Samningur sem gagnast öllum Stefán Ólafsson skrifar 8. janúar 2024 11:02 Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM gagnrýnir aðkomu ASÍ félaganna sem nú standa að samningagerð á almenna markaðinum í nýlegri grein. Hið sama gerir Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis í grein í dag. Kolbrún segir umrædd félög einungis vera fulltrúa fyrir 47% vinnumarkaðarins. Þetta er mjög villandi fullyrðing. Þau félög sem nú sitja við samningaborðið gera almennt kjarasamninga sem fara nálægt því að gilda fyrir um 75% einstaklinga á vinnumarkaði. Flestir þeirra eru á almennum markaði (í einkageira) en einnig er umtalsverður fjöldi meðlima ASÍ félaga sem starfa í opinbera geiranum (t.d. ófaglært starfsfólk leikskóla og fólk í umönnunarstörfum). Samningar breiðfylkingar ASÍ félaga á almennum markaði munu þannig ná til mikils meirihluta starfandi launafólks í landinu. Í grein Þórarins er gagnrýnt að notað hafi verið hugtakið "þjóðarsátt" um fyrirhugaðan samning á almenna markaðinum. Þeir aðilar úr ASÍ félögunum sem nú eru við samningaborðið eru að mestu leyti sömu aðilarnir og gerðu Lífskjarasamninginn 2019, en hluti iðnaðarmanna kaus nú að standa utan samflotsins. Sá samningur varð almenn fyrirmynd annarra samninga, einmitt vegna þess að hann náði til svo mikils meirihluta launafólks á vinnumarkaði. Lífskjarasamningurinn skilaði góðum árangri fyrir þorra ASÍ félaga og einnig fyrir BSRB félögin, ekki síst fyrir meðlimi Sameykis. Kaupmáttaraukning var mest hjá lægri launahópum og konum. Hæstu launahópar fengu sömu krónutölu og aðrir en það færði hins vegar minni % hækkun hjá þeim. Óánægja hefur verið með það í hærri launahópum, einkum innan BHM. Samt tókst BHM í samningum sínum við ríkið haustið 2019 að útfæra þessar hækkanir í launatöflum sínum á þann hátt að meiri hækkanir fengust en ætla hefði mátt af flatri krónutöluhækkun einni saman. En það er önnur saga. Sátt um öra lækkun verðbólgu og aðrar kjarabætur Breiðfylking ASÍ-félaganna sem nú er við samningaborðið hefur þróað heildstæða áætlun til að ná því markmiði að draga hratt úr verðbólgu og vöxtum. Það er gert með hóflegum launahækkunum og ákalli um samstöðu helstu aðila í samfélaginu um stíft verðlagsaðhald. Að því þurfa allir að koma (fyrirtæki, ríki, sveitarfélög, bankar, lífeyrissjóðir og verkalýðshreyfingin). Þess vegna hefur verið talað um "þjóðarsátt" um þessi markmið. Til að ná þessu fram er boðið upp á lága launahækkun á fyrsta ári sem myndi að öðru óbreyttu kalla kaupmáttarskerðingu yfir nær allt launafólk, vegna þess háa verðlags sem nú ríkir. Til að gera þetta mögulegt er farið fram á verulega eflingu tilfærslukerfa heimilanna (barnabætur, vaxtabætur og leigubætur) sem skilar umtalsverðum kjarabótum til lægri og milli tekjuhópa. Sérstaklega er gert ráð fyrir að hækka barna- og vaxtabætur vel til milli tekjuhópa. Það nýtist BSRB-félögum ekki síður en ASÍ félögum og stór hluti BHM félaga myndi einnig njóta þess. Ef BHM félög vilja sækja fram um kjarabætur fyrir háskólafólk af öðrum toga en með beinum launahækkunum þá mætti róa á önnur mið, til dæmis með kröfu um betri kjör á námslánum. Lækkun vaxta verður einnig mikilvæg kjarabót Hins vegar má ekki horfa framhjá því að ef markmiðið um öra lækkun verðbólgu og vaxta næst þá kemur verulegur afkomubati til allra heimila sem eru með húsnæðisskuldir, með lækkun afborgana. Það myndi skila mörgum BHM félögum mikilvægum afkomubata. Það er vegna þess að tekjuhærri heimili hafa alla jafna hærri húsnæðisskuldir og þeir sem skulda meira munu njóta meiri lækkunar afborgana með lækkun vaxta. Sem dæmi má nefna að heimili sem skuldar 25 milljóna í óverðtryggt húsnæðislán myndi fá lækkun afborgana um 52 þúsund á mánuði þegar vextir hafa lækkað um 2,5% stig. Ávinningur þeirra sem eru með verðtryggð lán verður svipaður en skilar sér að hluta með öðrum hætti. Þeir sem skulda 45 milljónir fá mun meiri lækkun afborgana. Ávinningur af vaxtalækkun fer til allra sem skulda í íbúðarhúsnæði, en að öðru jöfnu meira til milli og tekjuhærri hópa. Heildstæð áætlun um lífskjör og lækkun verðbólgu Breiðfylking ASÍ félaganna hefur lagt fram heildstæða og raunhæfa áætlun um öra lækkun verðbólgu með kjarabótum sem koma í meiri mæli úr eflingu tilfærslukerfa heimilanna og með lækkun vaxta. Launaliðurinn er raunar veigaminnsti þátturinn í ávinningi af samningnum fyrir launafólk, einkum á fyrsta ári, en hann skapar svigrúmið fyrir öra lækkun verðbólgunnar. Á seinni árum samningsins munu launahækkanir skila ágætum kaupmáttarauka vel upp launastigann, þegar verðbólgan verður komin á mun lægra stig. Vaxtalækkanir ættu sömuleiðis að vera að skila afkomubata út samningstímann. Loks vil ég benda á að sú leið sem er farin af ASÍ félögunum, með flatri krónutöluhækkun og endurreisn tilfærslukerfanna, kemur konum almennt betur en körlum, því konur eru í meiri mæli í lægra launuðum störfum. Þetta er því góð leið til að draga úr stéttabundnum launamun milli karla og kvenna. Talsmenn BHM mega ekki gleyma því að meirihluti kvenna á vinnumarkaði er án háskólaprófs. Þó ekki sitji öll stéttarfélög við samningaborðið á sama tíma, því samningar renna út á mismunandi tíma, þá er ljóst að sú áætlun sem nú er unnið að muni gagnast öllum launþegum á vinnumarkaði, ef hún heppnast. Hún verður góð fyrir allt samfélagið. Kallað er eftir samstilltu átaki í baráttunni gegn verðhækkunum og því mætti alveg kalla þetta "þjóðarsátt", ef áætlunin kemst til framkvæmda. Félögin í opinbera geiranum sem koma svo í Karphúsið í kjölfarið semja auðvitað sjálf um sínar útfærslur og sérkjör. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stefán Ólafsson Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM gagnrýnir aðkomu ASÍ félaganna sem nú standa að samningagerð á almenna markaðinum í nýlegri grein. Hið sama gerir Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis í grein í dag. Kolbrún segir umrædd félög einungis vera fulltrúa fyrir 47% vinnumarkaðarins. Þetta er mjög villandi fullyrðing. Þau félög sem nú sitja við samningaborðið gera almennt kjarasamninga sem fara nálægt því að gilda fyrir um 75% einstaklinga á vinnumarkaði. Flestir þeirra eru á almennum markaði (í einkageira) en einnig er umtalsverður fjöldi meðlima ASÍ félaga sem starfa í opinbera geiranum (t.d. ófaglært starfsfólk leikskóla og fólk í umönnunarstörfum). Samningar breiðfylkingar ASÍ félaga á almennum markaði munu þannig ná til mikils meirihluta starfandi launafólks í landinu. Í grein Þórarins er gagnrýnt að notað hafi verið hugtakið "þjóðarsátt" um fyrirhugaðan samning á almenna markaðinum. Þeir aðilar úr ASÍ félögunum sem nú eru við samningaborðið eru að mestu leyti sömu aðilarnir og gerðu Lífskjarasamninginn 2019, en hluti iðnaðarmanna kaus nú að standa utan samflotsins. Sá samningur varð almenn fyrirmynd annarra samninga, einmitt vegna þess að hann náði til svo mikils meirihluta launafólks á vinnumarkaði. Lífskjarasamningurinn skilaði góðum árangri fyrir þorra ASÍ félaga og einnig fyrir BSRB félögin, ekki síst fyrir meðlimi Sameykis. Kaupmáttaraukning var mest hjá lægri launahópum og konum. Hæstu launahópar fengu sömu krónutölu og aðrir en það færði hins vegar minni % hækkun hjá þeim. Óánægja hefur verið með það í hærri launahópum, einkum innan BHM. Samt tókst BHM í samningum sínum við ríkið haustið 2019 að útfæra þessar hækkanir í launatöflum sínum á þann hátt að meiri hækkanir fengust en ætla hefði mátt af flatri krónutöluhækkun einni saman. En það er önnur saga. Sátt um öra lækkun verðbólgu og aðrar kjarabætur Breiðfylking ASÍ-félaganna sem nú er við samningaborðið hefur þróað heildstæða áætlun til að ná því markmiði að draga hratt úr verðbólgu og vöxtum. Það er gert með hóflegum launahækkunum og ákalli um samstöðu helstu aðila í samfélaginu um stíft verðlagsaðhald. Að því þurfa allir að koma (fyrirtæki, ríki, sveitarfélög, bankar, lífeyrissjóðir og verkalýðshreyfingin). Þess vegna hefur verið talað um "þjóðarsátt" um þessi markmið. Til að ná þessu fram er boðið upp á lága launahækkun á fyrsta ári sem myndi að öðru óbreyttu kalla kaupmáttarskerðingu yfir nær allt launafólk, vegna þess háa verðlags sem nú ríkir. Til að gera þetta mögulegt er farið fram á verulega eflingu tilfærslukerfa heimilanna (barnabætur, vaxtabætur og leigubætur) sem skilar umtalsverðum kjarabótum til lægri og milli tekjuhópa. Sérstaklega er gert ráð fyrir að hækka barna- og vaxtabætur vel til milli tekjuhópa. Það nýtist BSRB-félögum ekki síður en ASÍ félögum og stór hluti BHM félaga myndi einnig njóta þess. Ef BHM félög vilja sækja fram um kjarabætur fyrir háskólafólk af öðrum toga en með beinum launahækkunum þá mætti róa á önnur mið, til dæmis með kröfu um betri kjör á námslánum. Lækkun vaxta verður einnig mikilvæg kjarabót Hins vegar má ekki horfa framhjá því að ef markmiðið um öra lækkun verðbólgu og vaxta næst þá kemur verulegur afkomubati til allra heimila sem eru með húsnæðisskuldir, með lækkun afborgana. Það myndi skila mörgum BHM félögum mikilvægum afkomubata. Það er vegna þess að tekjuhærri heimili hafa alla jafna hærri húsnæðisskuldir og þeir sem skulda meira munu njóta meiri lækkunar afborgana með lækkun vaxta. Sem dæmi má nefna að heimili sem skuldar 25 milljóna í óverðtryggt húsnæðislán myndi fá lækkun afborgana um 52 þúsund á mánuði þegar vextir hafa lækkað um 2,5% stig. Ávinningur þeirra sem eru með verðtryggð lán verður svipaður en skilar sér að hluta með öðrum hætti. Þeir sem skulda 45 milljónir fá mun meiri lækkun afborgana. Ávinningur af vaxtalækkun fer til allra sem skulda í íbúðarhúsnæði, en að öðru jöfnu meira til milli og tekjuhærri hópa. Heildstæð áætlun um lífskjör og lækkun verðbólgu Breiðfylking ASÍ félaganna hefur lagt fram heildstæða og raunhæfa áætlun um öra lækkun verðbólgu með kjarabótum sem koma í meiri mæli úr eflingu tilfærslukerfa heimilanna og með lækkun vaxta. Launaliðurinn er raunar veigaminnsti þátturinn í ávinningi af samningnum fyrir launafólk, einkum á fyrsta ári, en hann skapar svigrúmið fyrir öra lækkun verðbólgunnar. Á seinni árum samningsins munu launahækkanir skila ágætum kaupmáttarauka vel upp launastigann, þegar verðbólgan verður komin á mun lægra stig. Vaxtalækkanir ættu sömuleiðis að vera að skila afkomubata út samningstímann. Loks vil ég benda á að sú leið sem er farin af ASÍ félögunum, með flatri krónutöluhækkun og endurreisn tilfærslukerfanna, kemur konum almennt betur en körlum, því konur eru í meiri mæli í lægra launuðum störfum. Þetta er því góð leið til að draga úr stéttabundnum launamun milli karla og kvenna. Talsmenn BHM mega ekki gleyma því að meirihluti kvenna á vinnumarkaði er án háskólaprófs. Þó ekki sitji öll stéttarfélög við samningaborðið á sama tíma, því samningar renna út á mismunandi tíma, þá er ljóst að sú áætlun sem nú er unnið að muni gagnast öllum launþegum á vinnumarkaði, ef hún heppnast. Hún verður góð fyrir allt samfélagið. Kallað er eftir samstilltu átaki í baráttunni gegn verðhækkunum og því mætti alveg kalla þetta "þjóðarsátt", ef áætlunin kemst til framkvæmda. Félögin í opinbera geiranum sem koma svo í Karphúsið í kjölfarið semja auðvitað sjálf um sínar útfærslur og sérkjör. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar