Ómar Ingi: Gísli átti skilið að fá styttuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2024 10:30 Ómar Ingi Magnússon á æfingu landsliðsins í Þýskalandi. Það kemur mikið til með að mæða á honum á EM. VÍSIR/VILHELM Ómar Ingi Magnússon, lykilmaður íslenska handboltalandsliðsins, segir að það komi ekki almennilega í ljós fyrr en á móti Serbum á morgun hver sé nákvæmlega staðan á íslenska liðinu í dag. Íslenska liðið hefur spilað fjóra æfingaleiki síðan Snorri Steinn Guðjónsson tók við, tvo á móti Færeyjum í nóvember og tvo á móti Austurríki um síðustu helgi. Hver er tilfinningin hjá Ómari Inga fyrir Evrópumótinu sem hefst hjá Íslandi á morgun? „Bara geggjuð. Gott að vera kominn og það er spenningur í manni,“ sagði Ómar Ingi Magnússon í samtali við Sindra Sverrisson en hvernig finnst honum íslenska standa í samanburði við það þegar liðið var á leiðinni á HM fyrir ári síðan? „Ég veit ekki hvernig það er. Við erum í fínu standi en við vitum ekki alveg nákvæmlega hvernig við stöndum. Æfingaleikir eru bara allt annað heldur en keppnisleikir. Við náðum að prófa ákveðin atriði en við verðum að sjá það í fyrsta leik hvernig þetta er,“ sagði Ómar Ingi. Hvað væntingar hefur Ómar til síns sjálfs á þessu Evrópumóti? „Ég ætla bara að spila vel, númer eitt, tvö og þrjú. Spila vel allan tímann. Það er svona aðalmarkmiðið. Hjálpa liðinu að vinna leiki,“ sagði Ómar. Ómar spilar með Gísli Þorgeiri Kristjánssyni hjá bæði Magdeburg og íslenska landsliðinu. Gísli var að snúa aftur á völlinn í desember og það hlýtur að vera liðinu mikilvægt að fá hann. Klippa: Ómar: Æfingaleikir eru bara allt annað heldur en keppnisleikir „Já þetta er þýðingarmikill leikmaður og það er frábært að fá hann. Við þurfum alla og við þurfum sem flesta því þetta verður erfitt og við erum að fara í alvöru slag. Það þurfa allir að vera klárir,“ sagði Ómar. Var erfitt að horfa á eftir styttunni (Íþróttamaður ársins) til hans? „Nei, nei, það var flott. Hann átti hana skilið enda var hann helvíti flottur á síðasta ári,“ sagði Ómar. Fyrsti mótherji íslenska liðsins er Serbía. Hvað hefur Ómar að segja um það lið? „Þeir eru með klassa lið. Þeir eru með öfluga leikmenn og heilt yfir stabílir í öllum stöðum. Markmaðurinn hjá þeim er frábær og líklega einn sá besti í heimi. Þeir eru með fína þjálfara og eru að spila fín kerfi. Við erum bara að undirbúa okkur vel og þetta verður hörkuleikur,“ sagði Ómar. Serbneska liðið hefur verið á mikilli uppleið undir stjórn spænska þjálfarans Toni Gerona og liðið var á svipuðum slóðum og íslenska liðið á síðasta HM. Lítur Ómar á Ísland sem sigurstranglegra liðið? „Ég held að ef við spilum vel þá tökum við leikinn. Ef við spilum okkar leik og gerum það sem við eigum að gera þá tökum við leikinn,“ sagði Ómar. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Íslenska liðið hefur spilað fjóra æfingaleiki síðan Snorri Steinn Guðjónsson tók við, tvo á móti Færeyjum í nóvember og tvo á móti Austurríki um síðustu helgi. Hver er tilfinningin hjá Ómari Inga fyrir Evrópumótinu sem hefst hjá Íslandi á morgun? „Bara geggjuð. Gott að vera kominn og það er spenningur í manni,“ sagði Ómar Ingi Magnússon í samtali við Sindra Sverrisson en hvernig finnst honum íslenska standa í samanburði við það þegar liðið var á leiðinni á HM fyrir ári síðan? „Ég veit ekki hvernig það er. Við erum í fínu standi en við vitum ekki alveg nákvæmlega hvernig við stöndum. Æfingaleikir eru bara allt annað heldur en keppnisleikir. Við náðum að prófa ákveðin atriði en við verðum að sjá það í fyrsta leik hvernig þetta er,“ sagði Ómar Ingi. Hvað væntingar hefur Ómar til síns sjálfs á þessu Evrópumóti? „Ég ætla bara að spila vel, númer eitt, tvö og þrjú. Spila vel allan tímann. Það er svona aðalmarkmiðið. Hjálpa liðinu að vinna leiki,“ sagði Ómar. Ómar spilar með Gísli Þorgeiri Kristjánssyni hjá bæði Magdeburg og íslenska landsliðinu. Gísli var að snúa aftur á völlinn í desember og það hlýtur að vera liðinu mikilvægt að fá hann. Klippa: Ómar: Æfingaleikir eru bara allt annað heldur en keppnisleikir „Já þetta er þýðingarmikill leikmaður og það er frábært að fá hann. Við þurfum alla og við þurfum sem flesta því þetta verður erfitt og við erum að fara í alvöru slag. Það þurfa allir að vera klárir,“ sagði Ómar. Var erfitt að horfa á eftir styttunni (Íþróttamaður ársins) til hans? „Nei, nei, það var flott. Hann átti hana skilið enda var hann helvíti flottur á síðasta ári,“ sagði Ómar. Fyrsti mótherji íslenska liðsins er Serbía. Hvað hefur Ómar að segja um það lið? „Þeir eru með klassa lið. Þeir eru með öfluga leikmenn og heilt yfir stabílir í öllum stöðum. Markmaðurinn hjá þeim er frábær og líklega einn sá besti í heimi. Þeir eru með fína þjálfara og eru að spila fín kerfi. Við erum bara að undirbúa okkur vel og þetta verður hörkuleikur,“ sagði Ómar. Serbneska liðið hefur verið á mikilli uppleið undir stjórn spænska þjálfarans Toni Gerona og liðið var á svipuðum slóðum og íslenska liðið á síðasta HM. Lítur Ómar á Ísland sem sigurstranglegra liðið? „Ég held að ef við spilum vel þá tökum við leikinn. Ef við spilum okkar leik og gerum það sem við eigum að gera þá tökum við leikinn,“ sagði Ómar.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða