Var nálægt því að hætta en Adam Silver talaði hann af því Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. janúar 2024 21:31 Draymond Green var nálægt því að leggja skóna á hilluna. AP Photo/Nate Billings Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfubolta, hefur viðurkennt að hann hafi næstum verið búinn að leggja skóna á hilluna eftir að hafa verið dæmdur í leikbann og misst af tólf leikjum. Green hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og virtist einkar illa fyrir kallaður fyrr á leiktíðinni. Hann fékk fimm leikja bann í nóvember fyrir að taka Rudy Gobert, leikmann Minnesota Timberwolves, hálstaki. Hann var svo dæmdur í bann í byrjun desember og er nú snúinn aftur eftir að hafa misst af tólf leikjum. Þá missti Green af leikjum í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð eftir að hafa traðkað á bringu Domantas Sabonis, leikmanns Sacramento King. Hinn 33 ára gamli Green skrifaði undir nýjan samning síðasta sumar upp á 100 milljónir Bandaríkjadala eða rúmlega 13 milljarða íslenskra króna. Leikbannið í desember varð til þess að Green varð af tæpum tveimur milljónum Bandaríkjadala eða rúmum 275 milljónum íslenskra króna. Green hefur nú opinberað það að hann hafi verið nálægt því að hætta en Adam Silver, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, talaði hann af því. „Ég talaði við Adam Silver, framkvæmdastjóra deildarinnar. Ég sagði honum að þetta væri of mikið fyrir mig og ég ætlaði mér að hætta. Adam sagði mér að ég væri að taka ákvörðun í flýti og hann myndi ekki leyfa mér að gera það.“ This is too much. It s all becoming too much for me, and I m going to retire. Draymond Green told Adam Silver he contemplated retirement during their meeting before his indefinite suspension. pic.twitter.com/rgv6VIPwJi— Complex Sports (@ComplexSports) January 8, 2024 „Við áttum langt og gott samtal. Það hjálpaði mér mikið og er ég mjög þakklátur að spila í deild sem er með framkvæmdastjóra eins og Adam,“ sagði Green í hlaðvarpinu sínu. Green er með 9,7 stig, 5,5 fráköst og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í leik á tímabilinu. Körfubolti NBA Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
Green hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og virtist einkar illa fyrir kallaður fyrr á leiktíðinni. Hann fékk fimm leikja bann í nóvember fyrir að taka Rudy Gobert, leikmann Minnesota Timberwolves, hálstaki. Hann var svo dæmdur í bann í byrjun desember og er nú snúinn aftur eftir að hafa misst af tólf leikjum. Þá missti Green af leikjum í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð eftir að hafa traðkað á bringu Domantas Sabonis, leikmanns Sacramento King. Hinn 33 ára gamli Green skrifaði undir nýjan samning síðasta sumar upp á 100 milljónir Bandaríkjadala eða rúmlega 13 milljarða íslenskra króna. Leikbannið í desember varð til þess að Green varð af tæpum tveimur milljónum Bandaríkjadala eða rúmum 275 milljónum íslenskra króna. Green hefur nú opinberað það að hann hafi verið nálægt því að hætta en Adam Silver, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, talaði hann af því. „Ég talaði við Adam Silver, framkvæmdastjóra deildarinnar. Ég sagði honum að þetta væri of mikið fyrir mig og ég ætlaði mér að hætta. Adam sagði mér að ég væri að taka ákvörðun í flýti og hann myndi ekki leyfa mér að gera það.“ This is too much. It s all becoming too much for me, and I m going to retire. Draymond Green told Adam Silver he contemplated retirement during their meeting before his indefinite suspension. pic.twitter.com/rgv6VIPwJi— Complex Sports (@ComplexSports) January 8, 2024 „Við áttum langt og gott samtal. Það hjálpaði mér mikið og er ég mjög þakklátur að spila í deild sem er með framkvæmdastjóra eins og Adam,“ sagði Green í hlaðvarpinu sínu. Green er með 9,7 stig, 5,5 fráköst og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í leik á tímabilinu.
Körfubolti NBA Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira