Innlent

Hált á vett­vangi á­rekstursins

Árni Sæberg skrifar
Áreksturinn varð skammt frá afleggjarnum að þjóðgarðinum í Skaftafelli.
Áreksturinn varð skammt frá afleggjarnum að þjóðgarðinum í Skaftafelli. Vísir/Vilhelm

Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir mikla hálku vera við Skaftafell þar sem tveir fólksbílar skullu saman í morgun og átta slösuðust. Tveir eru alvarlega slasaðir og fólkið hefur enn ekki verið flutt á sjúkrahús.

„Það er hált þarna, það er þessi svarta ísing á vettvangi. Vegir eru blautir og hiti við frostmark. Það er allavega hált þarna en hvort það er það sem hefur orsakað slysið, það verður rannsóknin að leiða í ljós,“ segir Sveinn Rúnar Kristjánsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu.

Hann segir að hópslysaáætlun hafi verið virkjuð vegna slyssins vegna þess að langt er í helstu bjargir. Búið sé að afturkalla einhver útköll. Sjúkrahúsið á Selfossi sé komið á viðbúnaðarstig. Þá sé gert ráð fyrir því að einhverjir verði fluttir með þyrlu til Reykjavíkur.

Sveinn Rúnar segir að enn sem komið er hafi enginn þeirra slösuðu verið fluttur af vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×