Leikmenn misstu meðvitund í flugvélinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2024 07:31 Leikmenn Gambíu sést hér saman í flugvél eins og sjá mátti á samfélagsmiðlum sambandsins. @TheGambiaFF Litlu munaði að illa færi þegar gambíska landsliðið var á leiðinni á Afríkumótið í knattspyrnu í gær. Eftir aðeins nokkrar mínútna flugferð var ljóst að eitthvað mikið var að og leikmenn liðsins í lífshættu. Flugvélinni var snúið til baka og lenti hún eftir aðeins tíu mínútna martraðarflug. Leikmenn og starfsmenn misstu meðvitund í fluginu þar sem súrefnisskortur var í flugvélinni og loftþrýstingurinn féll inn í vélinni. Afcon 2023: Gambia squad 'could have died' on flight to Ivory Coast https://t.co/jmKRc9nhrc— BBC News (World) (@BBCWorld) January 11, 2024 Tom Saintfiet, þjálfari Gambíu, segir að litlu hafi munað að mjög illa færi en liðið hans var þarna að ferðast í fimmtíu manna flugvél frá Banjul, höfuðborg Gambíu, til Fílabeinsstrandarinnar. Flugvélin var leiguflug frá flugfélagi Fílabeinsstrandarinnar en flugfélagið segir að verið sé að skoða hvað gerðist í vélinni. „Við vorum hreinlega að deyja í vélinni. Það var ekkert súrefni í vélinni, allir sofnuðu, misstu svolítið meðvitund og flugmaðurinn ákvað eftir að tíu mínútur að lenda til að bjarga lífi okkar. Það duttu engar súrefnisgrímur niður þegar loftþrýstingurinn féll. Ég er tilbúinn að deyja fyrir Gambíu en bara inn á fótboltavellinum ekki utan hans. Ég hélt um tíma að ég væri að deyja,“ sagði Tom Saintfiet við ESPN. "In Airplane, Running Out Of Oxygen": How Gambia's AFCON Flight Almost Turned Into A Disasterhttps://t.co/EKG8OyrUMl— NDTV Sports (@Sports_NDTV) January 12, 2024 Saidy Janko, fyrrum leikmaður Manchester United, tjáði sig um atvikið á samfélagsmiðlum. „Óásættanlegt. Eftir að hafa ferðast í 32 tíma í heildina frá æfingabúðunum í Sádí Arabíu með löngum stoppum í Istanbul og Casablanca þá áttum við að fljúga frá Gambíu til Fílabeinsstrandarinnar í dag til að keppa í Afríkukeppninni. Um leið og við stigum inn í litlu flugvélina sem átti að fljúga með okkur þá tókum við eftir miklum hita inn í vélinni en flugþjónarnir sögðu að loftkælingin færi í gang þegar við kæmust í lotið,“ skrifaði Saidy Janko. „Þessi mikli hiti ásamt súrefnisskorti sá til þess að margir voru með mikinn hausverk og rosalegan svima. Enn fremur fór fólk að missa meðvitund stuttu eftir að við fórum í loftið,“ lýsir Janko. Gambía er í riðli með Senegal, Kamerún og Gíneu. Fyrsti leikur liðsins er á móti Senegal eftir þrjá daga. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Afríkukeppnin í fótbolta Gambía Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Leikmenn og starfsmenn misstu meðvitund í fluginu þar sem súrefnisskortur var í flugvélinni og loftþrýstingurinn féll inn í vélinni. Afcon 2023: Gambia squad 'could have died' on flight to Ivory Coast https://t.co/jmKRc9nhrc— BBC News (World) (@BBCWorld) January 11, 2024 Tom Saintfiet, þjálfari Gambíu, segir að litlu hafi munað að mjög illa færi en liðið hans var þarna að ferðast í fimmtíu manna flugvél frá Banjul, höfuðborg Gambíu, til Fílabeinsstrandarinnar. Flugvélin var leiguflug frá flugfélagi Fílabeinsstrandarinnar en flugfélagið segir að verið sé að skoða hvað gerðist í vélinni. „Við vorum hreinlega að deyja í vélinni. Það var ekkert súrefni í vélinni, allir sofnuðu, misstu svolítið meðvitund og flugmaðurinn ákvað eftir að tíu mínútur að lenda til að bjarga lífi okkar. Það duttu engar súrefnisgrímur niður þegar loftþrýstingurinn féll. Ég er tilbúinn að deyja fyrir Gambíu en bara inn á fótboltavellinum ekki utan hans. Ég hélt um tíma að ég væri að deyja,“ sagði Tom Saintfiet við ESPN. "In Airplane, Running Out Of Oxygen": How Gambia's AFCON Flight Almost Turned Into A Disasterhttps://t.co/EKG8OyrUMl— NDTV Sports (@Sports_NDTV) January 12, 2024 Saidy Janko, fyrrum leikmaður Manchester United, tjáði sig um atvikið á samfélagsmiðlum. „Óásættanlegt. Eftir að hafa ferðast í 32 tíma í heildina frá æfingabúðunum í Sádí Arabíu með löngum stoppum í Istanbul og Casablanca þá áttum við að fljúga frá Gambíu til Fílabeinsstrandarinnar í dag til að keppa í Afríkukeppninni. Um leið og við stigum inn í litlu flugvélina sem átti að fljúga með okkur þá tókum við eftir miklum hita inn í vélinni en flugþjónarnir sögðu að loftkælingin færi í gang þegar við kæmust í lotið,“ skrifaði Saidy Janko. „Þessi mikli hiti ásamt súrefnisskorti sá til þess að margir voru með mikinn hausverk og rosalegan svima. Enn fremur fór fólk að missa meðvitund stuttu eftir að við fórum í loftið,“ lýsir Janko. Gambía er í riðli með Senegal, Kamerún og Gíneu. Fyrsti leikur liðsins er á móti Senegal eftir þrjá daga. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Afríkukeppnin í fótbolta Gambía Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira