Körfubolti

Ný­kominn til baka eftir langt bann en tíma­bilinu er nú lokið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ja Morant spilar ekki aftur fyrr en á næsta tímabili.
Ja Morant spilar ekki aftur fyrr en á næsta tímabili. getty/Chris Coduto

Aðeins þremur vikum eftir að hann sneri aftur eftir langt bann er tímabilinu lokið hjá Ja Morant, skærustu stjörnu Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta.

Morant missti af fyrstu 25 leikjum tímabilsins vegna banns sem hann var dæmdur í fyrir að veifa byssu í myndbandi á samfélagsmiðlum.

Leikstjórnandinn sneri aftur 19. desember og lék níu leiki með Memphis. Það verða einu leikir hans með liðinu í vetur því hann er á leið í aðgerð á öxl eftir að hafa meiðst á æfingu á laugardaginn. Morant snýr ekki aftur á völlinn fyrr en á næsta tímabili.

Í leikjunum níu sem Morant spilaði í vetur var hann með 25,1 stig, 5,6 fráköst og 8,1 stoðsendingu að meðaltali. Memphis vann sex af níu leikjum með Morant í liðinu.

Grábirnirnir eru í þrettánda og þriðja neðsta sæti Vesturdeildarinnar með þrettán sigra og 23 töp.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×