Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2024 06:43 Samkvæmt Bandaríkjaher er um að ræða 26. árás Húta á skotmörk á Rauða hafi frá því í nóvember. AP/Bandaríski sjóherinn Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. Samkvæmt Associated Press létu uppreisnarmenn Húta, sem njóta stuðnings Íran, til skarar skríða þrátt fyrir fyrirhugaða atkvæðagreiðslu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag, þar sem árásir Húta verða mögulega fordæmdar. Hútar hafa sagt árásunum ætlað að þrýsta á um að Ísrael láti af árásum sínum á Gasa en skotmörk þeirra hafa oft lítil eða engin tengsl við Ísrael. Árásirnar hafa hins vegar stofnað birgðaflutningum um hafsvæðið í hættu og aukið líkurnar á hefndarárásum Bandaríkjamanna á Jemen. Þessar síðustu árásir áttu sér stað skammt frá hafnarborgunum Hodeida og Mokha í Jemen og lýstu skipverjar í nágrenninu því að hafa séð dróna og eldflaugar á lofti. Þá barst hvatning frá herskipum á svæðinu til annarra skipa um að sigla á sem mestum hraða. Samkvæmt Bandaríkjamönnum var um að ræða átján dróna og nokkrar eldflaugar, sem var grandað af vopnum USS Eisenhower, USS Gravely, USS Laboon, USS Mason og HMS Diamond. Hútar, sem hafa haft höfuðborg Jemen á sínu valdi frá 2014, hafa ekki gengist við árásinni en Bandaríkjamenn segja hana þá 26. sem uppreisnarhópurinn gerir á skip á Rauða hafi frá því í nóvember. Jemen Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Bretland Hernaður Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Samkvæmt Associated Press létu uppreisnarmenn Húta, sem njóta stuðnings Íran, til skarar skríða þrátt fyrir fyrirhugaða atkvæðagreiðslu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag, þar sem árásir Húta verða mögulega fordæmdar. Hútar hafa sagt árásunum ætlað að þrýsta á um að Ísrael láti af árásum sínum á Gasa en skotmörk þeirra hafa oft lítil eða engin tengsl við Ísrael. Árásirnar hafa hins vegar stofnað birgðaflutningum um hafsvæðið í hættu og aukið líkurnar á hefndarárásum Bandaríkjamanna á Jemen. Þessar síðustu árásir áttu sér stað skammt frá hafnarborgunum Hodeida og Mokha í Jemen og lýstu skipverjar í nágrenninu því að hafa séð dróna og eldflaugar á lofti. Þá barst hvatning frá herskipum á svæðinu til annarra skipa um að sigla á sem mestum hraða. Samkvæmt Bandaríkjamönnum var um að ræða átján dróna og nokkrar eldflaugar, sem var grandað af vopnum USS Eisenhower, USS Gravely, USS Laboon, USS Mason og HMS Diamond. Hútar, sem hafa haft höfuðborg Jemen á sínu valdi frá 2014, hafa ekki gengist við árásinni en Bandaríkjamenn segja hana þá 26. sem uppreisnarhópurinn gerir á skip á Rauða hafi frá því í nóvember.
Jemen Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Bretland Hernaður Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira