Blaðamennirnir hétu Hamza al-Dahdouh og Mustafa Thuraya og störfuðu sjálfstætt. al-Dahdoud hafði starfað áður fyrir fréttaveituna Al Jazeera og var sonur Wael al-Dahdouh sem hafði þegar misst stóran hluta fjölskyldu sinnar í árásum Ísraelshers.
Blaðamenn hríðfalla
Enn bætist í raðir fréttafólks sem látið hefur lífið af völdum loftárása Ísraels og eftirlitssamtök fyrir blaðamenn, CPJ, segja að 77 blaðamenn hefðu þegar verið drepnir síðan stríð hófst þann 7. október. Þar af voru sjötíu palestínskir, fjórir ísraelskir og þrír líbanskir.
Myndband sem birt var af Al Jazeera sýnir föður Hamza, blaðamanninn Wael al-Dahdoud, gráta yfir líki sonar sinn og halda í hönd á honum.
„Allur heimurinn þarf að sjá hvað er að eiga sér stað hér,“ sagði Wael síðar.
Wael al-Dahdoud hlaut mikla athygli í fyrra þegar fréttir bárust að hann hefði misst eiginkonu sína, annan son, dóttur og barnabarn í loftárás Ísraels.