Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan af íslenska sálfræðitryllinum Natatorium Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. janúar 2024 10:52 Elin Petersdóttir í hlutverki Áróru. Aðsend Íslenski sálfræðilegi tryllirinn Natatorium verður frumsýnd hér á landi föstudaginn 23. febrúar næstkomandi. Myndin er í leikstjórn Helenu Stefánsdóttur. Natatorium segir frá ungri stúlku, Lilju sem kemur til Reykjavíkur til að þreyta inntökupróf íalþjóðlegan gjörningahóp. Hún ákveður að dvelja hjá ömmu sinni Áróru og afa sínum Grími sem hún hefur ekki séð lengi vegna ósættis í fjölskyldunni. Þegar líður á dvöl Lilju fer ýmislegt undarlegt að koma upp á yfirborðið og ljóst er að það sem hefur sundrað fjölskyldunni er hrikalegt leyndarmál sem engin þorir að tala um. Þegar Lilja er tekin inn í listahópinn býður Áróra fjölskyldunni heim til að fagna og hefur það skelfilegar afleiðingar í för með sér. Myndin verður heimsfrumsýnd þann 28. janúar á Alþjóða kvikmyndahátíðinni í Rotterdam og í gærkvöldi var tilkynnt að myndin verður sýnd á kvikmyndahátíðinni South by Southwest, sem fer fram í mars í Austin, Texas. Myndin er hluti af Global flokk hátíðarinnar þar sem sýndur er þverskurður af því besta sem er að gerast í alþjóðlegri kvikmyndargerð. Í aðalhlutverkum eru þær Elin Petersdottir og Ilmur María Arnardóttir. Með önnur hlutverk fara Stefanía Berndsen, Jónas Birkir Alfreðsson, Valur Freyr Einarsson, Arnar Dan Kristjánsson, Stormur Jón Kormákur Baltarsarsson og Kristín Pétursdóttir. Framleiðandi Natatorium er Sunna Guðnadóttir, hjá Bjartsýn Films. Meðframleiðendur eru Heather Millard, hjá Silfurskjá, og Julia Elomäki, hjá Tekele Productions. Stikluna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Natatorium - stikla Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Sjá meira
Natatorium segir frá ungri stúlku, Lilju sem kemur til Reykjavíkur til að þreyta inntökupróf íalþjóðlegan gjörningahóp. Hún ákveður að dvelja hjá ömmu sinni Áróru og afa sínum Grími sem hún hefur ekki séð lengi vegna ósættis í fjölskyldunni. Þegar líður á dvöl Lilju fer ýmislegt undarlegt að koma upp á yfirborðið og ljóst er að það sem hefur sundrað fjölskyldunni er hrikalegt leyndarmál sem engin þorir að tala um. Þegar Lilja er tekin inn í listahópinn býður Áróra fjölskyldunni heim til að fagna og hefur það skelfilegar afleiðingar í för með sér. Myndin verður heimsfrumsýnd þann 28. janúar á Alþjóða kvikmyndahátíðinni í Rotterdam og í gærkvöldi var tilkynnt að myndin verður sýnd á kvikmyndahátíðinni South by Southwest, sem fer fram í mars í Austin, Texas. Myndin er hluti af Global flokk hátíðarinnar þar sem sýndur er þverskurður af því besta sem er að gerast í alþjóðlegri kvikmyndargerð. Í aðalhlutverkum eru þær Elin Petersdottir og Ilmur María Arnardóttir. Með önnur hlutverk fara Stefanía Berndsen, Jónas Birkir Alfreðsson, Valur Freyr Einarsson, Arnar Dan Kristjánsson, Stormur Jón Kormákur Baltarsarsson og Kristín Pétursdóttir. Framleiðandi Natatorium er Sunna Guðnadóttir, hjá Bjartsýn Films. Meðframleiðendur eru Heather Millard, hjá Silfurskjá, og Julia Elomäki, hjá Tekele Productions. Stikluna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Natatorium - stikla
Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Sjá meira