Friðlýsingu svæðisins sem fólkvangs er ætlað að tryggja aðgengi almennings að náttúru Urriðakotshrauns, sem býr yfir fjölbreyttum náttúru- og menningarminjum og miklum möguleikum til útivistar, náttúruskoðunar og umhverfisfræðslu, að þvi er segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.
Friðlýsingin fer fram síðdegis á morgun. Viðstaddir friðlýsinguna verða fulltrúar sveitafélagsins, Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa og Golfklúbbsins Odds sem friðlýsingin var unnin í góðu samráði við.
Unnið hefur verið að deiliskipulagi svæðisins, en friðlýsingin er hluti af átaki í friðlýsingum sem ráðuneytið og Umhverfisstofnun standa að.
Urriðakotshraun er hluti af Búrfellshrauni sem rann fyrir um 8100 árum og er þar nokkuð um hraunhella. Svæðið býr yfir fjölbreyttum náttúru- og menningarminjum og í því felast miklir möguleikar til útivistar, náttúruskoðunar og umhverfisfræðslu.