Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir verða á sínum stað á slaginu tólf.
Hádegisfréttir verða á sínum stað á slaginu tólf. Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um leitina að manninum sem talið er að hafi fallið ofan í sprungu í Grindavík. 

Vinnu við slíkar sprunguviðgerðir hefur nú verið frestað fram yfir helgi í það minnsta og leit heldur áfram í dag. 

Jökulhlaup er hafið í Grímsvötnum og eru líkur taldar á því að þar fari að gjósa á næstunni. Jarðeðlisfræðingur segir að eldstöðin sýni öll merki þess að vera tilbúin í gos.

Þa verður rætt við borgarstjóra um undirritun samkomulags um byggingu Þjóðarhallar í Laugardal. Hann segir um risastórt hagsmunamál að ræða. 

Í íþróttapakka dagsins verður síðan rætt við fréttmann okkar í Bæjaralandi þar sem spennan eykst fyrir fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM í handbolta sem fram fer á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×