Ancelotti hæstánægður með frumraun Arda Güler Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. janúar 2024 12:31 Ancelotti brosti breitt þegar talið barst að Arda Guler, 18 ára gömlum leikmanni Real Madrid sem þreytti frumraun sína fyrir liðið í gærkvöldi. Charlotte Wilson/Offside/Offside via Getty Images Carlo Ancelotti hrósaði hinum 18 ára gamla Arda Güler í hástert eftir að sá síðarnefndi þreytti frumraun sína fyrir Real Madrid í 3-1 bikarsigri gegn Arandina. Güler gekk til liðs við Real Madrid í sumar eftir að hafa vakið athygli með Fenerbahce og verið orðaður við stærstu félög fótboltans. Barcelona virtist líklegasti áfangastaður kappans en á endanum var hann seldur til Real Madrid fyrir um 20 milljónir evra. Dvöl hans hjá félaginu hefur einkennst af hverjum meiðslunum á fætur öðrum. Fyrst fór hnéð og Güler gekkst undir aðgerð, eftir það tognaði hann tvisvar og hefur samtals verið frá keppni í rúmlega hálft ár. Hann var ónotaður varamaður í síðustu þremur leikjum Madrídarliðsins en byrjaði svo sinn fyrsta leik í gær og spilaði 59 mínútur. ⚪️🇹🇷 Ancelotti: "Arda Güler will improve his level little by little but on his debut he has already showed his quality"."The important thing is he's back. Trust me, Arda Güler has a great personality. This is very important at Real Madrid". pic.twitter.com/iHpsuf0kHI— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 7, 2024 Carlo Ancelotti var virkilega ánægður með frumraunina. Hann sagði leikmanninn búa yfir „sterkum karakter. Gæðin leyna sér ekki, en persónuleikinn og viðhorfið er það mikilvægasta til að ná árangri.“ Real Madrid vann leikinn eins og áður segir og er því komið áfram í 16-liða úrslit Copa del Rey. Þeir fljúga nú næst til Sádí-Arabíu og mæta nágrönnum sínum Atletico Madrid í undanúrslitum spænska ofurbikarsins. Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Güler gekk til liðs við Real Madrid í sumar eftir að hafa vakið athygli með Fenerbahce og verið orðaður við stærstu félög fótboltans. Barcelona virtist líklegasti áfangastaður kappans en á endanum var hann seldur til Real Madrid fyrir um 20 milljónir evra. Dvöl hans hjá félaginu hefur einkennst af hverjum meiðslunum á fætur öðrum. Fyrst fór hnéð og Güler gekkst undir aðgerð, eftir það tognaði hann tvisvar og hefur samtals verið frá keppni í rúmlega hálft ár. Hann var ónotaður varamaður í síðustu þremur leikjum Madrídarliðsins en byrjaði svo sinn fyrsta leik í gær og spilaði 59 mínútur. ⚪️🇹🇷 Ancelotti: "Arda Güler will improve his level little by little but on his debut he has already showed his quality"."The important thing is he's back. Trust me, Arda Güler has a great personality. This is very important at Real Madrid". pic.twitter.com/iHpsuf0kHI— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 7, 2024 Carlo Ancelotti var virkilega ánægður með frumraunina. Hann sagði leikmanninn búa yfir „sterkum karakter. Gæðin leyna sér ekki, en persónuleikinn og viðhorfið er það mikilvægasta til að ná árangri.“ Real Madrid vann leikinn eins og áður segir og er því komið áfram í 16-liða úrslit Copa del Rey. Þeir fljúga nú næst til Sádí-Arabíu og mæta nágrönnum sínum Atletico Madrid í undanúrslitum spænska ofurbikarsins.
Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira