stuðning vegna úreltra laga Hið minnsta þrír hafa tilkynnt um að þeir ætli að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum hér á landi. Prófessor í stjórnmálafræði telur að margir eigi eftir að bætast við. Núverandi lög um embættið séu úrelt og hætta á að næsti forseti Íslands verði kjörinn með lægsta hlutfalli greiddra atkvæða í sögunni. 4. janúar 2024 13:31
Útilokar ekki forsetaframboð Björn Zoëga, forstjóri sjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi, segist ekki útiloka að bjóða sig fram til forseta Íslands í þeim forsetakosningum sem fram fara í sumar. 4. janúar 2024 07:39
Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Athafnamaðurinn Ástþór Magnússon hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. Ástþór er enginn nýgræðingur þegar kemur að forsetaframboði en þetta er í fimmta sinn sem hann gefur kost á sér. 3. janúar 2024 18:21
Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51
Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10