Viðskipti innlent

Hækkar vexti verð­tryggðra lána

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Íslandsbanki hefur tilkynnt breytingar á vöxtum húsnæðislána.
Íslandsbanki hefur tilkynnt breytingar á vöxtum húsnæðislána.

Íslandsbanki hefur tilkynnt um breytingar á vöxtum inn-og útlána. Breytingarnar taka gildi þriðjudaginn 16. janúar.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bankans. Meðal breytinga eru þær að vextir verðtryggðra húsnæðislána hækka. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána lækka.

Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til þriggja ára lækka um 0,20 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til fimm ára lækka um 0,40 prósentustig.

Breytilegir verðtryggðir kjörvextir hækka um 0,40 prósentustig. Breytilegir vextir verðtryggðra húsnæðislána hækka um 0,40 prósentustig. Fastir vextir verðtryggðra húsnæðislána hækka um 0,25 prósentustig. Vextir á verðtryggðum innlánsreikningum hækka almennt um 0,40 prósentustig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×