Skilaboð til ferðabransans að vera ekki með minnimáttarkennd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2024 06:50 Páll segist hafa fyllst barnslegri gleði þegar hann sá umfjöllun New York Times um Vestmannaeyjar. Vísir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja segir umfjöllun bandaríska fréttablaðsins New York Times um Vestmannaeyjar skýrt merki til ferðabransans að hann eigi að hætta að „klína bjánalegum enskum þýðingum á íslensk örnefni og staðarheiti“. Þetta skrifar Páll á Facebook í gærkvöldi og vísar til umfjöllunar New York Times um áhugaverðustu staðina til að ferðast til í heiminum. Umfjöllun NYT er umfangsmikil og eru Vestmannaeyjar 35. á listanum. Listann prýða staðir á borð við París, Yamaguchi í Japan, Ladakh á Indlandi, Quito í Ekvador og svo mætti lengi telja. „Frá maí og fram í september er Heimaey einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga, sem dvelja í fallegum húsum á eyjunni á meðan fjöldi tónleika og hátíða fer fram. Á sama tíma má sjá ferðamenn bruna kring um eyjurnar á spíttbátum, að heimsækja mjaldrasystur á griðarstað þeirra og keyra á fjórhjólum niður í gíg eldfjallsins Eldfell, sem þurrkaði bæinn nærri út þegar það gaus árið 1973,“ segir í umfjöllun NYT um Vestmannaeyjar. Páll skrifar í pistli á Facebook að umfjöllun NYT um heimabæ hans fylli hann barnslegu stolti og gleði. „Ég fylltist barnslegu stolti og gleði um daginn þegar stórblaðið New York Times setti Vestmannaeyjar á lista yfir 52 áhugaverðustu staðina í öllum heiminum til að heimsækja á árinu 2024. Þar er borið mikið lof á náttúru, veitingastaði - og bara allt mögulegt!“ skrifar Páll. „Mér finnst líka athyglisvert að NYT segir Vestmannaeyjar - ekki Westman Islands. Þetta er kannski vísbending um að ferðamannabransinn íslenski þarf ekki að sýna þá minnmáttarkennd að vera stöðugt að klína einvherjum bjánalegum enskum þýðingum á íslensk örnefni og staðareheiti.“ Hann nefnir þar sem dæmi að menn hafi nýlega rembst við það að reyna að finna út hvað nefna ætti Kerið á ensku. „Það þarf keki að heita neitt á ensku. Bara útskýra orðið fyrir fróðleiksfúsum ferðamönnum - en það heitir Kerið!“ Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þetta skrifar Páll á Facebook í gærkvöldi og vísar til umfjöllunar New York Times um áhugaverðustu staðina til að ferðast til í heiminum. Umfjöllun NYT er umfangsmikil og eru Vestmannaeyjar 35. á listanum. Listann prýða staðir á borð við París, Yamaguchi í Japan, Ladakh á Indlandi, Quito í Ekvador og svo mætti lengi telja. „Frá maí og fram í september er Heimaey einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga, sem dvelja í fallegum húsum á eyjunni á meðan fjöldi tónleika og hátíða fer fram. Á sama tíma má sjá ferðamenn bruna kring um eyjurnar á spíttbátum, að heimsækja mjaldrasystur á griðarstað þeirra og keyra á fjórhjólum niður í gíg eldfjallsins Eldfell, sem þurrkaði bæinn nærri út þegar það gaus árið 1973,“ segir í umfjöllun NYT um Vestmannaeyjar. Páll skrifar í pistli á Facebook að umfjöllun NYT um heimabæ hans fylli hann barnslegu stolti og gleði. „Ég fylltist barnslegu stolti og gleði um daginn þegar stórblaðið New York Times setti Vestmannaeyjar á lista yfir 52 áhugaverðustu staðina í öllum heiminum til að heimsækja á árinu 2024. Þar er borið mikið lof á náttúru, veitingastaði - og bara allt mögulegt!“ skrifar Páll. „Mér finnst líka athyglisvert að NYT segir Vestmannaeyjar - ekki Westman Islands. Þetta er kannski vísbending um að ferðamannabransinn íslenski þarf ekki að sýna þá minnmáttarkennd að vera stöðugt að klína einvherjum bjánalegum enskum þýðingum á íslensk örnefni og staðareheiti.“ Hann nefnir þar sem dæmi að menn hafi nýlega rembst við það að reyna að finna út hvað nefna ætti Kerið á ensku. „Það þarf keki að heita neitt á ensku. Bara útskýra orðið fyrir fróðleiksfúsum ferðamönnum - en það heitir Kerið!“
Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira