„Stórmót í handbolta er svona 60 prósent þjáning“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. janúar 2024 09:00 Björgvin Páll stígur dansinn með strákunum okkar í Þýskalandi. vísir/vilhelm Á morgun mun Vísir birta fyrsta hlutann af nýjum þáttum landsliðsmarkvarðarins Björgvins Páls Gústavssonar sem hann kallar „Ekki bara leikur“. Í þáttunum hleypir Björgvin Páll almenningi nær sér en áður og útskýrir á einlægan hátt hvernig það er að taka þátt á stórmóti í handbolta. „Það sem fólk er að fara hlusta á er í raun dagur í lífi markmanns. Á HM fyrir tæpu ári síðan ákvað ég að fara í gegnum einn dag og skrifa hjá mér allt sem ég var að hugsa. Daginn sem við spilum fyrsta leik mótsins. Markmið mitt með þessu er að gefa hlustendum smá innsýn inn í stórmót í handbolta. Stórmót í handbolta er nefnilega ekki bara einhver sjö krútt að kasta bolta á milli sín,“ segir Björgvin og bætir við. Innsýn í hugarheims leikmanns „Stórmót í handbolta er, í það minnsta fyrir mig, kannski svona 60 prósent þjáning og 40 prósent eitthvað annað. Hér fær fólk smá innsýn inn í minn hugarheim og af hverju þetta er í mínum huga ekki bara leikur.“ Hér er um þríleik að ræða sem heita: Fyrir leik. Leikurinn og Eftir leik. Fyrsti hluti fer í loftið á Vísi á morgun. Annar hluti fer í loftið á föstudag, er fyrsti leikur Íslands á EM fer fram, og lokahlutinn er svo í birtingu daginn eftir leik. Þetta er ekki eina efnið sem Björgvin Páll sendir frá sér í aðdraganda mótsins en barnabókin hans – Barn verður forseti – er einnig að koma út á hljóðformi. Alls ekki of mikið að gera „Ég vildi koma henni út á hljóðformi á mínum miðlum svo boðskapur bókarinnar skili sér til fleiri og ekki bara þeirra sem hafa lesið bókina. Vonandi tekur fólk vel í það,“ segir Björgvin Páll en mun það ekkert trufla hann að standa í öllu þessu á stórmóti? „Nei, alls ekki. Öll þessi vinna átti sér stað fyrir einhverju síðan og ég er með fólk í því heima að deila þessu á öllum miðlunum mínum á meðan mótinu stendur. Hausinn verður algjörlega í því að standa mig fyrir íslenska landsliðið í Þýskalandi.“ Hér að neðan má sjá smá stiklu fyrir fyrsta þáttinn sem fer í birtingu klukkan 09.00 á Vísi á morgun. Klippa: Stikla fyrir Ekki bara leikur Landslið karla í handbolta Besta sætið EM 2024 í handbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - ÍBV | Eyjakonur reyna að valda usla í Breiðholti Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Sjá meira
„Það sem fólk er að fara hlusta á er í raun dagur í lífi markmanns. Á HM fyrir tæpu ári síðan ákvað ég að fara í gegnum einn dag og skrifa hjá mér allt sem ég var að hugsa. Daginn sem við spilum fyrsta leik mótsins. Markmið mitt með þessu er að gefa hlustendum smá innsýn inn í stórmót í handbolta. Stórmót í handbolta er nefnilega ekki bara einhver sjö krútt að kasta bolta á milli sín,“ segir Björgvin og bætir við. Innsýn í hugarheims leikmanns „Stórmót í handbolta er, í það minnsta fyrir mig, kannski svona 60 prósent þjáning og 40 prósent eitthvað annað. Hér fær fólk smá innsýn inn í minn hugarheim og af hverju þetta er í mínum huga ekki bara leikur.“ Hér er um þríleik að ræða sem heita: Fyrir leik. Leikurinn og Eftir leik. Fyrsti hluti fer í loftið á Vísi á morgun. Annar hluti fer í loftið á föstudag, er fyrsti leikur Íslands á EM fer fram, og lokahlutinn er svo í birtingu daginn eftir leik. Þetta er ekki eina efnið sem Björgvin Páll sendir frá sér í aðdraganda mótsins en barnabókin hans – Barn verður forseti – er einnig að koma út á hljóðformi. Alls ekki of mikið að gera „Ég vildi koma henni út á hljóðformi á mínum miðlum svo boðskapur bókarinnar skili sér til fleiri og ekki bara þeirra sem hafa lesið bókina. Vonandi tekur fólk vel í það,“ segir Björgvin Páll en mun það ekkert trufla hann að standa í öllu þessu á stórmóti? „Nei, alls ekki. Öll þessi vinna átti sér stað fyrir einhverju síðan og ég er með fólk í því heima að deila þessu á öllum miðlunum mínum á meðan mótinu stendur. Hausinn verður algjörlega í því að standa mig fyrir íslenska landsliðið í Þýskalandi.“ Hér að neðan má sjá smá stiklu fyrir fyrsta þáttinn sem fer í birtingu klukkan 09.00 á Vísi á morgun. Klippa: Stikla fyrir Ekki bara leikur
Landslið karla í handbolta Besta sætið EM 2024 í handbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - ÍBV | Eyjakonur reyna að valda usla í Breiðholti Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Sjá meira