Handbolti

Spá­líkan telur líkur á ís­lensku gulli á EM: „Mögu­­leikinn er til staðar“

Aron Guðmundsson skrifar
Strákarnir okkar hefja leik á Evrópumótinu í handbolta á föstudaginn kemur. Spálíkan á vegum Peter O'Donog­hue hjá Háskóla Íslands hefur rýnt í stöðu liðana, keyrt leiki mótsins í gegn eitt hundrað þúsund sinnum og gefið út líkurnar á því að lið endi í tilteknum sætum.
Strákarnir okkar hefja leik á Evrópumótinu í handbolta á föstudaginn kemur. Spálíkan á vegum Peter O'Donog­hue hjá Háskóla Íslands hefur rýnt í stöðu liðana, keyrt leiki mótsins í gegn eitt hundrað þúsund sinnum og gefið út líkurnar á því að lið endi í tilteknum sætum. Vísir/Vilhelm

Lík­legast þykir að Ís­land endi í sjöunda til tólfta sæti á Evrópu­mótinu í hand­bolta þetta árið. Þetta leiða niður­stöður spá­líkans Peter O'Donog­hue, prófessors við Há­skólann í Reykja­vík í ljós. Líkurnar á því að liðið standi uppi sem Evrópu­meistari eru taldar afar litlar en mögu­leikinn er þó til staðar.

Peter er prófessor við í­þrótta­fræði­deild HR. Hann setti saman spá­líkan fyrir Evrópu­mótið í handbolta þar sem meðal annars var tekið var til­lit til styrk­leika liðanna sem á mótinu keppa, fyrrum árangurs og úr­slita á stór­mótum og stöðu liðanna á heims­listanum. Þá er hið ó­vænta einnig tekið með í myndina.

„Fyrst af öllu vildum við sjá til þess að eitt­hvað væri að marka það sem við værum að gera. Að þetta liti ekki þannig út að við værum bara að kasta teningi. Við vildum að þetta spá­líkan tæki mið af því sem hefur verið að eiga sér stað í hand­bolta­heiminum. Það gerðum við með því að skoða úr­slitin á síðustu stór­mótum, bæði í Evrópu sem og á heims­vísu. Þar tókum við mið af úr­slitum leikja sem og stöðu liðanna á heims­listanum.“

Peter O'Donog­hue, prófessor við íþróttafræðideild Háskólans í ReykjavíkMynd: Háskólinn í Reykjavík

„Einnig finnst mér mikil­vægt að nefna það að við horfðum einnig sér­stak­lega til þeirra leikja þar sem ó­vænt úr­slit hafa átt sér stað. Til að mynda þegar að lið vinna suma leiki ekki eins stórt og ætlast var til. Það sem að hefur verið að gerast í hand­bolta­leikjum þessara liða á EM, sem og það sem hefur gerst í sögu­legu til­liti, hefur verið tekið til greina við upp­byggingu þessa spá­líkans.“

Og í gegnum um­rætt spá­líkan voru komandi leikir á Evrópu­mótinu í hand­bolta keyrðir eitt hundrað þúsund sinnum.

„Í ein­hverjum til­fellum áttu sér stað ó­vænt úr­slit en með því að gera þetta eitt hundrað þúsund sinnum teljum við okkur hafa fengið mjög stöðugar niður­stöður er varðar lík­legustu út­komu mótsins.“

Spáði rétt fyrir um sæti Íslands á HM

Peter keyrði leiki heims­meistara­mótsins árið 2023 einnig í gegnum svipað spá­líkan fyrir mót og var þá talið lík­legast að Ís­land myndi enda í 12. sæti. Það varð raunin.

Þrátt fyrir þá niður­stöðu setur Pétur hefur smá fyrirvara á spálíkaninu, sem byggir að miklu leyti á heimslistanum, styrkleikaröðun sem nær aftur til apríl í fyrra."

„Það hefur margt átt sér stað síðan þá og því er ég ekkert allt of bjart­sýnn á að ég muni hafa rétt fyrir mér í þessum efnum. Ég vona að Ís­landi muni ganga mun betur en spá­líkanið telur lík­legt að verði niður­staðan.“

Það er vonandi að þeir rúmlega fjögur þúsund Íslendingar sem verða á pöllunum í Þýskalandi muni hafi ríka ástæðu til að fagna. VÍSIR/VILHELM

En hverjir eru lykil­þættirnir sem teknir eru til greina við upp­byggingu þessa spá­líkans? Hvaða þættir metur það?

„Aðal þátturinn eru gæði hvers liðs fyrir sig. Við mat á þessu var meðal annars stuðst við gögn úr grunni Ívars Jónssonar sem hefur sett saman heimslista á vefsíðunni handballranking.com. Hann útskrifaðist í tölvunarfræði frá HÍ. Styrkleikalistinn fylgir svokölluðu ELO kerfi, sem er mikið notað í skákheiminum. Mjög þróað kerfi í styrkleikaröðun"

Við horfðum ekki mikið í þætti eins og hvíldar­daga sem hvert lið fær á milli leikja á meðan á mótinu stendur. Það er okkar mat að þessi þáttur muni ekki hafa mikil á­hrif á frammi­stöðu liðanna á mótinu.“

Auð­vitað koma upp þættir á meðan á mótinu stendur sem spá­líkanið tekur ekki með í myndina. Svo­kallaðir ó­vissu­þættir á borð við leik­bönn, meiðsli lykil­manna, heima­vallar­for­skot eða dómaramis­tök svo eitt­hvað sé nefnt.

„Hvað þessa þætti varðar myndi ég hins vegar benda á að þeir eru lík­legir til þess að hafa átt sér stað í leikjum undan­farinna ára og því mætti segja að þeir séu ó­beint teknir til greina í niður­stöðum þessa spá­líkans. 

Þetta eru hins vegar ekki eins stór þáttur og við metum gæði hvers liðs fyrir sig, en þó þættir sem geta haft á­hrif á frammi­stöðu liða í til­teknum leikjum og þess valdandi að í ein­hverjum út­reikningum spá­líkansins má finna ó­vænt úr­slit.“

Stóð tólf sinnum uppi sem Evrópumeistari

En hvernig kemur ís­lenska lands­liðið út úr þessum eitt hundrað niður­stöðum spá­líkansins?

„Líkurnar á því að liðið endi í einu af sex efstu sætum mótsins eru um níu prósent. Það er lík­legast að liðið endi ein­hvers staðar á bilinu sjöunda til tólfta sæti, um 74 prósent líkur.“

Líkur Íslands á mótinu eru þessar samkvæmt spálíkani Peters. Mestar líkur eru taldar á því að liðið endi á bilinu 7. til 12. sæti eða 73,6%. Þá telur spálíkanið um 0,012% líkur á að liðið standi uppi sem Evrópumeistari.Mynd: HR

„Lykil­leikur fyrir liðið í riðla­keppninni er gegn Ung­verja­landi. Ef Ís­land vinnur leik sinn gegn Ung­verja­landi fara líkur liðsins á því að enda í einu af sex sætum mótsins úr níu prósentum upp í ellefu. Ef liðið tapar þeim leik hins vegar fara líkurnar niður í fjögur prósent.“

Og í tólf skipti af eitt hundrað þúsund, því sem nemur um 0,012 prósentum, er niður­staða spá­líkansins sú að Ís­land standi uppi sem Evrópu­meistari.

Þannig þú ert að segja mér að mögu­leikinn sé til staðar?

„Mögu­leikinn er til staðar. Spá­líkanið er byggt á því sem á sér stað í hand­bolta­leikjum. Ef velur eina niður­stöðu af þessum eitt hundrað þúsundum þá gæti það verið niður­staðan þar sem Ís­land stendur uppi sem Evrópu­meistari. Þannig að já, mögu­leikinn á því að Ís­land verði Evrópu­meistari er til staðar.

Þá get ég einnig sagt þér, út frá þessum eitt hundrað þúsund niður­stöðum spá­líkansins, að líkurnar á því að Ís­land endi í síðasta sæti mótsins eru engar.“

Hér má sjá hversu oft hvert lið endaði í hvaða sæti samkvæmt spálíkaninuMynd: HR

Danir langlíklegastir

Og ef rýnt er meira í gögnin má sjá að spá­líkanið telur danska lands­liðið standa öðrum liðum frama, það er talið lík­legasta liðið til þess að hampa Evrópu­meistara­titlinum í lok móts.

„Niður­stöður spá­líkansins varpa ljósi á nokkur lið sem verða að teljast mun lík­legri en önnur til þess að verða Evrópu­meistari. Danir stóðu uppi sem Evrópu­meistarar í fimm­tíu og eitt prósent til­vika í niður­stöðum spá­líkansins.“

Danir eru með ógnarsterkt lið. Stórstjarnan Mikkel Hansen gæti verið að spila á sínu síðasta Evrópumóti.

„Ef við lítum á þær niður­stöður þar sem danska lands­liðið stóð ekki uppi sem sigur­vegari þá sjáum við jafn­framt að þar er liðið ekki endi­lega að enda í 2. sæti og í ein­hverjum til­vikum eru Danir ekki á meðal efstu sex liða mótsins. Líkur danska lands­liðsins á að enda í einu af sex sætum mótsins eru hins vegar, að mati spá­líkansins, taldar um 99 prósent.“

Dan­mörk, Frakk­land og Spánn. Eru talin lík­legust til af­reka á mótinu. Ef við bætum við Frakk­landi og Spáni við líkur Dan­merkur, þá er það í um 91 prósent til­vika sem eitt­hvað af þessum liðum stendur uppi sem Evrópu­meistari. Þar á eftir kemur lið Sví­þjóðar með fjögur prósent sigur­líkur.

Og þá eru um fimm prósent líkur á því að eitt­hvað lið, utan þeirra sem talin eru topp fjögur lið mótsins, standi uppi sem Evrópu­meistari. Það er ekki ó­veru­legur munur.

Evrópumótið 2024 er fyrsta stórmót Íslands undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar.vísir/Sigurjón

„Vona að Íslandi gangi betur“

Peter vonar að ís­lenska lands­liðinu muni ganga mun betur en spá­líkanið telur vera lík­legustu niður­stöðuna.

„Það sem ég myndi vilja segja um niður­stöður spá­líkansins, sem við vorum með fyrir síðasta stór­mót, er að já tólfta sætið var lík­legasta niður­staðan en að­eins níu prósent af þeim hundrað þúsund skiptum sem spá­líkanið tók á spáðu því að tólfta sætið yrði niður­staðan hjá liðinu á HM.

Um 50 prósent til­vika var árangurinn betri árangri og um 42 prósent sem töldu að árangurinn yrði slakari. Í ár telur spá­líkanið mestar líkur á því að liðið muni enda í níunda sæti. Þar eru líkurnar um 17 prósent. Það mætti því orða það þannig, jafn­vel þó Ís­land muni enda í níunda sæti á EM, að ég muni hafa rangt fyrir mér í 83 prósent til­vika,“ segir Peter og hlær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×