Ekkert barnabann í Háskóla Íslands Lovísa Arnardóttir skrifar 13. janúar 2024 16:00 Kristinn Andersen hjá HÍ segir að skólinn reyni eftir bestu getu að koma til móts við fólk. Sama hvort það varðar börn þeirra eða einhver sérstök úrræði sem þau þurfa til að sinna námi sínu. Aðsend og Vísir/Vilhelm Ekki hafa komið upp nein vandamál hvað varðar viðveru barna í tímum við Háskóla Íslands eða brjóstagjöf. Það segir Kristinn Andersen sviðsstjóri kennslumála hjá Háskóla Íslands í samtali við fréttastofu. Fjallað var um það fyrr í vikunni að í Háskólanum á Akureyri sé barnabann í ákveðnum tímum og að það sé undir hverjum kennara komið að setja reglur í sínum kúrsi. Einstæð móðir með barn á brjósti sagði frá því að hún þyrfti annað hvort að hætta í einum kúrsinum eða sætta sig við lægri einkunn vegna þess að hún má ekki gefa brjóst inni í tíma, vegna barnabannsins. Forsvarsmenn HA sögðu reynt að koma til móts við foreldra en að gæta þyrfti hagsmuna annarra nemenda um leið. „Við könnuðum hjá okkur innan HÍ hvort viðvera með börn og brjóstagjöf við kennslu hafi verið vandamál. Svo hefur ekki verið og leyst hefur verið úr slíkum málum í samráði kennara og nemenda í hverju tilviki,“ segir Kristinn. Hann segir að ekki hafi komið til þess að reglur hafi verið settar um þessi mál í háskólanum. „Við höfðum samband við hvert fræðasvið en meginlínurnar í náminu eru settar á hverju sviði fyrir sig. Við spurðum hvort að svona mál hefðu komið upp og það kannaðist enginn við það,“ segir Kristinn. Börn oft með foreldrum sínum Hann segir að í svörum hafi komið fram að á sumum sviðum væri talsvert um það að fólk væri með börn og þá mæti þau stundum með foreldrum sínum. „Það hefur ekki verið neitt vandamál. Það hefur verið liðkað til fyrir því.“ Það er væntanlega verið að vinna allskonar verkefni á meðan þessu stendur? Hópaverkefni og fyrirlestra og annað? „Já og það var undir í þeim spurningum sem við sendum á sviðin. Að þetta væri almennt séð í náminu. Það voru engin tilvik sem fólk mundi eftir þar sem voru einhver vandræði.“ Myndið þið sjá eitthvað tilefni til þess að vera með einhvers konar barnabann? „Nei, nei, langt því frá. Við reynum að koma til móts við nemendur eins og hægt er. Það eru allskonar úrræði sama hvað það er. Hvort það eru fatlanir, sérþarfir eða sérúrræði. Háskólinn hefur reynt að verða við því eins og hægt er. Þvert á móti. Við reynum að vinna með nemendum. Það getur auðvitað verið misjafnt eftir kennurum en við höfum engar spurnir af öðru en að þetta hafi gengið smurt,“ segir Kristinn og að hann hafi sjálfur haft nemendur hjá sér með börn í tíma. Kristinn tók við stöðu sviðsstjóra kennslumála fyrir nokkrum mánuðum en kenndi verkfræði fyrir það. Hann segir viðveru barna ekki hafa verið vandamál. Mynd/Háskóli Íslands „Ég kenni verkfræði og það var ungur maður sem kom með barnavagn í kennslustund og það var besta mál og tilbreyting fyrir okkur.“ Sérstök aðstaða í prófi Kristinn segir að í prófum sé jafnframt komið til móts við nemendur sem þurfa að sinna brjóstagjöf með því að bjóða sérstaka aðstöðu til hennar. „Það er sérstakt herbergi þar sem konur geta gefið brjóst á meðan prófi stendur. Þannig það er passað upp á allt sé til staðar og tekið tillit til þeirra.“ Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Háskólar Akureyri Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Fjallað var um það fyrr í vikunni að í Háskólanum á Akureyri sé barnabann í ákveðnum tímum og að það sé undir hverjum kennara komið að setja reglur í sínum kúrsi. Einstæð móðir með barn á brjósti sagði frá því að hún þyrfti annað hvort að hætta í einum kúrsinum eða sætta sig við lægri einkunn vegna þess að hún má ekki gefa brjóst inni í tíma, vegna barnabannsins. Forsvarsmenn HA sögðu reynt að koma til móts við foreldra en að gæta þyrfti hagsmuna annarra nemenda um leið. „Við könnuðum hjá okkur innan HÍ hvort viðvera með börn og brjóstagjöf við kennslu hafi verið vandamál. Svo hefur ekki verið og leyst hefur verið úr slíkum málum í samráði kennara og nemenda í hverju tilviki,“ segir Kristinn. Hann segir að ekki hafi komið til þess að reglur hafi verið settar um þessi mál í háskólanum. „Við höfðum samband við hvert fræðasvið en meginlínurnar í náminu eru settar á hverju sviði fyrir sig. Við spurðum hvort að svona mál hefðu komið upp og það kannaðist enginn við það,“ segir Kristinn. Börn oft með foreldrum sínum Hann segir að í svörum hafi komið fram að á sumum sviðum væri talsvert um það að fólk væri með börn og þá mæti þau stundum með foreldrum sínum. „Það hefur ekki verið neitt vandamál. Það hefur verið liðkað til fyrir því.“ Það er væntanlega verið að vinna allskonar verkefni á meðan þessu stendur? Hópaverkefni og fyrirlestra og annað? „Já og það var undir í þeim spurningum sem við sendum á sviðin. Að þetta væri almennt séð í náminu. Það voru engin tilvik sem fólk mundi eftir þar sem voru einhver vandræði.“ Myndið þið sjá eitthvað tilefni til þess að vera með einhvers konar barnabann? „Nei, nei, langt því frá. Við reynum að koma til móts við nemendur eins og hægt er. Það eru allskonar úrræði sama hvað það er. Hvort það eru fatlanir, sérþarfir eða sérúrræði. Háskólinn hefur reynt að verða við því eins og hægt er. Þvert á móti. Við reynum að vinna með nemendum. Það getur auðvitað verið misjafnt eftir kennurum en við höfum engar spurnir af öðru en að þetta hafi gengið smurt,“ segir Kristinn og að hann hafi sjálfur haft nemendur hjá sér með börn í tíma. Kristinn tók við stöðu sviðsstjóra kennslumála fyrir nokkrum mánuðum en kenndi verkfræði fyrir það. Hann segir viðveru barna ekki hafa verið vandamál. Mynd/Háskóli Íslands „Ég kenni verkfræði og það var ungur maður sem kom með barnavagn í kennslustund og það var besta mál og tilbreyting fyrir okkur.“ Sérstök aðstaða í prófi Kristinn segir að í prófum sé jafnframt komið til móts við nemendur sem þurfa að sinna brjóstagjöf með því að bjóða sérstaka aðstöðu til hennar. „Það er sérstakt herbergi þar sem konur geta gefið brjóst á meðan prófi stendur. Þannig það er passað upp á allt sé til staðar og tekið tillit til þeirra.“
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Háskólar Akureyri Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira