Bæjarstjórn fundaði í Grindavík í fyrsta sinn síðan í október Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. janúar 2024 23:01 Smátt og smátt færist líf í Grindavík þrátt fyrir áframhaldandi eldgosahættu. Vísir/Arnar Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði í Grindavík í dag í fyrsta skipti síðan í lok október. Forseti bæjarstjórnar segir innviði líta betur út en þau þorðu að vona og segir uppbyggingu varnargarða ganga hratt fyrir sig. „Það var hugur okkar bæjarstjórnar að taka þennan fund heima og nú hefur færst aðeins líf í bæinn,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar í samtali við Vísi. Hún segir helstu mál fundarins hafa verið að skoða stöðu innviða og húsnæðis í eigu bæjarins í kjölfar jarðhræringanna. Þá hafi þau þurft að gera breytingar á fjárhagsáætlun sem þau höfðu gert drög að fyrir rýmingu. Nú verði fjármunum helst varið í uppbyggingu innviða auk sérfræðiaðstoðar sem mun bjóðast tjónþolum. „Þetta lítur betur út en við þorðum að vona,“ segir Ásrún. En þrátt fyrir það fari næstu tveir mánuðir í að laga húsnæði Grindavíkurbæjar. „Við líka vonumst til þess að það gerist ekkert meira hjá okkur,“ bætir hún við og vísar til nýs hættumats Veðurstofunnar. „Ég viðurkenni alveg eftir fréttir dagsins að það er aðeins meiri beygur í dag en í gær við þurfum samt sem áður að vera skynsöm og meðvituð um þessar hættur.“ Ásrún segir frábært að sjá hve vel bygging varnargarða hefur tekist. Um það bil tvær vikur séu í að fyrsta áfanga í byggingu garðanna í kringum Grindavík verði náð. Því fylgi mikil öryggistilfinning. „Þeir eru alveg á fullu og það er mikil breyting dag frá degi,“ segir Ásrún. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Það var hugur okkar bæjarstjórnar að taka þennan fund heima og nú hefur færst aðeins líf í bæinn,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar í samtali við Vísi. Hún segir helstu mál fundarins hafa verið að skoða stöðu innviða og húsnæðis í eigu bæjarins í kjölfar jarðhræringanna. Þá hafi þau þurft að gera breytingar á fjárhagsáætlun sem þau höfðu gert drög að fyrir rýmingu. Nú verði fjármunum helst varið í uppbyggingu innviða auk sérfræðiaðstoðar sem mun bjóðast tjónþolum. „Þetta lítur betur út en við þorðum að vona,“ segir Ásrún. En þrátt fyrir það fari næstu tveir mánuðir í að laga húsnæði Grindavíkurbæjar. „Við líka vonumst til þess að það gerist ekkert meira hjá okkur,“ bætir hún við og vísar til nýs hættumats Veðurstofunnar. „Ég viðurkenni alveg eftir fréttir dagsins að það er aðeins meiri beygur í dag en í gær við þurfum samt sem áður að vera skynsöm og meðvituð um þessar hættur.“ Ásrún segir frábært að sjá hve vel bygging varnargarða hefur tekist. Um það bil tvær vikur séu í að fyrsta áfanga í byggingu garðanna í kringum Grindavík verði náð. Því fylgi mikil öryggistilfinning. „Þeir eru alveg á fullu og það er mikil breyting dag frá degi,“ segir Ásrún.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira