Snýr aftur á golfvöllinn eftir heilaskurðaðgerð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2024 15:00 Gary Woodland fagnar sigrinum á Opna bandaríska meistaramótinu sumarið 2019. getty/Christian Petersen Gary Woodland, sem vann Opna bandaríska meistaramótið 2019, er að snúa aftur á golfvöllinn eftir að hafa gengist undir heilaskurðaðgerð. Æxli fannst í heila Woodlands í maí í fyrra, skömmu eftir Masters-mótið. Æxlið var fjarlægt með aðgerð í september. Síðan hefur hann verið í endurhæfingu. Woodland virðist vera búinn að ná góðum bata því hann ætlar að keppa á Sony Open á Hawaii á morgun. Það er fyrsta mót hans síðan í ágúst í fyrra. „Ég vil ekki að þetta verði ljón í veginum fyrir mig. Ég vil að þetta ræsi ferilinn aftur af stað. Þú getur komist yfir ýmislegt í lífinu. Ekki er allt auðvelt. Þetta kom upp úr þurru en ég læt þetta ekki stöðva mig,“ sagði Woodland. „Þegar öllu er á botninn hvolft er ég hér því ég trúi því að ég hafi fæðst til að gera þetta; spila frábært golf. Ég vil gera það aftur. Ekkert mun stöðva mig. Ég trúi því að góðir hlutir séu handan við hornið.“ Woodland lék á 24 mótum í fyrra og endaði tvisvar sinnum meðal tíu efstu manna. Hans stærsta stund á ferlinum var þegar hann vann Opna bandaríska fyrir fimm árum. Golf Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Æxli fannst í heila Woodlands í maí í fyrra, skömmu eftir Masters-mótið. Æxlið var fjarlægt með aðgerð í september. Síðan hefur hann verið í endurhæfingu. Woodland virðist vera búinn að ná góðum bata því hann ætlar að keppa á Sony Open á Hawaii á morgun. Það er fyrsta mót hans síðan í ágúst í fyrra. „Ég vil ekki að þetta verði ljón í veginum fyrir mig. Ég vil að þetta ræsi ferilinn aftur af stað. Þú getur komist yfir ýmislegt í lífinu. Ekki er allt auðvelt. Þetta kom upp úr þurru en ég læt þetta ekki stöðva mig,“ sagði Woodland. „Þegar öllu er á botninn hvolft er ég hér því ég trúi því að ég hafi fæðst til að gera þetta; spila frábært golf. Ég vil gera það aftur. Ekkert mun stöðva mig. Ég trúi því að góðir hlutir séu handan við hornið.“ Woodland lék á 24 mótum í fyrra og endaði tvisvar sinnum meðal tíu efstu manna. Hans stærsta stund á ferlinum var þegar hann vann Opna bandaríska fyrir fimm árum.
Golf Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira