Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 81-77 | Hafnfirðingar í hörku botnbaráttu eftir enn eitt tapið Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 11. janúar 2024 21:05 Haukar töpuðu enn á ný í kvöld. vísir/anton Njarðvík lagði Hauka með fjögurra stiga mun í Subway-deild karla í körfubolta. Um er að ræða fjórða tap Hauka í röð sem eru í bullandi fallbaráttu um þessar mundir. Njarðvík er aftur á móti í fínum málum í 2. til 3. sæti deildarinnar. Það voru gestirnir frá Hafnarfirði sem sóttu fyrstu körfu leiksins en Daniel Love var þar að verki og setti niður góðan þrist til þess að byrja leikinn. Haukar byrjuðu leikinn mun sterkari en Njarðvíkingar og voru að hitta vel á meðan heimamenn voru að klikka á sínum skotum í upphafi leiks en þegar líða tók á leikhlutann átti það eftir að breytast. Það var heldur dauft yfir Njarðvíkingum allt þar til um miðbik leikhlutans þegar Chaz Williams keyrði á körfuna með sniðskot sem var ekki á leið ofan í en sem betur fer fyrir hann og Njarðvíkinga var Mario Matasovic í seinni bylgjunni og reis manna hæst upp tróð frákastinu ofan í. Við það keyrðist upp stemning í Njarðvíkurliðinu sem gengu á lagið og náðu að snúa leiknum sér í vil og sóttu forystu sem þeir héldu í út leikhlutan. Njarðvíkingar fóru með þriggja stiga forskot inn í annan leikhlutann 21-18 og settu niður fyrstu stig leikhlutans af vítalínunni til að auka við forskot sitt. Haukar gáfust þó ekki upp og náðu að jafna leikinn þegar líða tók á leikhlutann en Osku Heinonen setti niður tvo sterka þrista til að koma Haukum á bragðið og jafnaði leikinn fyrir gestina. Mikil barátta einkenndi svo leikhlutann þar sem liðin skiptust á að jafna og komast yfir en það voru Njarvíkingar sem höfðu heppnina með sér og náðu að komst í hálfleikinn með eins stigs forskot, 39-38. Chaz Williams byrjaði þriðja leikhlutann á því að setja niður þrist sem gaf Njarðvíkingum smá andrými til að byrja síðari hálfleikinn. Þriðji leikhluti var þó keimlíkur öðrum leikhluta þar sem baráttan var í fyrirrúmi. Haukar héldu vel í við heimamenn og náðu að jafna leikinn og komast yfir þegar líða tók á leikhlutann. Haukar sýndu frábæran karakter og fóru með yfirhöndina inn í fjórða leikhluta en gestirnir leiddu 66-68 fyrir síðasta hlutann. Fjórði leikhluti byrjaði brösulega og bæði lið reyndu að keyra á hvort annað án árangurs en rúmlega tvær mínútur liðu af leikhlutanum áður en Chaz Williams kom með ískaldan rýting fyrir gestina og setti þrist niður. Það var mikil spenna undir lokinn en það voru heimamenn sem sigldu þessu þó að lokum heim. Haukar virkuðu stressaðari á loka kaflanum á meðan heimamenn gerðu bara það sem þurfti og sóttu að lokum flottan sigur 81-77. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar stigu upp þegar mest á reyndi. Chaz Williams sýndi ís í æðum og lokaði leiknum fyrir heimamenn. Haukar gáfu aðeins eftir í lokinn og vantaði kannski bara sjálfstraustið í að klára þetta. Hverjir stóðu upp úr? Erfitt að nefna einhvern annan en Chaz Williams endaði með 28 stig og átta stoðsendingar. Hjá Haukum var Daniel Love atkvæðamestur með 21 stig. Hvað gekk illa? Haukar virkuðu hreinlega stressaðir í lokin sem kannski ekki skrítið þegar lið eru í smá lægð og urðu litlir. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar fara á Egilsstaði og heimsækja Hött í næstu umferð. Haukar taka á móti Þór Þorlákshöfn. „Mér fannst litli maðurinn klára þetta fyrir okkur“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur.Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga var að vonum sáttur með sigur sinna manna og var sáttur með það hvernig hans menn náðu að kreista út sigur gegn Haukum í kvöld. „Ofboðslega ánægður að vinna þetta. Við vorum ekki á okkar besta leik og ég hafði áhyggjur af þessum leik, það var búið að hype-a okkur svolítið upp og bauna svolítið vel á þá þannig ég hafði áhyggjur af kollinum á mönnum en sem betur fer þá náðum við að grinda þennan sigur í mjög erfiðum leik. Haukarnir eru ekkert bara eitthvað lið sem að þú átt að valta yfir. Þetta er gott lið og hefur ekki verið að detta með þeim en tvö stig sem að ég tek og er sáttur með.“ Aðspurður um það hvort það hafi eitthvað í leik Hauka komið Njarðvíkingum á óvart vildi Benedikt meina að svo væri. „Já, þeir gerðu breytingar frá síðasta leik en sem betur fer þá vorum við búnir að undirbúa okkur að vissu leyti fyrir það þannig að þetta var ekki alveg svona eitthvað sem að okkur brá við að sjá en við náðum að koma því inn einhverju smá áherslubreytingum, ekki miklum samt en ofboðslega erfiður leikur og hefði getað farið hvoru meginn sem er.“ Benedikt var eins og áður segir ánægður með sigurinn og fannst stóru mómentin í lokin falla með sínum mönnum og það var það sem skildi á milli. „Mér fannst bara litli maðurinn klára þetta fyrir okkur og þetta var svona spurning um stóru skotin, Maciej setur alveg rosalega stóran þrist fyrir okkur á mikilvægum tíma og Chaz var að skora mikilvægar körfur og svo fórum við loksins að ná einhverjum stoppum þarna í restina og það var bara í blálokin, síðustu eina og hálfa, tvær mínúturnar. Fram að því vorum við búnir að hleypa þeim í háu prósentuna við hringinn sem að ég var bara ofboðslega svekktur með og mér fannst þeir vera fá alltof mikil há prósentu skot en sem betur fer þá náðum við að grinda þetta í lokinn.“ Dómararnir fengu svolítið að heyra það frá stúkunni í kvöld og fékk t.a.m. Benedikt tæknivillu fyrir að mótmæla dómi í leiknum en hann vildi þó ekki tjá sig mikið um dómarana annað en að honum hafi þó ekki þótt þeir vera verstu menn vallarins. „Við skulum ekkert vera að tala um dómarana. Þeir voru ekki lélegastir hér í kvöld. Ég er með þá reglu að þegar liðið mitt er lélegri en þeir að vera þá ekkert að tala um dómarana. Mér fannst við ekki gera það sem við vorum að leggja upp með alltaf þannig að þeir voru allavega betri en við.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Haukar
Njarðvík lagði Hauka með fjögurra stiga mun í Subway-deild karla í körfubolta. Um er að ræða fjórða tap Hauka í röð sem eru í bullandi fallbaráttu um þessar mundir. Njarðvík er aftur á móti í fínum málum í 2. til 3. sæti deildarinnar. Það voru gestirnir frá Hafnarfirði sem sóttu fyrstu körfu leiksins en Daniel Love var þar að verki og setti niður góðan þrist til þess að byrja leikinn. Haukar byrjuðu leikinn mun sterkari en Njarðvíkingar og voru að hitta vel á meðan heimamenn voru að klikka á sínum skotum í upphafi leiks en þegar líða tók á leikhlutann átti það eftir að breytast. Það var heldur dauft yfir Njarðvíkingum allt þar til um miðbik leikhlutans þegar Chaz Williams keyrði á körfuna með sniðskot sem var ekki á leið ofan í en sem betur fer fyrir hann og Njarðvíkinga var Mario Matasovic í seinni bylgjunni og reis manna hæst upp tróð frákastinu ofan í. Við það keyrðist upp stemning í Njarðvíkurliðinu sem gengu á lagið og náðu að snúa leiknum sér í vil og sóttu forystu sem þeir héldu í út leikhlutan. Njarðvíkingar fóru með þriggja stiga forskot inn í annan leikhlutann 21-18 og settu niður fyrstu stig leikhlutans af vítalínunni til að auka við forskot sitt. Haukar gáfust þó ekki upp og náðu að jafna leikinn þegar líða tók á leikhlutann en Osku Heinonen setti niður tvo sterka þrista til að koma Haukum á bragðið og jafnaði leikinn fyrir gestina. Mikil barátta einkenndi svo leikhlutann þar sem liðin skiptust á að jafna og komast yfir en það voru Njarvíkingar sem höfðu heppnina með sér og náðu að komst í hálfleikinn með eins stigs forskot, 39-38. Chaz Williams byrjaði þriðja leikhlutann á því að setja niður þrist sem gaf Njarðvíkingum smá andrými til að byrja síðari hálfleikinn. Þriðji leikhluti var þó keimlíkur öðrum leikhluta þar sem baráttan var í fyrirrúmi. Haukar héldu vel í við heimamenn og náðu að jafna leikinn og komast yfir þegar líða tók á leikhlutann. Haukar sýndu frábæran karakter og fóru með yfirhöndina inn í fjórða leikhluta en gestirnir leiddu 66-68 fyrir síðasta hlutann. Fjórði leikhluti byrjaði brösulega og bæði lið reyndu að keyra á hvort annað án árangurs en rúmlega tvær mínútur liðu af leikhlutanum áður en Chaz Williams kom með ískaldan rýting fyrir gestina og setti þrist niður. Það var mikil spenna undir lokinn en það voru heimamenn sem sigldu þessu þó að lokum heim. Haukar virkuðu stressaðari á loka kaflanum á meðan heimamenn gerðu bara það sem þurfti og sóttu að lokum flottan sigur 81-77. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar stigu upp þegar mest á reyndi. Chaz Williams sýndi ís í æðum og lokaði leiknum fyrir heimamenn. Haukar gáfu aðeins eftir í lokinn og vantaði kannski bara sjálfstraustið í að klára þetta. Hverjir stóðu upp úr? Erfitt að nefna einhvern annan en Chaz Williams endaði með 28 stig og átta stoðsendingar. Hjá Haukum var Daniel Love atkvæðamestur með 21 stig. Hvað gekk illa? Haukar virkuðu hreinlega stressaðir í lokin sem kannski ekki skrítið þegar lið eru í smá lægð og urðu litlir. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar fara á Egilsstaði og heimsækja Hött í næstu umferð. Haukar taka á móti Þór Þorlákshöfn. „Mér fannst litli maðurinn klára þetta fyrir okkur“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur.Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga var að vonum sáttur með sigur sinna manna og var sáttur með það hvernig hans menn náðu að kreista út sigur gegn Haukum í kvöld. „Ofboðslega ánægður að vinna þetta. Við vorum ekki á okkar besta leik og ég hafði áhyggjur af þessum leik, það var búið að hype-a okkur svolítið upp og bauna svolítið vel á þá þannig ég hafði áhyggjur af kollinum á mönnum en sem betur fer þá náðum við að grinda þennan sigur í mjög erfiðum leik. Haukarnir eru ekkert bara eitthvað lið sem að þú átt að valta yfir. Þetta er gott lið og hefur ekki verið að detta með þeim en tvö stig sem að ég tek og er sáttur með.“ Aðspurður um það hvort það hafi eitthvað í leik Hauka komið Njarðvíkingum á óvart vildi Benedikt meina að svo væri. „Já, þeir gerðu breytingar frá síðasta leik en sem betur fer þá vorum við búnir að undirbúa okkur að vissu leyti fyrir það þannig að þetta var ekki alveg svona eitthvað sem að okkur brá við að sjá en við náðum að koma því inn einhverju smá áherslubreytingum, ekki miklum samt en ofboðslega erfiður leikur og hefði getað farið hvoru meginn sem er.“ Benedikt var eins og áður segir ánægður með sigurinn og fannst stóru mómentin í lokin falla með sínum mönnum og það var það sem skildi á milli. „Mér fannst bara litli maðurinn klára þetta fyrir okkur og þetta var svona spurning um stóru skotin, Maciej setur alveg rosalega stóran þrist fyrir okkur á mikilvægum tíma og Chaz var að skora mikilvægar körfur og svo fórum við loksins að ná einhverjum stoppum þarna í restina og það var bara í blálokin, síðustu eina og hálfa, tvær mínúturnar. Fram að því vorum við búnir að hleypa þeim í háu prósentuna við hringinn sem að ég var bara ofboðslega svekktur með og mér fannst þeir vera fá alltof mikil há prósentu skot en sem betur fer þá náðum við að grinda þetta í lokinn.“ Dómararnir fengu svolítið að heyra það frá stúkunni í kvöld og fékk t.a.m. Benedikt tæknivillu fyrir að mótmæla dómi í leiknum en hann vildi þó ekki tjá sig mikið um dómarana annað en að honum hafi þó ekki þótt þeir vera verstu menn vallarins. „Við skulum ekkert vera að tala um dómarana. Þeir voru ekki lélegastir hér í kvöld. Ég er með þá reglu að þegar liðið mitt er lélegri en þeir að vera þá ekkert að tala um dómarana. Mér fannst við ekki gera það sem við vorum að leggja upp með alltaf þannig að þeir voru allavega betri en við.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum