Matić hættur að mæta á æfingar Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. janúar 2024 17:01 Nemanja Matic er samningsbundinn Rennes til ársins 2025 en hefur ekki látið sjá sig á æfingum undanfarna daga. Maria Jose Segovia/DeFodi Images via Getty Images Nemanja Matic hefur ekki látið sjá sig á æfingum hjá Stade Rennais undanfarna daga. Ósætti leikmannsins vegna brotinna loforða félagsins eru talin ástæðan, félagið sagði hegðun hans algjörlega óásættanlega og fundað verður um framtíð hans á næstu dögum. Lyon er talinn líklegasti áfangastaður ef hann færir sig um set. Matic gekk til liðs við Rennes síðasta sumar eftir eitt ár hjá AS Roma. Þar áður hafði hann leikið fyrir Manchester United, Chelsea og Benfica. Rennes gaf svo út yfirlýsingu í þar sem Matic var skammaður fyrir að láta ekki sjá sig á æfingum undanfarna daga. Matic sást yfirgefa borgina sína ásamt fjölskyldu fyrir þremur dögum síðan, en lét engann hjá félaginu vita af brotthvarfinu. Félagið sagði hegðun hans algjörlega óásættanlega og óskiljanlega þar sem um reynslumikinn leikmann væri að ræða, sem er samningsbundinn félaginu til ársins 2024. Réaction du Stade Rennais F.C. au sujet de l’absence de Nemanja Matić aux entraînements— Stade Rennais F.C. (@staderennais) January 11, 2024 Sögusagnir hafa lengi verið á lofti um ósætti Matic eftir komuna til Rennes. Lyon hefur verið talinn líklegasti áfangastaður kappans. Hann greip þó sjálfur til samfélagsmiðla í gær, axlaði ábyrgð á fjarveru sinni og útskýrði hvað honum stæði til. Déclaration de Nemanja Matic dans sa story Instagram 📸#Matic pic.twitter.com/dhSpDq5FjB— ❤️QH69💙 (@Quentin_Amg63) January 11, 2024 Franskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Matic sé ósáttur við Rennes vegna brotinna loforða um skólagöngu barna sinna. Félagið hafi lofað því að þau gætu sótt sama alþjóðlega skóla og þau hafa alltaf gert, en síðan kom á daginn að skólinn hafði enga starfsemi í borginni. Hvað verður um miðjumanninn knáa er enn óljóst, eins og hann segir sjálfur mun hann funda með Rennes um framhaldið en ólíklegt verður að teljast að hann haldi kyrru fyrir hjá félaginu. Franski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Matic gekk til liðs við Rennes síðasta sumar eftir eitt ár hjá AS Roma. Þar áður hafði hann leikið fyrir Manchester United, Chelsea og Benfica. Rennes gaf svo út yfirlýsingu í þar sem Matic var skammaður fyrir að láta ekki sjá sig á æfingum undanfarna daga. Matic sást yfirgefa borgina sína ásamt fjölskyldu fyrir þremur dögum síðan, en lét engann hjá félaginu vita af brotthvarfinu. Félagið sagði hegðun hans algjörlega óásættanlega og óskiljanlega þar sem um reynslumikinn leikmann væri að ræða, sem er samningsbundinn félaginu til ársins 2024. Réaction du Stade Rennais F.C. au sujet de l’absence de Nemanja Matić aux entraînements— Stade Rennais F.C. (@staderennais) January 11, 2024 Sögusagnir hafa lengi verið á lofti um ósætti Matic eftir komuna til Rennes. Lyon hefur verið talinn líklegasti áfangastaður kappans. Hann greip þó sjálfur til samfélagsmiðla í gær, axlaði ábyrgð á fjarveru sinni og útskýrði hvað honum stæði til. Déclaration de Nemanja Matic dans sa story Instagram 📸#Matic pic.twitter.com/dhSpDq5FjB— ❤️QH69💙 (@Quentin_Amg63) January 11, 2024 Franskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Matic sé ósáttur við Rennes vegna brotinna loforða um skólagöngu barna sinna. Félagið hafi lofað því að þau gætu sótt sama alþjóðlega skóla og þau hafa alltaf gert, en síðan kom á daginn að skólinn hafði enga starfsemi í borginni. Hvað verður um miðjumanninn knáa er enn óljóst, eins og hann segir sjálfur mun hann funda með Rennes um framhaldið en ólíklegt verður að teljast að hann haldi kyrru fyrir hjá félaginu.
Franski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira