Breytt pokastefna Sorpu umdeild: „Þetta er rugl“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. janúar 2024 21:31 Fólk hefur ýmsar skoðanir á breyttri pokastefnu hjá Sorpu. samsett/vísir Formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl segir breytta pokastefnu hjá Sorpu kalla á sérstakar bílferðir og finnst miður að þróunin sé á þá leið að skerða þjónustu í nærumhverfinu. Viðmælendur fréttastofu segjast flestir óánægðir með breytingarnar Í gær var fjallað um það á Vísi að frá og með deginum í dag yrði dreifingu á bréfpokum undir lífrænt sorp hætt í verslunum. Áfram sé þó hægt að sækja bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvar Sorpu og í verslun Góða hirðisins. Ákvörðunin virðist umdeild ef marka má athugasemdir undir frétt Vísis á Facebook og hóta nokkrir því að hætta að flokka matarleifar. Þeir ætli ekki að leggja á sig ferð út á Sorpu. Fólk muni venjast breytingunum Þeir sem fréttastofa ræddi við í dag höfðu ýmsar skoðanir á málinu. „Ég hefði nú viljað hafa þá í Bónus eða Krónunni, það auðveldar manni og ég hef nú grun um að nokkrir muni svíkja lit,“ segir Sigurður. Og flokki þá síður? „Já ég er hræddur um það,“ segir hann. „Nei það held ég ekki,“ sagði Vilhjálmur og bætir því við að fólk muni venjast þessum breytingum eins og öðrum. Vilhjálmur heldur að fólk venjist þessum breytingum eins og öðrum og að þær verði ekki til þess að draga úr flokkun.skjáskot/stöð 2 „Rugl“ „Það eru ekkert allir sem eru á bílum, þetta er mjög óhentugt fyrir þá sem eru ekki á bílum,“ segir Helga Níelsen. „Ég efast um að fólk muni nenna því að fara upp á Sorpu og ná í þetta, held að þetta muni bara gleymast,“ segir Inga Lilja. „Það var mjög hentugt þegar þetta var hérna inni í búðunum, en þetta er rugl,“ segir Helga og bætir við að hún haldi að fólk muni gefast upp á fyrirkomulaginu og draga úr flokkun. Helga segir breytingarnar algjört rugl. Þær komi sér sérstaklega illa fyrir þá sem eru alla jafna ekki á bíl.skjáskot/stöð 2 Reiða sig á nærumhverfið Formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl segir ákvörðunina allt annað en jákvæða enda reiði þeir, sem ekki nota bíl, sig á þjónustu í nærumhverfinu. „Auðvitað hefur maður áhyggjur af því að ef aðgengi er skert þá flokki fólk minna, sem fer gegn stefnu stjórnvalda. Þannig hægri höndin er ekki í takt við þá vinstri,“ segir Sindri Freyr Ágústsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Hann skorar á forsvarsmenn Sorpu að falla frá þessum breytingum. „Og vil hvetja til þess að ekki bara verði pokarnir aðgengilegir í matvöruverslunum heldur líka að hægt verði að skila flöskum og dósum í matvöruverslanir. Þannig er staðan á öllum hinum Norðurlöndunum og ég skil ekki hvers vegna það er ekki nú þegar þannig hér.“ Sindri Freyr er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl.arnar halldórsson Fólk hamstri frekar ef það þurfi í langferð Samskiptastjóri Sorpu sagði ástæðu breytinganna meðal annars vegna þess að fólk hamstri pokana úr öllu hófi. Sindri óttast þó að fólk hamstri þá frekar eftir breytinguna. „Ef ég neyðist til að gera mér sér ferð til að sækja poka á Sorpustöð þá er ég allan daginn að fara að hamstra miklu frekar ef ég þarf að gera mér sér ferð.“ Inga Lilja telur að fólk muni frekar hamstra poka þegar það þarf að fara lengri leið til að sækja þá.skjáskot/stöð 2 Og þeir sem við ræddum við í Krónunni eru á sama máli. „Mögulega mun það aukast, ef ég á að vera alveg hreinskilin þá held ég að það geti vel verið að það muni aukast. Fólk nenni ekki oft upp á Sorpu að ná í þetta,“ sagði Inga Lilja. Sorpa Umhverfismál Matvöruverslun Sorphirða Tengdar fréttir Óforsvaranlegur kostnaður ástæðan fyrir breyttri pokastefnu Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir bréfpokum undir matarleifar hafa verið mikla og kostnaður við dreifinguna á þeim ekki hafa verið forsvaranlegur. 9. janúar 2024 22:14 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Í gær var fjallað um það á Vísi að frá og með deginum í dag yrði dreifingu á bréfpokum undir lífrænt sorp hætt í verslunum. Áfram sé þó hægt að sækja bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvar Sorpu og í verslun Góða hirðisins. Ákvörðunin virðist umdeild ef marka má athugasemdir undir frétt Vísis á Facebook og hóta nokkrir því að hætta að flokka matarleifar. Þeir ætli ekki að leggja á sig ferð út á Sorpu. Fólk muni venjast breytingunum Þeir sem fréttastofa ræddi við í dag höfðu ýmsar skoðanir á málinu. „Ég hefði nú viljað hafa þá í Bónus eða Krónunni, það auðveldar manni og ég hef nú grun um að nokkrir muni svíkja lit,“ segir Sigurður. Og flokki þá síður? „Já ég er hræddur um það,“ segir hann. „Nei það held ég ekki,“ sagði Vilhjálmur og bætir því við að fólk muni venjast þessum breytingum eins og öðrum. Vilhjálmur heldur að fólk venjist þessum breytingum eins og öðrum og að þær verði ekki til þess að draga úr flokkun.skjáskot/stöð 2 „Rugl“ „Það eru ekkert allir sem eru á bílum, þetta er mjög óhentugt fyrir þá sem eru ekki á bílum,“ segir Helga Níelsen. „Ég efast um að fólk muni nenna því að fara upp á Sorpu og ná í þetta, held að þetta muni bara gleymast,“ segir Inga Lilja. „Það var mjög hentugt þegar þetta var hérna inni í búðunum, en þetta er rugl,“ segir Helga og bætir við að hún haldi að fólk muni gefast upp á fyrirkomulaginu og draga úr flokkun. Helga segir breytingarnar algjört rugl. Þær komi sér sérstaklega illa fyrir þá sem eru alla jafna ekki á bíl.skjáskot/stöð 2 Reiða sig á nærumhverfið Formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl segir ákvörðunina allt annað en jákvæða enda reiði þeir, sem ekki nota bíl, sig á þjónustu í nærumhverfinu. „Auðvitað hefur maður áhyggjur af því að ef aðgengi er skert þá flokki fólk minna, sem fer gegn stefnu stjórnvalda. Þannig hægri höndin er ekki í takt við þá vinstri,“ segir Sindri Freyr Ágústsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Hann skorar á forsvarsmenn Sorpu að falla frá þessum breytingum. „Og vil hvetja til þess að ekki bara verði pokarnir aðgengilegir í matvöruverslunum heldur líka að hægt verði að skila flöskum og dósum í matvöruverslanir. Þannig er staðan á öllum hinum Norðurlöndunum og ég skil ekki hvers vegna það er ekki nú þegar þannig hér.“ Sindri Freyr er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl.arnar halldórsson Fólk hamstri frekar ef það þurfi í langferð Samskiptastjóri Sorpu sagði ástæðu breytinganna meðal annars vegna þess að fólk hamstri pokana úr öllu hófi. Sindri óttast þó að fólk hamstri þá frekar eftir breytinguna. „Ef ég neyðist til að gera mér sér ferð til að sækja poka á Sorpustöð þá er ég allan daginn að fara að hamstra miklu frekar ef ég þarf að gera mér sér ferð.“ Inga Lilja telur að fólk muni frekar hamstra poka þegar það þarf að fara lengri leið til að sækja þá.skjáskot/stöð 2 Og þeir sem við ræddum við í Krónunni eru á sama máli. „Mögulega mun það aukast, ef ég á að vera alveg hreinskilin þá held ég að það geti vel verið að það muni aukast. Fólk nenni ekki oft upp á Sorpu að ná í þetta,“ sagði Inga Lilja.
Sorpa Umhverfismál Matvöruverslun Sorphirða Tengdar fréttir Óforsvaranlegur kostnaður ástæðan fyrir breyttri pokastefnu Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir bréfpokum undir matarleifar hafa verið mikla og kostnaður við dreifinguna á þeim ekki hafa verið forsvaranlegur. 9. janúar 2024 22:14 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Óforsvaranlegur kostnaður ástæðan fyrir breyttri pokastefnu Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir bréfpokum undir matarleifar hafa verið mikla og kostnaður við dreifinguna á þeim ekki hafa verið forsvaranlegur. 9. janúar 2024 22:14