Reyndi að svipta sig lífi og vill losna úr einangrun Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2024 10:21 Anders Behring Breivik í dómsal í morgun. EPA/CORNELIUS POPPE Norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill losna úr einangrun. Hann hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og segir aðstæður hans í fangelsi brjóta gegn mannréttindum en lögmaður hans sagði í gær að Breivik hefði reynt að svipta sig lífi í fangelsi. Breivik myrti átta með bílsprengju í Osló árið 2011. Í kjölfarið skaut hann 69 manns til bana í Útey, áður en hann var handtekinn. Hann var árið 2012 dæmdur í 21 árs fangelsisvist, sem hægt er að framlengja svo hann sitji inni það sem eftir er ævinnar. Hann hefur ávallt setið í einangrun í fangelsi og sóttist eftir reynslulausn í fyrra. Þeirri beiðni var hafnað. Norska ríkisútvarpið segir að þegar Breivik mætti í íþróttasal Hringaríkisfangelsisins, sem breytt hefur verið í dómsal vegna málsins, í morgun, hafi hann ekki heilsað að nasistasið eins og hann hefur yfirleitt gert hingað til. Þá ávarpaði hann ekki fólkið í salnum. Lögmaður Breiviks segir einangrunina haf komið verulega niður á honum og hann þjáist af sjálfsvígshugsunum. Þá segir lögmaðurinn að Breivik hafi reynt að svipta sig lífi á undanförnum sex árum. Eins og áður segir afplánar Breivik í Hringaríkisfangelsinu, sem er skammt frá Útey. Hann sat áður í Þelamerkurfangelsinu en var fluttur í fyrra. Sjá einnig: Breivik fluttur í annað fangelsi Ríkissaksóknari Noregs segir aðstæður Breiviks í fangelsi nægilega góðar. Í fangelsi hefur Breivik aðgang að eigin stofu og eldhúsi og hefur hann einnig aðgang að líkamsræktarbúnaði. Réttarhöldin eiga að standa yfir alla vikuna og á Breivik að bera vitni á morgun. Noregur Hryðjuverk í Útey Tengdar fréttir „Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur“ Tíu ár eru liðin í dag frá voðaverkunum í Osló og Útey, þar sem norskur hryðjuverkamaður myrti 77 manns, aðallega ungmenni í Norska verkamannaflokknum. Fórnarlambanna var minnst víða um heim og minnt á að sjónarmiðin sem hvöttu Anders Behring Breivik til ofbeldisverkanna séu síður en svo útdauð í nútímasamfélagi. 22. júlí 2021 23:30 Norski fjöldamorðinginn sækir um reynslulausn Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hyggst sækja um reynslulausn. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Verdens Gang. 16. september 2020 16:53 Sagðist innblásinn af Anders Breivik Ástralski hryðjuverkamaðurinn sem myrti fimmtíu manns í mosku á Nýja-Sjálandi á föstudag vildi hefna 11 ára gamllar stúlku sem lést í hryðjuverkaárás í Stokkhólmi árið 2017. 18. mars 2019 07:00 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Sjá meira
Breivik myrti átta með bílsprengju í Osló árið 2011. Í kjölfarið skaut hann 69 manns til bana í Útey, áður en hann var handtekinn. Hann var árið 2012 dæmdur í 21 árs fangelsisvist, sem hægt er að framlengja svo hann sitji inni það sem eftir er ævinnar. Hann hefur ávallt setið í einangrun í fangelsi og sóttist eftir reynslulausn í fyrra. Þeirri beiðni var hafnað. Norska ríkisútvarpið segir að þegar Breivik mætti í íþróttasal Hringaríkisfangelsisins, sem breytt hefur verið í dómsal vegna málsins, í morgun, hafi hann ekki heilsað að nasistasið eins og hann hefur yfirleitt gert hingað til. Þá ávarpaði hann ekki fólkið í salnum. Lögmaður Breiviks segir einangrunina haf komið verulega niður á honum og hann þjáist af sjálfsvígshugsunum. Þá segir lögmaðurinn að Breivik hafi reynt að svipta sig lífi á undanförnum sex árum. Eins og áður segir afplánar Breivik í Hringaríkisfangelsinu, sem er skammt frá Útey. Hann sat áður í Þelamerkurfangelsinu en var fluttur í fyrra. Sjá einnig: Breivik fluttur í annað fangelsi Ríkissaksóknari Noregs segir aðstæður Breiviks í fangelsi nægilega góðar. Í fangelsi hefur Breivik aðgang að eigin stofu og eldhúsi og hefur hann einnig aðgang að líkamsræktarbúnaði. Réttarhöldin eiga að standa yfir alla vikuna og á Breivik að bera vitni á morgun.
Noregur Hryðjuverk í Útey Tengdar fréttir „Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur“ Tíu ár eru liðin í dag frá voðaverkunum í Osló og Útey, þar sem norskur hryðjuverkamaður myrti 77 manns, aðallega ungmenni í Norska verkamannaflokknum. Fórnarlambanna var minnst víða um heim og minnt á að sjónarmiðin sem hvöttu Anders Behring Breivik til ofbeldisverkanna séu síður en svo útdauð í nútímasamfélagi. 22. júlí 2021 23:30 Norski fjöldamorðinginn sækir um reynslulausn Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hyggst sækja um reynslulausn. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Verdens Gang. 16. september 2020 16:53 Sagðist innblásinn af Anders Breivik Ástralski hryðjuverkamaðurinn sem myrti fimmtíu manns í mosku á Nýja-Sjálandi á föstudag vildi hefna 11 ára gamllar stúlku sem lést í hryðjuverkaárás í Stokkhólmi árið 2017. 18. mars 2019 07:00 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Sjá meira
„Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur“ Tíu ár eru liðin í dag frá voðaverkunum í Osló og Útey, þar sem norskur hryðjuverkamaður myrti 77 manns, aðallega ungmenni í Norska verkamannaflokknum. Fórnarlambanna var minnst víða um heim og minnt á að sjónarmiðin sem hvöttu Anders Behring Breivik til ofbeldisverkanna séu síður en svo útdauð í nútímasamfélagi. 22. júlí 2021 23:30
Norski fjöldamorðinginn sækir um reynslulausn Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hyggst sækja um reynslulausn. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Verdens Gang. 16. september 2020 16:53
Sagðist innblásinn af Anders Breivik Ástralski hryðjuverkamaðurinn sem myrti fimmtíu manns í mosku á Nýja-Sjálandi á föstudag vildi hefna 11 ára gamllar stúlku sem lést í hryðjuverkaárás í Stokkhólmi árið 2017. 18. mars 2019 07:00