VAR í sviðs­ljósinu í marka­lausu jafn­tefli á Goodi­son Park

LItlu munaði að upp úr myndi sjóða á Goodison Park í dag.
LItlu munaði að upp úr myndi sjóða á Goodison Park í dag. Vísir/Getty

Aston Villa átti möguleika á því að jafna Liverpool að stigum með sigri í dag en Everton er að berjast í neðri hlutanum enda tíu stig dregin af félaginu fyrir áramótin.

Fyrri hálfleikur var fremur bragðdaufur. Alex Moreno skoraði reyndar gott mark fyrir Aston Villa á 18. mínútu sem VAR tók sér nærri fimm mínútur í að skoða vegna rangstöðu. Að lokum var niðurstaðan að markið skyldi dæmt af en erfitt var fyrir áhorfendur að átta sig á gangi mála.

Dominic Calvert-Lewin fékk síðan algjört dauðafæri til að koma Everton í forystu en Emiliano Martinez í marki Aston Villa varði vel.

Markalaust var í hálfleik og í síðari hálfleik gerðu bæði liðin sig líkleg til að skora í nokkur skipti. Undir lokin slapp Abdoulaye Doucoure í gegn og skoraði en var réttilega dæmdur rangstæður.

Niðurstaðan að lokum var markalaust jafntefli og Aston Villa komið upp fyrir Manchester City og í annað sæti deildarinnar en City á leik til góða. Everton er í 17. sæti og einu stigi fyrir ofan fallsæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira