Ívar: Everage er ekki óánægður og ekki á förum frá Blikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2024 12:32 Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með fréttina um leikmanninn sinn á Vísi í morgun. Vísir/Hulda Margrét Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, er ekki sáttur við umræðu um leikmann hans Everage Richardson í Körfuboltakvöldi Extra í gær og í framhaldinu síðan frétt um þá umræðu inn á Vísi í dag. Í Körfuboltakvöldi Extra í gær kom fram að Everage vildi fara frá Breiðabliki til Hauka en Ívar segir að það sé ekki rétt. „Í fyrsta lagi hefur Everage ekki verið óánægður hjá okkur. Hann hefur aldrei beðið um að fara,“ sagði Ívar Ásgrímsson. „Það er birt fyrirsögn um að hann sé óánægður. Ég næ þessu ekki,“ sagði Ívar sem var ekki sáttur við fréttina á Vísi sem var það fyrsta sem hann frétti af þessari umræðu því Ívar segist ekki horfa á Körfuboltakvöld. „Hann er á samningi hjá Breiðabliki. Haukarnir ræddu við hann og buðu honum hærri laun. Þeir ræddu við samningsbundinn leikmann og reyndu að koma upp óánægju hjá honum með því að reyna að bjóða honum meiri pening,“ sagði Ívar. „Það er þeirra leið til þess að falla ekki. Ekki að gera liðið sitt betra. Þeir treysta hvorki sínum leikmönnum né þjálfara í þessa baráttu sem framundan er,“ sagði Ívar. Haukar og Breiðablik munu berjast um það að falla ekki úr Subway deildinni í vor. „Það er hundrað prósent öruggt. Það er bara barátta á milli þessara tveggja liða. Það var líka ljóst að við myndum falla ef við hefðum tapað á móti Haukum,“ sagði Ívar um mikilvæga leikinn í síðustu umferð. Everage var frábær þegar Blikarnir unnu Hauka og héldu sér á lífi í fallbaráttunni. Ívar segir að Breiðablik hafi staðið við allt sitt gagnvart leikmanninum. „Everage er atvinnumaður og hann leggur sig fram. Ég held að það hafi allir séð það í leiknum. Hann hefur alltaf fengið greitt ,“ sagði Ívar. „Þetta er bara leið Hauka að veikja okkur. Þeir sjá að við erum á uppleið en þeir á niðurleið,“ sagði Ívar. „Ég vildi að ég væri að reyna að fella eitthvað annað lið en Hauka. Ég vil ekki að Haukar fari niður en ég er þjálfari Breiðabliks og geri allt til þess að mitt lið verði uppi,“ sagði Ívar. Ívar veit ekki hvað Breiðablik geti gert í þessu máli. „Þeir segja að Everage hafi haft samband við þá í sumar og það sé þeirra afsökun. Það er allt annað hvort menn skipti á sumri eða skipti í febrúar þegar þeir eru í baráttu við okkur,“ sagði Ívar. „Þarna er verið að ræða við mann sem er á samning. Þarna er lið í órétti að það er ljóst að það er mikill skjálfti á Ásvöllum,“ sagði Ívar. Subway-deild karla Breiðablik Haukar Tengdar fréttir Everage Richardson sagður vilja komast frá Breiðabliki til Hauka Framtíð körfuboltamannsins Everage Lee Richardson var til umræðu í gær í þættinum Subway Körfuboltakvöldi Extra en heimildarmenn þáttarins segja að þessi öflugi leikmaður vilji losna úr Smáranum. 10. janúar 2024 09:31 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Breiðablik 86-95 | Mikilvægur sigur gestanna Breiðablik vann afar mikilvægan níu stiga sigur er liðið heimsótti Hauka í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 86-95. 4. janúar 2024 21:04 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Í Körfuboltakvöldi Extra í gær kom fram að Everage vildi fara frá Breiðabliki til Hauka en Ívar segir að það sé ekki rétt. „Í fyrsta lagi hefur Everage ekki verið óánægður hjá okkur. Hann hefur aldrei beðið um að fara,“ sagði Ívar Ásgrímsson. „Það er birt fyrirsögn um að hann sé óánægður. Ég næ þessu ekki,“ sagði Ívar sem var ekki sáttur við fréttina á Vísi sem var það fyrsta sem hann frétti af þessari umræðu því Ívar segist ekki horfa á Körfuboltakvöld. „Hann er á samningi hjá Breiðabliki. Haukarnir ræddu við hann og buðu honum hærri laun. Þeir ræddu við samningsbundinn leikmann og reyndu að koma upp óánægju hjá honum með því að reyna að bjóða honum meiri pening,“ sagði Ívar. „Það er þeirra leið til þess að falla ekki. Ekki að gera liðið sitt betra. Þeir treysta hvorki sínum leikmönnum né þjálfara í þessa baráttu sem framundan er,“ sagði Ívar. Haukar og Breiðablik munu berjast um það að falla ekki úr Subway deildinni í vor. „Það er hundrað prósent öruggt. Það er bara barátta á milli þessara tveggja liða. Það var líka ljóst að við myndum falla ef við hefðum tapað á móti Haukum,“ sagði Ívar um mikilvæga leikinn í síðustu umferð. Everage var frábær þegar Blikarnir unnu Hauka og héldu sér á lífi í fallbaráttunni. Ívar segir að Breiðablik hafi staðið við allt sitt gagnvart leikmanninum. „Everage er atvinnumaður og hann leggur sig fram. Ég held að það hafi allir séð það í leiknum. Hann hefur alltaf fengið greitt ,“ sagði Ívar. „Þetta er bara leið Hauka að veikja okkur. Þeir sjá að við erum á uppleið en þeir á niðurleið,“ sagði Ívar. „Ég vildi að ég væri að reyna að fella eitthvað annað lið en Hauka. Ég vil ekki að Haukar fari niður en ég er þjálfari Breiðabliks og geri allt til þess að mitt lið verði uppi,“ sagði Ívar. Ívar veit ekki hvað Breiðablik geti gert í þessu máli. „Þeir segja að Everage hafi haft samband við þá í sumar og það sé þeirra afsökun. Það er allt annað hvort menn skipti á sumri eða skipti í febrúar þegar þeir eru í baráttu við okkur,“ sagði Ívar. „Þarna er verið að ræða við mann sem er á samning. Þarna er lið í órétti að það er ljóst að það er mikill skjálfti á Ásvöllum,“ sagði Ívar.
Subway-deild karla Breiðablik Haukar Tengdar fréttir Everage Richardson sagður vilja komast frá Breiðabliki til Hauka Framtíð körfuboltamannsins Everage Lee Richardson var til umræðu í gær í þættinum Subway Körfuboltakvöldi Extra en heimildarmenn þáttarins segja að þessi öflugi leikmaður vilji losna úr Smáranum. 10. janúar 2024 09:31 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Breiðablik 86-95 | Mikilvægur sigur gestanna Breiðablik vann afar mikilvægan níu stiga sigur er liðið heimsótti Hauka í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 86-95. 4. janúar 2024 21:04 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Everage Richardson sagður vilja komast frá Breiðabliki til Hauka Framtíð körfuboltamannsins Everage Lee Richardson var til umræðu í gær í þættinum Subway Körfuboltakvöldi Extra en heimildarmenn þáttarins segja að þessi öflugi leikmaður vilji losna úr Smáranum. 10. janúar 2024 09:31
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Breiðablik 86-95 | Mikilvægur sigur gestanna Breiðablik vann afar mikilvægan níu stiga sigur er liðið heimsótti Hauka í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 86-95. 4. janúar 2024 21:04