Spálíkan telur líkur á íslensku gulli á EM: „Möguleikinn er til staðar“ Aron Guðmundsson skrifar 11. janúar 2024 08:31 Strákarnir okkar hefja leik á Evrópumótinu í handbolta á föstudaginn kemur. Spálíkan á vegum Peter O'Donoghue hjá Háskóla Íslands hefur rýnt í stöðu liðana, keyrt leiki mótsins í gegn eitt hundrað þúsund sinnum og gefið út líkurnar á því að lið endi í tilteknum sætum. Vísir/Vilhelm Líklegast þykir að Ísland endi í sjöunda til tólfta sæti á Evrópumótinu í handbolta þetta árið. Þetta leiða niðurstöður spálíkans Peter O'Donoghue, prófessors við Háskólann í Reykjavík í ljós. Líkurnar á því að liðið standi uppi sem Evrópumeistari eru taldar afar litlar en möguleikinn er þó til staðar. Peter er prófessor við íþróttafræðideild HR. Hann setti saman spálíkan fyrir Evrópumótið í handbolta þar sem meðal annars var tekið var tillit til styrkleika liðanna sem á mótinu keppa, fyrrum árangurs og úrslita á stórmótum og stöðu liðanna á heimslistanum. Þá er hið óvænta einnig tekið með í myndina. „Fyrst af öllu vildum við sjá til þess að eitthvað væri að marka það sem við værum að gera. Að þetta liti ekki þannig út að við værum bara að kasta teningi. Við vildum að þetta spálíkan tæki mið af því sem hefur verið að eiga sér stað í handboltaheiminum. Það gerðum við með því að skoða úrslitin á síðustu stórmótum, bæði í Evrópu sem og á heimsvísu. Þar tókum við mið af úrslitum leikja sem og stöðu liðanna á heimslistanum.“ Peter O'Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild Háskólans í ReykjavíkMynd: Háskólinn í Reykjavík „Einnig finnst mér mikilvægt að nefna það að við horfðum einnig sérstaklega til þeirra leikja þar sem óvænt úrslit hafa átt sér stað. Til að mynda þegar að lið vinna suma leiki ekki eins stórt og ætlast var til. Það sem að hefur verið að gerast í handboltaleikjum þessara liða á EM, sem og það sem hefur gerst í sögulegu tilliti, hefur verið tekið til greina við uppbyggingu þessa spálíkans.“ Og í gegnum umrætt spálíkan voru komandi leikir á Evrópumótinu í handbolta keyrðir eitt hundrað þúsund sinnum. „Í einhverjum tilfellum áttu sér stað óvænt úrslit en með því að gera þetta eitt hundrað þúsund sinnum teljum við okkur hafa fengið mjög stöðugar niðurstöður er varðar líklegustu útkomu mótsins.“ Spáði rétt fyrir um sæti Íslands á HM Peter keyrði leiki heimsmeistaramótsins árið 2023 einnig í gegnum svipað spálíkan fyrir mót og var þá talið líklegast að Ísland myndi enda í 12. sæti. Það varð raunin. Þrátt fyrir þá niðurstöðu setur Pétur hefur smá fyrirvara á spálíkaninu, sem byggir að miklu leyti á heimslistanum, styrkleikaröðun sem nær aftur til apríl í fyrra." „Það hefur margt átt sér stað síðan þá og því er ég ekkert allt of bjartsýnn á að ég muni hafa rétt fyrir mér í þessum efnum. Ég vona að Íslandi muni ganga mun betur en spálíkanið telur líklegt að verði niðurstaðan.“ Það er vonandi að þeir rúmlega fjögur þúsund Íslendingar sem verða á pöllunum í Þýskalandi muni hafi ríka ástæðu til að fagna. VÍSIR/VILHELM En hverjir eru lykilþættirnir sem teknir eru til greina við uppbyggingu þessa spálíkans? Hvaða þættir metur það? „Aðal þátturinn eru gæði hvers liðs fyrir sig. Við mat á þessu var meðal annars stuðst við gögn úr grunni Ívars Jónssonar sem hefur sett saman heimslista á vefsíðunni handballranking.com. Hann útskrifaðist í tölvunarfræði frá HÍ. Styrkleikalistinn fylgir svokölluðu ELO kerfi, sem er mikið notað í skákheiminum. Mjög þróað kerfi í styrkleikaröðun" Við horfðum ekki mikið í þætti eins og hvíldardaga sem hvert lið fær á milli leikja á meðan á mótinu stendur. Það er okkar mat að þessi þáttur muni ekki hafa mikil áhrif á frammistöðu liðanna á mótinu.“ Auðvitað koma upp þættir á meðan á mótinu stendur sem spálíkanið tekur ekki með í myndina. Svokallaðir óvissuþættir á borð við leikbönn, meiðsli lykilmanna, heimavallarforskot eða dómaramistök svo eitthvað sé nefnt. „Hvað þessa þætti varðar myndi ég hins vegar benda á að þeir eru líklegir til þess að hafa átt sér stað í leikjum undanfarinna ára og því mætti segja að þeir séu óbeint teknir til greina í niðurstöðum þessa spálíkans. Þetta eru hins vegar ekki eins stór þáttur og við metum gæði hvers liðs fyrir sig, en þó þættir sem geta haft áhrif á frammistöðu liða í tilteknum leikjum og þess valdandi að í einhverjum útreikningum spálíkansins má finna óvænt úrslit.“ Stóð tólf sinnum uppi sem Evrópumeistari En hvernig kemur íslenska landsliðið út úr þessum eitt hundrað niðurstöðum spálíkansins? „Líkurnar á því að liðið endi í einu af sex efstu sætum mótsins eru um níu prósent. Það er líklegast að liðið endi einhvers staðar á bilinu sjöunda til tólfta sæti, um 74 prósent líkur.“ Líkur Íslands á mótinu eru þessar samkvæmt spálíkani Peters. Mestar líkur eru taldar á því að liðið endi á bilinu 7. til 12. sæti eða 73,6%. Þá telur spálíkanið um 0,012% líkur á að liðið standi uppi sem Evrópumeistari.Mynd: HR „Lykilleikur fyrir liðið í riðlakeppninni er gegn Ungverjalandi. Ef Ísland vinnur leik sinn gegn Ungverjalandi fara líkur liðsins á því að enda í einu af sex sætum mótsins úr níu prósentum upp í ellefu. Ef liðið tapar þeim leik hins vegar fara líkurnar niður í fjögur prósent.“ Og í tólf skipti af eitt hundrað þúsund, því sem nemur um 0,012 prósentum, er niðurstaða spálíkansins sú að Ísland standi uppi sem Evrópumeistari. Þannig þú ert að segja mér að möguleikinn sé til staðar? „Möguleikinn er til staðar. Spálíkanið er byggt á því sem á sér stað í handboltaleikjum. Ef velur eina niðurstöðu af þessum eitt hundrað þúsundum þá gæti það verið niðurstaðan þar sem Ísland stendur uppi sem Evrópumeistari. Þannig að já, möguleikinn á því að Ísland verði Evrópumeistari er til staðar. Þá get ég einnig sagt þér, út frá þessum eitt hundrað þúsund niðurstöðum spálíkansins, að líkurnar á því að Ísland endi í síðasta sæti mótsins eru engar.“ Hér má sjá hversu oft hvert lið endaði í hvaða sæti samkvæmt spálíkaninuMynd: HR Danir langlíklegastir Og ef rýnt er meira í gögnin má sjá að spálíkanið telur danska landsliðið standa öðrum liðum frama, það er talið líklegasta liðið til þess að hampa Evrópumeistaratitlinum í lok móts. „Niðurstöður spálíkansins varpa ljósi á nokkur lið sem verða að teljast mun líklegri en önnur til þess að verða Evrópumeistari. Danir stóðu uppi sem Evrópumeistarar í fimmtíu og eitt prósent tilvika í niðurstöðum spálíkansins.“ Danir eru með ógnarsterkt lið. Stórstjarnan Mikkel Hansen gæti verið að spila á sínu síðasta Evrópumóti. „Ef við lítum á þær niðurstöður þar sem danska landsliðið stóð ekki uppi sem sigurvegari þá sjáum við jafnframt að þar er liðið ekki endilega að enda í 2. sæti og í einhverjum tilvikum eru Danir ekki á meðal efstu sex liða mótsins. Líkur danska landsliðsins á að enda í einu af sex sætum mótsins eru hins vegar, að mati spálíkansins, taldar um 99 prósent.“ Danmörk, Frakkland og Spánn. Eru talin líklegust til afreka á mótinu. Ef við bætum við Frakklandi og Spáni við líkur Danmerkur, þá er það í um 91 prósent tilvika sem eitthvað af þessum liðum stendur uppi sem Evrópumeistari. Þar á eftir kemur lið Svíþjóðar með fjögur prósent sigurlíkur. Og þá eru um fimm prósent líkur á því að eitthvað lið, utan þeirra sem talin eru topp fjögur lið mótsins, standi uppi sem Evrópumeistari. Það er ekki óverulegur munur. Evrópumótið 2024 er fyrsta stórmót Íslands undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar.vísir/Sigurjón „Vona að Íslandi gangi betur“ Peter vonar að íslenska landsliðinu muni ganga mun betur en spálíkanið telur vera líklegustu niðurstöðuna. „Það sem ég myndi vilja segja um niðurstöður spálíkansins, sem við vorum með fyrir síðasta stórmót, er að já tólfta sætið var líklegasta niðurstaðan en aðeins níu prósent af þeim hundrað þúsund skiptum sem spálíkanið tók á spáðu því að tólfta sætið yrði niðurstaðan hjá liðinu á HM. Um 50 prósent tilvika var árangurinn betri árangri og um 42 prósent sem töldu að árangurinn yrði slakari. Í ár telur spálíkanið mestar líkur á því að liðið muni enda í níunda sæti. Þar eru líkurnar um 17 prósent. Það mætti því orða það þannig, jafnvel þó Ísland muni enda í níunda sæti á EM, að ég muni hafa rangt fyrir mér í 83 prósent tilvika,“ segir Peter og hlær. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Peter er prófessor við íþróttafræðideild HR. Hann setti saman spálíkan fyrir Evrópumótið í handbolta þar sem meðal annars var tekið var tillit til styrkleika liðanna sem á mótinu keppa, fyrrum árangurs og úrslita á stórmótum og stöðu liðanna á heimslistanum. Þá er hið óvænta einnig tekið með í myndina. „Fyrst af öllu vildum við sjá til þess að eitthvað væri að marka það sem við værum að gera. Að þetta liti ekki þannig út að við værum bara að kasta teningi. Við vildum að þetta spálíkan tæki mið af því sem hefur verið að eiga sér stað í handboltaheiminum. Það gerðum við með því að skoða úrslitin á síðustu stórmótum, bæði í Evrópu sem og á heimsvísu. Þar tókum við mið af úrslitum leikja sem og stöðu liðanna á heimslistanum.“ Peter O'Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild Háskólans í ReykjavíkMynd: Háskólinn í Reykjavík „Einnig finnst mér mikilvægt að nefna það að við horfðum einnig sérstaklega til þeirra leikja þar sem óvænt úrslit hafa átt sér stað. Til að mynda þegar að lið vinna suma leiki ekki eins stórt og ætlast var til. Það sem að hefur verið að gerast í handboltaleikjum þessara liða á EM, sem og það sem hefur gerst í sögulegu tilliti, hefur verið tekið til greina við uppbyggingu þessa spálíkans.“ Og í gegnum umrætt spálíkan voru komandi leikir á Evrópumótinu í handbolta keyrðir eitt hundrað þúsund sinnum. „Í einhverjum tilfellum áttu sér stað óvænt úrslit en með því að gera þetta eitt hundrað þúsund sinnum teljum við okkur hafa fengið mjög stöðugar niðurstöður er varðar líklegustu útkomu mótsins.“ Spáði rétt fyrir um sæti Íslands á HM Peter keyrði leiki heimsmeistaramótsins árið 2023 einnig í gegnum svipað spálíkan fyrir mót og var þá talið líklegast að Ísland myndi enda í 12. sæti. Það varð raunin. Þrátt fyrir þá niðurstöðu setur Pétur hefur smá fyrirvara á spálíkaninu, sem byggir að miklu leyti á heimslistanum, styrkleikaröðun sem nær aftur til apríl í fyrra." „Það hefur margt átt sér stað síðan þá og því er ég ekkert allt of bjartsýnn á að ég muni hafa rétt fyrir mér í þessum efnum. Ég vona að Íslandi muni ganga mun betur en spálíkanið telur líklegt að verði niðurstaðan.“ Það er vonandi að þeir rúmlega fjögur þúsund Íslendingar sem verða á pöllunum í Þýskalandi muni hafi ríka ástæðu til að fagna. VÍSIR/VILHELM En hverjir eru lykilþættirnir sem teknir eru til greina við uppbyggingu þessa spálíkans? Hvaða þættir metur það? „Aðal þátturinn eru gæði hvers liðs fyrir sig. Við mat á þessu var meðal annars stuðst við gögn úr grunni Ívars Jónssonar sem hefur sett saman heimslista á vefsíðunni handballranking.com. Hann útskrifaðist í tölvunarfræði frá HÍ. Styrkleikalistinn fylgir svokölluðu ELO kerfi, sem er mikið notað í skákheiminum. Mjög þróað kerfi í styrkleikaröðun" Við horfðum ekki mikið í þætti eins og hvíldardaga sem hvert lið fær á milli leikja á meðan á mótinu stendur. Það er okkar mat að þessi þáttur muni ekki hafa mikil áhrif á frammistöðu liðanna á mótinu.“ Auðvitað koma upp þættir á meðan á mótinu stendur sem spálíkanið tekur ekki með í myndina. Svokallaðir óvissuþættir á borð við leikbönn, meiðsli lykilmanna, heimavallarforskot eða dómaramistök svo eitthvað sé nefnt. „Hvað þessa þætti varðar myndi ég hins vegar benda á að þeir eru líklegir til þess að hafa átt sér stað í leikjum undanfarinna ára og því mætti segja að þeir séu óbeint teknir til greina í niðurstöðum þessa spálíkans. Þetta eru hins vegar ekki eins stór þáttur og við metum gæði hvers liðs fyrir sig, en þó þættir sem geta haft áhrif á frammistöðu liða í tilteknum leikjum og þess valdandi að í einhverjum útreikningum spálíkansins má finna óvænt úrslit.“ Stóð tólf sinnum uppi sem Evrópumeistari En hvernig kemur íslenska landsliðið út úr þessum eitt hundrað niðurstöðum spálíkansins? „Líkurnar á því að liðið endi í einu af sex efstu sætum mótsins eru um níu prósent. Það er líklegast að liðið endi einhvers staðar á bilinu sjöunda til tólfta sæti, um 74 prósent líkur.“ Líkur Íslands á mótinu eru þessar samkvæmt spálíkani Peters. Mestar líkur eru taldar á því að liðið endi á bilinu 7. til 12. sæti eða 73,6%. Þá telur spálíkanið um 0,012% líkur á að liðið standi uppi sem Evrópumeistari.Mynd: HR „Lykilleikur fyrir liðið í riðlakeppninni er gegn Ungverjalandi. Ef Ísland vinnur leik sinn gegn Ungverjalandi fara líkur liðsins á því að enda í einu af sex sætum mótsins úr níu prósentum upp í ellefu. Ef liðið tapar þeim leik hins vegar fara líkurnar niður í fjögur prósent.“ Og í tólf skipti af eitt hundrað þúsund, því sem nemur um 0,012 prósentum, er niðurstaða spálíkansins sú að Ísland standi uppi sem Evrópumeistari. Þannig þú ert að segja mér að möguleikinn sé til staðar? „Möguleikinn er til staðar. Spálíkanið er byggt á því sem á sér stað í handboltaleikjum. Ef velur eina niðurstöðu af þessum eitt hundrað þúsundum þá gæti það verið niðurstaðan þar sem Ísland stendur uppi sem Evrópumeistari. Þannig að já, möguleikinn á því að Ísland verði Evrópumeistari er til staðar. Þá get ég einnig sagt þér, út frá þessum eitt hundrað þúsund niðurstöðum spálíkansins, að líkurnar á því að Ísland endi í síðasta sæti mótsins eru engar.“ Hér má sjá hversu oft hvert lið endaði í hvaða sæti samkvæmt spálíkaninuMynd: HR Danir langlíklegastir Og ef rýnt er meira í gögnin má sjá að spálíkanið telur danska landsliðið standa öðrum liðum frama, það er talið líklegasta liðið til þess að hampa Evrópumeistaratitlinum í lok móts. „Niðurstöður spálíkansins varpa ljósi á nokkur lið sem verða að teljast mun líklegri en önnur til þess að verða Evrópumeistari. Danir stóðu uppi sem Evrópumeistarar í fimmtíu og eitt prósent tilvika í niðurstöðum spálíkansins.“ Danir eru með ógnarsterkt lið. Stórstjarnan Mikkel Hansen gæti verið að spila á sínu síðasta Evrópumóti. „Ef við lítum á þær niðurstöður þar sem danska landsliðið stóð ekki uppi sem sigurvegari þá sjáum við jafnframt að þar er liðið ekki endilega að enda í 2. sæti og í einhverjum tilvikum eru Danir ekki á meðal efstu sex liða mótsins. Líkur danska landsliðsins á að enda í einu af sex sætum mótsins eru hins vegar, að mati spálíkansins, taldar um 99 prósent.“ Danmörk, Frakkland og Spánn. Eru talin líklegust til afreka á mótinu. Ef við bætum við Frakklandi og Spáni við líkur Danmerkur, þá er það í um 91 prósent tilvika sem eitthvað af þessum liðum stendur uppi sem Evrópumeistari. Þar á eftir kemur lið Svíþjóðar með fjögur prósent sigurlíkur. Og þá eru um fimm prósent líkur á því að eitthvað lið, utan þeirra sem talin eru topp fjögur lið mótsins, standi uppi sem Evrópumeistari. Það er ekki óverulegur munur. Evrópumótið 2024 er fyrsta stórmót Íslands undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar.vísir/Sigurjón „Vona að Íslandi gangi betur“ Peter vonar að íslenska landsliðinu muni ganga mun betur en spálíkanið telur vera líklegustu niðurstöðuna. „Það sem ég myndi vilja segja um niðurstöður spálíkansins, sem við vorum með fyrir síðasta stórmót, er að já tólfta sætið var líklegasta niðurstaðan en aðeins níu prósent af þeim hundrað þúsund skiptum sem spálíkanið tók á spáðu því að tólfta sætið yrði niðurstaðan hjá liðinu á HM. Um 50 prósent tilvika var árangurinn betri árangri og um 42 prósent sem töldu að árangurinn yrði slakari. Í ár telur spálíkanið mestar líkur á því að liðið muni enda í níunda sæti. Þar eru líkurnar um 17 prósent. Það mætti því orða það þannig, jafnvel þó Ísland muni enda í níunda sæti á EM, að ég muni hafa rangt fyrir mér í 83 prósent tilvika,“ segir Peter og hlær.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira