Fólk geri ráð fyrir að geta yfirgefið Grindavík í flýti Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. janúar 2024 11:40 Magnús Tumi segir ekki hægt að útiloka að gossprungur teigi sig inn í Grindavík, þó það sé ólíklegt. Vísir/Einar Prófessor í jarðeðlisfræði segir að þeir sem kjósi að dvelja í Grindavík ættu að vera undir það búnir að yfirgefa bæinn mjög hratt. Rúmmál kviku er svipað og í aðdraganda gossins í desember. Ef til eldgoss kæmi sé ekki hægt að útiloka að gossprungur opnist innan bæjarmarkanna. Staðan á Reykjanesskaga er svipuð og verið hefur undanfarna daga, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Landris mælist enn við Svartsengi og miklar líkur eru taldar á að það endi með eldgosi eða kvikuinnskoti. Í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar kemur fram að jarðskjálftavirkni sé svipuð og undanfarna daga. Enn mælist frekar lítil skjálftavirkni en hún er að mestu bundin við svæðið á milli Hagafells og Stóra Skógfells þar sem miðja kvikugangsins er staðsett. Áfram er einnig nokkur skjálftavirkni í Fagradalsfjalli en hún hefur verið viðvarandi frá 18. desember. Líkanreikningar benda til þess að rúmmál kviku sem safnast hefur í kvikuinnskotið undir Svartsengi sé orðið svipað og þegar eldgos hófst 18. desember „Þetta er að nálgast svipaða stöðu og var fyrir atburðinn 18. desember. En reynslan í Kröflu var sú að það þurfti alltaf að lyftast aðeins meira í hvert skipti,“ segir Magnús Tumi í samtali við fréttastofu. „Þetta gætu verið mánuðir, jafnvel þónokkur ár með atburðum sem endurtaka sig. Það er bara staðan sem við erum í.“ Ekkert sem bendi til eldgoss umhverfis Krísuvík Umræða hefur verið uppi um að virkni kunni að vera færast yfir í önnur eldgosakerfi og hefur Krísuvík verið sérstaklega nefnd í því samhengi. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur sagði í færslu á heimasíðu sinni í morgun að grunnir og dýpri skjálftar umhverfis Krísuvík gætu verið merki um það að þar sé lárétt kvikuinnskot á ferð. Það kunni að vera merki um að mestar líkur séu nú á eldgosi á því svæði. Magnús Tumi segir hinsvegar að hvorki jarðskjálftavirkni né aflögunargögn bendi til þess að þar sé nokkuð að gerast. „Ef við horfum til áratuga alda er alls ekki ólíklegt, bara líklegt. En ef við horfum til stöðunnar þar sem við sjáum merki um að eitthvað er að fara gerast þá sjáum við þau ekki núna. Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en það eru engin merki sem benda til þess að þetta sé líklegri staður en hver annar.“ Áhætta fylgir því að vera í Grindavík Svartsengi og Sundhnúksgígaröðin séu áfram langlíklegustu upptakasvæði eldgoss. Þó sé ekki hægt að útiloka að það verði sunnar og hraun rynni áttina að Grindavík. Þá gætu gossprungur jafnvel opnast innan bæjarmarkanna. Magnús segir fólk taka vissa áhættu með því að vera í og gista í Grindavík. Fólk ætti að vera við því búið að geta yfirgefið staðinn mjög hratt. Þegar varnargarðarnir verða komnir upp sé hættan ekki liðin hjá, en verði mun minni. Þangað til verði að hafa allan varann á í Grindavík. „Þegar svona staða er uppi er viss áhætta tekin, en spurningin er hvort hún sé ásættanleg,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Ekki tímabært að ræða varnargarða í Hafnarfirði Sviðsstjóri almannavarna segir það ótímabært að fara að reisa varnargarða við Hafnarfjörð líkt og eldfjallafræðingar hafa kallað eftir. Unnið er að hættumati vegna eldgosahættu fyrir allt höfuðborgarsvæðið. 4. janúar 2024 11:45 Kapphlaup við tímann og náttúruna Undirbúningur fyrir varnargarða fyrir utan Grindavík er hafinn. Unnið verður allan sólarhringinn á svæðinu næstu vikur en verkstjóri segir starfsmenn vera í kapphlaupi við náttúruna og tímann. 2. janúar 2024 19:18 Kvikuþrýstingur að byggjast upp og líkur á eldgosi aukast Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. 2. janúar 2024 11:58 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Staðan á Reykjanesskaga er svipuð og verið hefur undanfarna daga, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Landris mælist enn við Svartsengi og miklar líkur eru taldar á að það endi með eldgosi eða kvikuinnskoti. Í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar kemur fram að jarðskjálftavirkni sé svipuð og undanfarna daga. Enn mælist frekar lítil skjálftavirkni en hún er að mestu bundin við svæðið á milli Hagafells og Stóra Skógfells þar sem miðja kvikugangsins er staðsett. Áfram er einnig nokkur skjálftavirkni í Fagradalsfjalli en hún hefur verið viðvarandi frá 18. desember. Líkanreikningar benda til þess að rúmmál kviku sem safnast hefur í kvikuinnskotið undir Svartsengi sé orðið svipað og þegar eldgos hófst 18. desember „Þetta er að nálgast svipaða stöðu og var fyrir atburðinn 18. desember. En reynslan í Kröflu var sú að það þurfti alltaf að lyftast aðeins meira í hvert skipti,“ segir Magnús Tumi í samtali við fréttastofu. „Þetta gætu verið mánuðir, jafnvel þónokkur ár með atburðum sem endurtaka sig. Það er bara staðan sem við erum í.“ Ekkert sem bendi til eldgoss umhverfis Krísuvík Umræða hefur verið uppi um að virkni kunni að vera færast yfir í önnur eldgosakerfi og hefur Krísuvík verið sérstaklega nefnd í því samhengi. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur sagði í færslu á heimasíðu sinni í morgun að grunnir og dýpri skjálftar umhverfis Krísuvík gætu verið merki um það að þar sé lárétt kvikuinnskot á ferð. Það kunni að vera merki um að mestar líkur séu nú á eldgosi á því svæði. Magnús Tumi segir hinsvegar að hvorki jarðskjálftavirkni né aflögunargögn bendi til þess að þar sé nokkuð að gerast. „Ef við horfum til áratuga alda er alls ekki ólíklegt, bara líklegt. En ef við horfum til stöðunnar þar sem við sjáum merki um að eitthvað er að fara gerast þá sjáum við þau ekki núna. Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en það eru engin merki sem benda til þess að þetta sé líklegri staður en hver annar.“ Áhætta fylgir því að vera í Grindavík Svartsengi og Sundhnúksgígaröðin séu áfram langlíklegustu upptakasvæði eldgoss. Þó sé ekki hægt að útiloka að það verði sunnar og hraun rynni áttina að Grindavík. Þá gætu gossprungur jafnvel opnast innan bæjarmarkanna. Magnús segir fólk taka vissa áhættu með því að vera í og gista í Grindavík. Fólk ætti að vera við því búið að geta yfirgefið staðinn mjög hratt. Þegar varnargarðarnir verða komnir upp sé hættan ekki liðin hjá, en verði mun minni. Þangað til verði að hafa allan varann á í Grindavík. „Þegar svona staða er uppi er viss áhætta tekin, en spurningin er hvort hún sé ásættanleg,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Ekki tímabært að ræða varnargarða í Hafnarfirði Sviðsstjóri almannavarna segir það ótímabært að fara að reisa varnargarða við Hafnarfjörð líkt og eldfjallafræðingar hafa kallað eftir. Unnið er að hættumati vegna eldgosahættu fyrir allt höfuðborgarsvæðið. 4. janúar 2024 11:45 Kapphlaup við tímann og náttúruna Undirbúningur fyrir varnargarða fyrir utan Grindavík er hafinn. Unnið verður allan sólarhringinn á svæðinu næstu vikur en verkstjóri segir starfsmenn vera í kapphlaupi við náttúruna og tímann. 2. janúar 2024 19:18 Kvikuþrýstingur að byggjast upp og líkur á eldgosi aukast Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. 2. janúar 2024 11:58 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Ekki tímabært að ræða varnargarða í Hafnarfirði Sviðsstjóri almannavarna segir það ótímabært að fara að reisa varnargarða við Hafnarfjörð líkt og eldfjallafræðingar hafa kallað eftir. Unnið er að hættumati vegna eldgosahættu fyrir allt höfuðborgarsvæðið. 4. janúar 2024 11:45
Kapphlaup við tímann og náttúruna Undirbúningur fyrir varnargarða fyrir utan Grindavík er hafinn. Unnið verður allan sólarhringinn á svæðinu næstu vikur en verkstjóri segir starfsmenn vera í kapphlaupi við náttúruna og tímann. 2. janúar 2024 19:18
Kvikuþrýstingur að byggjast upp og líkur á eldgosi aukast Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. 2. janúar 2024 11:58