Handbolti

Kristján Örn og Óðinn Þór ekki í hóp á móti Serbum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Þorsteinn Ólafsson mun leika sinn fyrsta stórmótsleik í dag.
Einar Þorsteinn Ólafsson mun leika sinn fyrsta stórmótsleik í dag. vísir/Hulda Margrét

Snorri Steinn Guðjónsson hefur valið þá sextán leikmenn sem mæta Serbíu í dag í fyrsta leik íslenska liðsins á Evrópumótinu í handbolta í Þýskalandi.

Þetta er fyrsti leikurinn sem Snorri Steinn stýrir á stórmóti og fyrsti keppnisleikur landsliðsins undir hans stjórn.

Hægri skyttan Kristján Örn Kristjánsson og hægri hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson hvíla í dag en Óðinn hefur verið að glíma við veikindi.

Sigvaldi Björn Guðjónsson er því eini hægri hornamaður íslenska liðsins en svo var einnig í síðari æfingaleiknum á móti Austurríki þar sem hann skoraði ellefu mörk úr ellefu skotum.

Leikurinn hefst klukkan 17.00 að íslenskum tíma en fylgst verður vel með leiknum hér inn á Vísi.

  • Hópurinn á móti Serbíu:
  • Markverðir:
  • Björgvin Páll Gústavsson, Valur (260/21)
  • Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (51/1)
  • Aðrir leikmenn:
  • Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (87/94)
  • Aron Pálmarsson, FH (170/649)
  • Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (107/372)
  • Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (4/0)
  • Elliði Snær Viðarsson, VfL Gummersbach (39/76)
  • Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (68/160)
  • Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (53/121)
  • Haukur Þrastarson, Barlinek Industria Kielce (25/32)
  • Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (74/118)
  • Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (76/361)
  • Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Håndball (65/184)
  • Stiven Tobar Valencia, Benfica (8/10)
  • Viggó Kristjánsson, SC DHfK Leipzig Handball (46/120)
  • Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (78/35)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×