„Nú skal það takast að setjast yfir bækurnar og klára prófið“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. janúar 2024 10:00 Áramótaheit Alberts Magnússonar, umboðsaðila Lindex og Gina Tricot, er að klára flugmannaprófið árið 2024 en hann segist alltaf upplifa áramót sem ákveðin kaflaskil og að honum og eiginkonunni finnist liggja í loftinu að nú séu góðar breytingar framundan. Vísir/RAX Albert Magnússon, umboðsaðili fyrir Lindex og Gina Tricot, segist sjá svolítið af sjálfum sér í elsta syninum, sem vakir fram á nætur yfir háskólanáminu. Sem eitt sinn var venjan hjá honum en nú er öldin önnur og hann orðinn mjög kvöldsvæfur. Albert segist alltaf upplifa áramótin sem ákveðin kaflaskil og áramótaheitið í ár er að klára flugnámið. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég og Lóa konan mín vöknum yfirleitt fyrst en oft er Kristján Þór tveggja ára „monsinn“ okkar sá fyrsti til að vakna. Hann vill helst byrja daginn á að fara í bílaleik enda eitt fyrsta orðið hans Volvo. Anna Sóley, 11 ára „þruman“ kemur næst, keppnismanneskja sem nýtir snerpuna úr frjálsum til að koma sér hratt af stað Fljótlega er „stjórnarformaðurinn“ Magnús Valur, 14 ára kominn á ról og farinn að segja aðeins til um hvernig best sé að haga hlutunum. Svo er Daníel Victor, 21 árs en stundaskráin hans leyfir honum að stunda sitt nám fram eftir kvöldi og hann þarf því ekki endilega taka daginn snemma. Segja má að uppeldisaðferðir okkar um að leyfa öllum að hafa hlutina eins og þeir vilja nái líka til Tinna sem er hundurinn okkar, en hann sefur og vaknar þegar honum sýnist.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Þegar búið er að koma öllum af stað í skólann er suma daga tennis með þjálfaranum mínum sem er mikill snillingur, svo er það sturta og morgunbæn. Ég hef síðastliðna mánuði tekið upp á því að fasta til hádegis og ekki borða eftir klukkan 20 á kvöldin og því er morgunrútínan yfirleitt sú að fá mér bara Starbucks Pike Place kaffi sem er svolítið óður til þess að í hitteð fyrra áttum við fjölskyldan tækifæri til að fara til Seattle á leið okkar á HM í frjálsum sem haldið var í mínum gamla heimabæ, Eugene í Oregon.“ Eitthvað áramótaheit sem þú ætlar að standa við? „Ég upplifi nýtt ár sem ákveðin kaflaskil og því er gott að fara yfir farinn veg og leggja upp með nýtt tímabil sem er að ganga í garð. Ég sagði við Lóu í fyrrahaust þegar atið var sem mest að það er eitt sem kemur til mín mjög sterkt og það er að klára flugnámið sem ég byrjaði á fyrir töluvert mörgum árum síðan og hef ég síðan hafið hvert ár með fyrirheitum um að „nú skal það takast“ að setjast yfir bækurnar og klára prófið.“ Albert segir meira að segja hundinn Tinna taka þátt í uppeldisaðferðunum á fjölmennu heimilinu en í vinnu heldur Albert utan um skipulagið í calender og með því að skrá verkefni á task-lista.Vísir/RAX Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég finn það mjög sterkt núna að við stöndum á ákveðnum tímamótum og er það upplifun Lóu líka, sem við erum bæði mjög spennt fyrir. Ég er að gefa því svigrúm hvað þetta er nákvæmlega en með tilkomu nýju „litlu systurinnar“ Gina er í raun breytingin að einhverju leyti þegar orðin, við erum að átta okkur á því smátt og smátt. Hraðinn var svo mikill í lok árs að það gafst lítill tími til að skynja breytingarnar. Sum verkefnin eru þessu tengd eins og með lager og stoðdeildir sem þarf að styrkja en á árinu sem leið fluttum við okkar rekstur allan á sama stað; lager, netverslun og skrifstofur og erum staðsett á besta stað í Garðabænum. Þarna þurfum við að taka mið af því að Gina er kominn á fullt og þarf sitt pláss eins og kallað er. Við erum að vinna að því að skipta félaginu upp sem gerir að verkum að við munum láta fasteignir og rekstur eiga sína hillu hvora samhliða því að við erum kölluð til verka er varðar ólíkar hugmyndir um fjárfestingar sem við þurfum að gefa gaum einnig í nýju skipulagi. Að auki er ég að vinna að verkefnum tengdum samfélagsverkefnum okkar sem ég er mjög spenntur fyrir, sérstaklega með fólkinu mínu í frjálsum íþróttum sem er alltaf mjög orkugefandi.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Áður fann ég að ég þurfti að hafa tasklista í gangi og vann mjög lengi með það að tikka út af honum en nú í dag er það dagatalið í símanum sem syncast við tölvuna og set ég flest ef ekki allt þar inn. Ég segi við fólk, ef það fer ekki í dagatalið, ekki gera ráð fyrir mér. Tasklistann gríp ég í á köflum þegar mig vantar yfirsýn og verkefnin eru orðin það yfirgripsmikil, en dagatalið er samt lykilatriði. Svo er hittingur hjá okkur á skrifstofunni alltaf á föstudögum í hádeginu, þetta höfum við gert í áraraðir. Við fáum okkur hádegismat núna í nýja matsalnum okkar en þá eru flestir mættir, sem þýðir að þar hef ég tækifæri til að deila með fólkinu okkar hvað ég sjálfur er að vinna, sem gefur okkur tækifæri til að stilla saman strengi. Þetta finnst mér mikilvægt auk þess að vera mjög skemmtilegt.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég brosi nú út í annað yfir þessari spurningu því ég fékk vinnusímtal í gærkvöldi sem Lóa tók fyrir mig, ég var sofnaður svo snemma. Yfirleitt hringir ekki síminn út af vinnu svo seint, en það kemur fyrir. Þannig að ég er mjög kvöldsvæfur, finnst gott að sofna snemma og vakna snemma. Þetta var alls ekki svona og sé ég mikið af mér í syni mínum sem stundar sitt háskólanám yfirleitt langt fram á nætur. Það er nefnilega þannig að þegar ég var að kenna markaðsfræði og stefnumótun í Sviþjóð, áður en við byrjuðum með Lindex, þurfti ég að nýta næturnar þegar allir voru sofnaðir til að undirbúa fyrirlestra og má segja að ég hafi „sprengt skalann“ þar og eftir að hafa nánast því vakað tvær annir viðstöðulaust og endað á spítala með lungnabólgu sá ég mikilvægi þess að hafa reglu á svefninum. Eftir þessa dýrmætu reynslu er ég trúr góðum svefnvenjum.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Hef oft grínast með að langa að verða ruslamálaráðherra“ Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík, segist klárlega samsvara sig við karakterinn í áramótaskaupinu sem endaði með að flokka sjálfan sig. Og telur reyndar að sjálf hafi hún bæði flokkað og endurnýtt sjálfan sig. 6. janúar 2024 10:00 Kaffispjallið 2023: A týpur, B týpur, rómantík og alls kyns uppljóstranir Það eru alls kyns leyndarmál og skrýtnar venjur sem opinberast í kaffispjallinu á Vísi á laugardögum. Þegar að við fáum að kynnast fólki aðeins betur en eingöngu sem talsmenn vinnunnar sinnar. Því lífiði er jú meira en bara vinna. 30. desember 2023 10:00 Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist hafa týnt jólabarninu svolítið í sér um tíma. Það er þó að breytast aftur og í dag gefur hún sjálfri sér sex í einkunn sem jólabarn á skalnum 1-10. Með stækkandi fjölskyldu eru nýjar hefðir að bætast við um jólin. 23. desember 2023 10:01 „Ég fæ líklega kartöflu í skóinn á morgun, er það ekki?“ Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital segist svo laglaus að hann sé vinsamlegast beðinn um að þegja þegar það er samsöngur. Snorri viðurkennir að stelast stundum í vasareikni eða excel þegar enginn sér til á kvöldin. 16. desember 2023 10:01 Stálust í pakkana og voru flinkar í að pakka þeim inn aftur Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækja, SFF, er ekki frá því að hún hafi þroskast úr B týpu í meiri A týpu en ef hún lendir í mikilli umferð á leið í vinnu á morgnana, tekur hún skemmtilegt spjall við systur sína eða vinkonu. 9. desember 2023 10:01 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég og Lóa konan mín vöknum yfirleitt fyrst en oft er Kristján Þór tveggja ára „monsinn“ okkar sá fyrsti til að vakna. Hann vill helst byrja daginn á að fara í bílaleik enda eitt fyrsta orðið hans Volvo. Anna Sóley, 11 ára „þruman“ kemur næst, keppnismanneskja sem nýtir snerpuna úr frjálsum til að koma sér hratt af stað Fljótlega er „stjórnarformaðurinn“ Magnús Valur, 14 ára kominn á ról og farinn að segja aðeins til um hvernig best sé að haga hlutunum. Svo er Daníel Victor, 21 árs en stundaskráin hans leyfir honum að stunda sitt nám fram eftir kvöldi og hann þarf því ekki endilega taka daginn snemma. Segja má að uppeldisaðferðir okkar um að leyfa öllum að hafa hlutina eins og þeir vilja nái líka til Tinna sem er hundurinn okkar, en hann sefur og vaknar þegar honum sýnist.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Þegar búið er að koma öllum af stað í skólann er suma daga tennis með þjálfaranum mínum sem er mikill snillingur, svo er það sturta og morgunbæn. Ég hef síðastliðna mánuði tekið upp á því að fasta til hádegis og ekki borða eftir klukkan 20 á kvöldin og því er morgunrútínan yfirleitt sú að fá mér bara Starbucks Pike Place kaffi sem er svolítið óður til þess að í hitteð fyrra áttum við fjölskyldan tækifæri til að fara til Seattle á leið okkar á HM í frjálsum sem haldið var í mínum gamla heimabæ, Eugene í Oregon.“ Eitthvað áramótaheit sem þú ætlar að standa við? „Ég upplifi nýtt ár sem ákveðin kaflaskil og því er gott að fara yfir farinn veg og leggja upp með nýtt tímabil sem er að ganga í garð. Ég sagði við Lóu í fyrrahaust þegar atið var sem mest að það er eitt sem kemur til mín mjög sterkt og það er að klára flugnámið sem ég byrjaði á fyrir töluvert mörgum árum síðan og hef ég síðan hafið hvert ár með fyrirheitum um að „nú skal það takast“ að setjast yfir bækurnar og klára prófið.“ Albert segir meira að segja hundinn Tinna taka þátt í uppeldisaðferðunum á fjölmennu heimilinu en í vinnu heldur Albert utan um skipulagið í calender og með því að skrá verkefni á task-lista.Vísir/RAX Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég finn það mjög sterkt núna að við stöndum á ákveðnum tímamótum og er það upplifun Lóu líka, sem við erum bæði mjög spennt fyrir. Ég er að gefa því svigrúm hvað þetta er nákvæmlega en með tilkomu nýju „litlu systurinnar“ Gina er í raun breytingin að einhverju leyti þegar orðin, við erum að átta okkur á því smátt og smátt. Hraðinn var svo mikill í lok árs að það gafst lítill tími til að skynja breytingarnar. Sum verkefnin eru þessu tengd eins og með lager og stoðdeildir sem þarf að styrkja en á árinu sem leið fluttum við okkar rekstur allan á sama stað; lager, netverslun og skrifstofur og erum staðsett á besta stað í Garðabænum. Þarna þurfum við að taka mið af því að Gina er kominn á fullt og þarf sitt pláss eins og kallað er. Við erum að vinna að því að skipta félaginu upp sem gerir að verkum að við munum láta fasteignir og rekstur eiga sína hillu hvora samhliða því að við erum kölluð til verka er varðar ólíkar hugmyndir um fjárfestingar sem við þurfum að gefa gaum einnig í nýju skipulagi. Að auki er ég að vinna að verkefnum tengdum samfélagsverkefnum okkar sem ég er mjög spenntur fyrir, sérstaklega með fólkinu mínu í frjálsum íþróttum sem er alltaf mjög orkugefandi.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Áður fann ég að ég þurfti að hafa tasklista í gangi og vann mjög lengi með það að tikka út af honum en nú í dag er það dagatalið í símanum sem syncast við tölvuna og set ég flest ef ekki allt þar inn. Ég segi við fólk, ef það fer ekki í dagatalið, ekki gera ráð fyrir mér. Tasklistann gríp ég í á köflum þegar mig vantar yfirsýn og verkefnin eru orðin það yfirgripsmikil, en dagatalið er samt lykilatriði. Svo er hittingur hjá okkur á skrifstofunni alltaf á föstudögum í hádeginu, þetta höfum við gert í áraraðir. Við fáum okkur hádegismat núna í nýja matsalnum okkar en þá eru flestir mættir, sem þýðir að þar hef ég tækifæri til að deila með fólkinu okkar hvað ég sjálfur er að vinna, sem gefur okkur tækifæri til að stilla saman strengi. Þetta finnst mér mikilvægt auk þess að vera mjög skemmtilegt.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég brosi nú út í annað yfir þessari spurningu því ég fékk vinnusímtal í gærkvöldi sem Lóa tók fyrir mig, ég var sofnaður svo snemma. Yfirleitt hringir ekki síminn út af vinnu svo seint, en það kemur fyrir. Þannig að ég er mjög kvöldsvæfur, finnst gott að sofna snemma og vakna snemma. Þetta var alls ekki svona og sé ég mikið af mér í syni mínum sem stundar sitt háskólanám yfirleitt langt fram á nætur. Það er nefnilega þannig að þegar ég var að kenna markaðsfræði og stefnumótun í Sviþjóð, áður en við byrjuðum með Lindex, þurfti ég að nýta næturnar þegar allir voru sofnaðir til að undirbúa fyrirlestra og má segja að ég hafi „sprengt skalann“ þar og eftir að hafa nánast því vakað tvær annir viðstöðulaust og endað á spítala með lungnabólgu sá ég mikilvægi þess að hafa reglu á svefninum. Eftir þessa dýrmætu reynslu er ég trúr góðum svefnvenjum.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Hef oft grínast með að langa að verða ruslamálaráðherra“ Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík, segist klárlega samsvara sig við karakterinn í áramótaskaupinu sem endaði með að flokka sjálfan sig. Og telur reyndar að sjálf hafi hún bæði flokkað og endurnýtt sjálfan sig. 6. janúar 2024 10:00 Kaffispjallið 2023: A týpur, B týpur, rómantík og alls kyns uppljóstranir Það eru alls kyns leyndarmál og skrýtnar venjur sem opinberast í kaffispjallinu á Vísi á laugardögum. Þegar að við fáum að kynnast fólki aðeins betur en eingöngu sem talsmenn vinnunnar sinnar. Því lífiði er jú meira en bara vinna. 30. desember 2023 10:00 Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist hafa týnt jólabarninu svolítið í sér um tíma. Það er þó að breytast aftur og í dag gefur hún sjálfri sér sex í einkunn sem jólabarn á skalnum 1-10. Með stækkandi fjölskyldu eru nýjar hefðir að bætast við um jólin. 23. desember 2023 10:01 „Ég fæ líklega kartöflu í skóinn á morgun, er það ekki?“ Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital segist svo laglaus að hann sé vinsamlegast beðinn um að þegja þegar það er samsöngur. Snorri viðurkennir að stelast stundum í vasareikni eða excel þegar enginn sér til á kvöldin. 16. desember 2023 10:01 Stálust í pakkana og voru flinkar í að pakka þeim inn aftur Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækja, SFF, er ekki frá því að hún hafi þroskast úr B týpu í meiri A týpu en ef hún lendir í mikilli umferð á leið í vinnu á morgnana, tekur hún skemmtilegt spjall við systur sína eða vinkonu. 9. desember 2023 10:01 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Hef oft grínast með að langa að verða ruslamálaráðherra“ Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík, segist klárlega samsvara sig við karakterinn í áramótaskaupinu sem endaði með að flokka sjálfan sig. Og telur reyndar að sjálf hafi hún bæði flokkað og endurnýtt sjálfan sig. 6. janúar 2024 10:00
Kaffispjallið 2023: A týpur, B týpur, rómantík og alls kyns uppljóstranir Það eru alls kyns leyndarmál og skrýtnar venjur sem opinberast í kaffispjallinu á Vísi á laugardögum. Þegar að við fáum að kynnast fólki aðeins betur en eingöngu sem talsmenn vinnunnar sinnar. Því lífiði er jú meira en bara vinna. 30. desember 2023 10:00
Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist hafa týnt jólabarninu svolítið í sér um tíma. Það er þó að breytast aftur og í dag gefur hún sjálfri sér sex í einkunn sem jólabarn á skalnum 1-10. Með stækkandi fjölskyldu eru nýjar hefðir að bætast við um jólin. 23. desember 2023 10:01
„Ég fæ líklega kartöflu í skóinn á morgun, er það ekki?“ Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital segist svo laglaus að hann sé vinsamlegast beðinn um að þegja þegar það er samsöngur. Snorri viðurkennir að stelast stundum í vasareikni eða excel þegar enginn sér til á kvöldin. 16. desember 2023 10:01
Stálust í pakkana og voru flinkar í að pakka þeim inn aftur Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækja, SFF, er ekki frá því að hún hafi þroskast úr B týpu í meiri A týpu en ef hún lendir í mikilli umferð á leið í vinnu á morgnana, tekur hún skemmtilegt spjall við systur sína eða vinkonu. 9. desember 2023 10:01