Álit og áskoranir vegna hvalveiða Orri Páll Jóhannsson skrifar 7. janúar 2024 06:00 Álit umboðsmanns Alþingis um tímabundna stöðvun hvalveiða liggur nú fyrir. Sum hafa beðið eftir því með óþreyju, önnur hafa beðið þess að hvalveiðar við Ísland verði algerlega afnumdar ef marka má vaxandi andstöðu þjóðarinnar í skoðanakönnunum. Í áliti umboðsmanns kemur fram að útgáfa reglugerðarinnar, sem kvað á um frestun á upphafi hvalveiða til 1. september sl., hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í 4. gr. laga nr. 26/1949 um hvalveiðar eins og sú grein verður skýrð með hliðsjón af markmiðum sínum, lagasamræmi og grunnreglum stjórnskipunarréttar um vernd atvinnuréttinda og atvinnufrelsis eins og segir í álitinu. Þá telur umboðsmaður að útgáfa reglugerðarinnar hafi ekki, miðað við þær aðstæður sem uppi voru, samrýmst kröfum um meðalhóf eins og þær leiða af almennum reglum stjórnsýsluréttar. Ráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að hún taki þessa niðurstöðu umboðsmanns alvarlega og þrátt fyrir að umboðsmaður beini ekki sérstökum tilmælum til hennar þá hyggst hún beita sér fyrir breytingum á löggjöfinni. Og af hverju segir hún það, jú vegna þess að það kemur skýrt fram í áliti umboðsmanns að hvalveiðilögin frá 1949 er byggð á markmiðum um nýtingu hvalveiðistofnsins og að þar sé ekki að finna skýr ákvæði um velferð dýra. Löggjafinn hefur þó komið sérstökum reglum um velferð dýra fyrir í lögum nr. 55/2013 og umboðsmaður gengur jafnframt út frá því í álitinu að hvalir sem spendýr falli undir gildissvið laga um velferð dýra og vísar þar t.a.m. í dóm héraðsdóms Suðurlands í tveimur málum. Engin annar kostur fær Þá er gott að rifja upp þær aðstæður sem uppi voru þegar ráðherra gaf út reglugerðina sem um ræðir. Í maí sl. birti Matvælastofnun eftirlitsskýrslu um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi 2022. Sú skýrsla var unnin á grundvelli ákvæða í reglugerð sem matvælaráðherra setti í ágúst árið áður en markmiðið með henni var að stuðla að bættri velferð dýra. Niðurstaða sérfræðinga Matvælastofnunar var að veiðarnar hefðu ekki samrýmst markmiðum laga um velferð dýra, þ.e. að aflífun hafi tekið of langan tíma á hlutfalli af þeim dýrum sem veidd voru á veiðitímabilinu 2022 og olli þeim dýrum meiri sársauka en ásættanlegt er. Matvælastofnun fól í framhaldinu fagráði um velferð dýra, hvar í eiga sæti okkar helstu sérfræðingar í þessum málum, að fara yfir fyrirliggjandi gögn og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Það gerði fagráðið og skilaði sínu faglega áliti um miðjan júní sl. Taldi fagráðið að við veiðar á stórhvelum væri ekki hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg væru til að tryggja velferð dýra við aflífun. Niðurstaða fagráðsins var því að sú veiðiaðferð sem beitt væri við veiðar á stórhvelum samræmdist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Og frammi fyrir þessu mati stóð ráðherra í júní sl. Átti ráðherra að leiða hjá sér þessa afgerandi niðurstöðu eða leita leiða til þess að hægt yrði að stunda hvalveiðar þannig að þær uppfylltu markmið laga um velferð dýra? Höfum í huga að dýr eru málleysingjar sem eiga sér engan málsvara að lögum nema stjórnvöld. Ráðherra ákveður því að fresta upphafi hvalveiða til 1. september sl. með útgáfu á téðri reglugerð. Matvælaráðherra, sem fer með dýravelferðarmál, er falin sú ábyrgð með lögum frá árinu 2013 að tryggja velferð dýra með þeim úrræðum sem hann hefur. Velferð dýra verður að vera í forgrunni og lagabókstafurinn segir það. Ég mat það þá sem svo og geri enn að matvælaráðherra gat ekki gert annað, með álit okkar helstu sérfræðinga í velferð dýra í höndunum, en að fresta upphafi hvalveiða á meðan reynt yrði að finna leið til þess að hægt yrði að stunda þessar veiðar með þeim hætti að þær brytu ekki í bága við lög. Enginn ráðherra málaflokks getur setið aðgerðarlaus með svo afdráttarlausa niðurstöðu fagráðs. Aðgerðaleysi getur líka verið ámælisvert og því má líka velta því upp hvaða niðurstaða hefði fengist hefði ráðherra ekki gripið til ráðstafana hafandi svo afdráttarlaust álit fagráðs um velferð dýra í höndunum. Það er áhugavert að sjá að þau sem hafa gagnrýnt þessa frestun á hvalveiðum hvað mest virðast algerlega líta fram hjá mikilvægi velferðar dýra í þessu samhengi. Bera því jafnvel við að málið snúist í raun ekki um hvalveiðar heldur eitthvað annað til þess að fjarlægja sig því dýraníði sem birtist í upptökum úr eftirliti haustið 2022. Þá ber að halda því til haga að umboðsmaður gerir ekki lítið úr mikilvægi dýravelferðar í áliti sínu og bendir réttilega á að löggjöf um hvalveiðar, sem byggi fyrst og fremst á markmiðum um nýtingu hvala, taki ekki nægilega mið af dýravelferð enda er löggjöfin komin til ára sinna. Þess vegna ályktar umboðsmaður að ekki sé fyrir hendi nægilega skýr lagastoð fyrir reglugerðinni um frestun hvalveiða frá sl. vori. Ég vil ekki meina að okkur sem samfélagi þyki atvinnufrelsi heimila dýraníð og raunar virðist afstaða meirihluta fólks vera þeim megin að hvalveiðar séu tímaskekkja. Að mínu mati þarf öll löggjöf er varðar nýtingu dýra að taka mið af velferð þeirra. Eftir því kallar samtíminn. Matvælaráðherra hefur lagt sig fram um að hafa sjónarmið dýravelferðar að leiðarljósi, hér eftir sem hingað til. Það birtist m.a. í þessu áliti umboðsmanns Alþingis. Áskorunin nú felst í því að laga til í löggjöfinni svo hún sé í takti við tímann og taki sannarlega mið af dýravelferðarsjónarmiðum því skilyrði laga um velferð dýra eru ófrávíkjanleg í mínum huga. Og geti leyfishafar ekki uppfyllt kröfur um velferð dýra þá á sú starfsemi ekki framtíð fyrir sér. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Páll Jóhannsson Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Álit umboðsmanns Alþingis um tímabundna stöðvun hvalveiða liggur nú fyrir. Sum hafa beðið eftir því með óþreyju, önnur hafa beðið þess að hvalveiðar við Ísland verði algerlega afnumdar ef marka má vaxandi andstöðu þjóðarinnar í skoðanakönnunum. Í áliti umboðsmanns kemur fram að útgáfa reglugerðarinnar, sem kvað á um frestun á upphafi hvalveiða til 1. september sl., hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í 4. gr. laga nr. 26/1949 um hvalveiðar eins og sú grein verður skýrð með hliðsjón af markmiðum sínum, lagasamræmi og grunnreglum stjórnskipunarréttar um vernd atvinnuréttinda og atvinnufrelsis eins og segir í álitinu. Þá telur umboðsmaður að útgáfa reglugerðarinnar hafi ekki, miðað við þær aðstæður sem uppi voru, samrýmst kröfum um meðalhóf eins og þær leiða af almennum reglum stjórnsýsluréttar. Ráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að hún taki þessa niðurstöðu umboðsmanns alvarlega og þrátt fyrir að umboðsmaður beini ekki sérstökum tilmælum til hennar þá hyggst hún beita sér fyrir breytingum á löggjöfinni. Og af hverju segir hún það, jú vegna þess að það kemur skýrt fram í áliti umboðsmanns að hvalveiðilögin frá 1949 er byggð á markmiðum um nýtingu hvalveiðistofnsins og að þar sé ekki að finna skýr ákvæði um velferð dýra. Löggjafinn hefur þó komið sérstökum reglum um velferð dýra fyrir í lögum nr. 55/2013 og umboðsmaður gengur jafnframt út frá því í álitinu að hvalir sem spendýr falli undir gildissvið laga um velferð dýra og vísar þar t.a.m. í dóm héraðsdóms Suðurlands í tveimur málum. Engin annar kostur fær Þá er gott að rifja upp þær aðstæður sem uppi voru þegar ráðherra gaf út reglugerðina sem um ræðir. Í maí sl. birti Matvælastofnun eftirlitsskýrslu um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi 2022. Sú skýrsla var unnin á grundvelli ákvæða í reglugerð sem matvælaráðherra setti í ágúst árið áður en markmiðið með henni var að stuðla að bættri velferð dýra. Niðurstaða sérfræðinga Matvælastofnunar var að veiðarnar hefðu ekki samrýmst markmiðum laga um velferð dýra, þ.e. að aflífun hafi tekið of langan tíma á hlutfalli af þeim dýrum sem veidd voru á veiðitímabilinu 2022 og olli þeim dýrum meiri sársauka en ásættanlegt er. Matvælastofnun fól í framhaldinu fagráði um velferð dýra, hvar í eiga sæti okkar helstu sérfræðingar í þessum málum, að fara yfir fyrirliggjandi gögn og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Það gerði fagráðið og skilaði sínu faglega áliti um miðjan júní sl. Taldi fagráðið að við veiðar á stórhvelum væri ekki hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg væru til að tryggja velferð dýra við aflífun. Niðurstaða fagráðsins var því að sú veiðiaðferð sem beitt væri við veiðar á stórhvelum samræmdist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Og frammi fyrir þessu mati stóð ráðherra í júní sl. Átti ráðherra að leiða hjá sér þessa afgerandi niðurstöðu eða leita leiða til þess að hægt yrði að stunda hvalveiðar þannig að þær uppfylltu markmið laga um velferð dýra? Höfum í huga að dýr eru málleysingjar sem eiga sér engan málsvara að lögum nema stjórnvöld. Ráðherra ákveður því að fresta upphafi hvalveiða til 1. september sl. með útgáfu á téðri reglugerð. Matvælaráðherra, sem fer með dýravelferðarmál, er falin sú ábyrgð með lögum frá árinu 2013 að tryggja velferð dýra með þeim úrræðum sem hann hefur. Velferð dýra verður að vera í forgrunni og lagabókstafurinn segir það. Ég mat það þá sem svo og geri enn að matvælaráðherra gat ekki gert annað, með álit okkar helstu sérfræðinga í velferð dýra í höndunum, en að fresta upphafi hvalveiða á meðan reynt yrði að finna leið til þess að hægt yrði að stunda þessar veiðar með þeim hætti að þær brytu ekki í bága við lög. Enginn ráðherra málaflokks getur setið aðgerðarlaus með svo afdráttarlausa niðurstöðu fagráðs. Aðgerðaleysi getur líka verið ámælisvert og því má líka velta því upp hvaða niðurstaða hefði fengist hefði ráðherra ekki gripið til ráðstafana hafandi svo afdráttarlaust álit fagráðs um velferð dýra í höndunum. Það er áhugavert að sjá að þau sem hafa gagnrýnt þessa frestun á hvalveiðum hvað mest virðast algerlega líta fram hjá mikilvægi velferðar dýra í þessu samhengi. Bera því jafnvel við að málið snúist í raun ekki um hvalveiðar heldur eitthvað annað til þess að fjarlægja sig því dýraníði sem birtist í upptökum úr eftirliti haustið 2022. Þá ber að halda því til haga að umboðsmaður gerir ekki lítið úr mikilvægi dýravelferðar í áliti sínu og bendir réttilega á að löggjöf um hvalveiðar, sem byggi fyrst og fremst á markmiðum um nýtingu hvala, taki ekki nægilega mið af dýravelferð enda er löggjöfin komin til ára sinna. Þess vegna ályktar umboðsmaður að ekki sé fyrir hendi nægilega skýr lagastoð fyrir reglugerðinni um frestun hvalveiða frá sl. vori. Ég vil ekki meina að okkur sem samfélagi þyki atvinnufrelsi heimila dýraníð og raunar virðist afstaða meirihluta fólks vera þeim megin að hvalveiðar séu tímaskekkja. Að mínu mati þarf öll löggjöf er varðar nýtingu dýra að taka mið af velferð þeirra. Eftir því kallar samtíminn. Matvælaráðherra hefur lagt sig fram um að hafa sjónarmið dýravelferðar að leiðarljósi, hér eftir sem hingað til. Það birtist m.a. í þessu áliti umboðsmanns Alþingis. Áskorunin nú felst í því að laga til í löggjöfinni svo hún sé í takti við tímann og taki sannarlega mið af dýravelferðarsjónarmiðum því skilyrði laga um velferð dýra eru ófrávíkjanleg í mínum huga. Og geti leyfishafar ekki uppfyllt kröfur um velferð dýra þá á sú starfsemi ekki framtíð fyrir sér. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun