32 naggrísum komið fyrir á fósturheimili Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. janúar 2024 10:10 Sjálfboðaliðar hjá Dýrahjálp fjölmenntu á þremur bílum með fleiri búr og sóttu naggrísina. Í ljós kom að þeir voru 32 talsins og höfðu dvalið í óupphituðu húsi. vísir Sjálfboðaliðar hjá Dýrahjálp Íslands forðuðu 32 naggrísum frá aflífun með því að koma þeim úr óupphituðu hesthúsi og yfir á fósturheimili. Þeir leita nú að framtíðarheimili. Fyrir jól hafði dýralæknir samband við Dýrahjálp Íslands og sagði að hún hefði fengið beiðni um að aflífa fleiri en tuttugu naggrísi sem fundust í hesthúsi. „Og hún hafði samband við okkur til að athuga hvort við hefðum tök á að taka við þeim frekar og í kjölfarið var sú sem átti þá mjög hamingjusöm með að hægt væri að koma þeim annað í stað þess að aflífa þá,“ Sonja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands. Dýrin hafi verið í góðu ásigkomulagi og við góða heilsu enda segir Sonja að hugsað hafi verið vel um þá. Sonja og Aron starfa hjá dýrahjálp. Harpa Valdís er nú með þrjá naggrísi í fóstri sem bíða þess að komast á framtíðarheimili.einar árnason Sjálfboðaliðar hjá Dýrahjálp fjölmenntu á þremur bílum með fleiri búr og sóttu naggrísina. Í ljós kom að þeir voru 32 talsins og höfðu dvalið í óupphituðu húsi. „Naggrísir eru hitabeltisdýr og vilja frekar vera í mjög hlýju umhverfi. Koma frá Suður-Ameríku og líður mjög illa í kulda.“ Hver og einn naggrís var vigtaður. kyngreindur og klærnar klipptar. Þeim var öllum komið fyrir á fósturheimilum og leita nú að framtíðarheimili. Dýrin voru öll vigtuð og þau kyngreind.dýrahálp íslands „Ég hef átt núna fimm naggrísi og þetta eru yndisleg dýr, það er eins og bíó að fylgjast með þeim. Þeir eru ekkert smá fyndnir, sagði Aron Ingi Smárason,“ sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp Íslands. Þeir séu stórskemmtilegir en þarfnist pláss og tíma. Dýrin lifa í fimm til sjö ár. Eru hópdýr og líður best nokkrum saman. Svakalegt krútt.einar árnason Harpa er ein þeirra sem hefur skotið skjólshúsi yfir dýr og tekið þau í fóstur þar til framtíðarheimili finnst. „Ég hef verið neyðarfóstur aðallega og svo ákvað ég að taka við þessum grísum núna, þær eru svolítið mikið skemmtilegar,“ segir Harpa Valdís Þorkelsdóttir, með naggrísi í fóstri. Þessum finnst ferskt grænmeti hrikalega gott eins og flestum naggrísum.einar árnason Á vefsíðu Dýrahjálpar má finna yfirlit yfir þau dýr sem eru í heimilisleit og hvetja Aron og Sonja þau sem eru áhugasöm um að hafa samband. Lubbi er eini naggrísinn sem kominn er á framtíðarheimili. Og sjáið hvað hann er kátur með það. dýrahjálp íslands Myndir þú mæla með þessu? „Algjörlega, ef þú ert með plássið og finnst lítil dýr skemmtileg sem gefa alls konar hljóð frá sér. Klárlega.“ Dýr Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Fyrir jól hafði dýralæknir samband við Dýrahjálp Íslands og sagði að hún hefði fengið beiðni um að aflífa fleiri en tuttugu naggrísi sem fundust í hesthúsi. „Og hún hafði samband við okkur til að athuga hvort við hefðum tök á að taka við þeim frekar og í kjölfarið var sú sem átti þá mjög hamingjusöm með að hægt væri að koma þeim annað í stað þess að aflífa þá,“ Sonja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands. Dýrin hafi verið í góðu ásigkomulagi og við góða heilsu enda segir Sonja að hugsað hafi verið vel um þá. Sonja og Aron starfa hjá dýrahjálp. Harpa Valdís er nú með þrjá naggrísi í fóstri sem bíða þess að komast á framtíðarheimili.einar árnason Sjálfboðaliðar hjá Dýrahjálp fjölmenntu á þremur bílum með fleiri búr og sóttu naggrísina. Í ljós kom að þeir voru 32 talsins og höfðu dvalið í óupphituðu húsi. „Naggrísir eru hitabeltisdýr og vilja frekar vera í mjög hlýju umhverfi. Koma frá Suður-Ameríku og líður mjög illa í kulda.“ Hver og einn naggrís var vigtaður. kyngreindur og klærnar klipptar. Þeim var öllum komið fyrir á fósturheimilum og leita nú að framtíðarheimili. Dýrin voru öll vigtuð og þau kyngreind.dýrahálp íslands „Ég hef átt núna fimm naggrísi og þetta eru yndisleg dýr, það er eins og bíó að fylgjast með þeim. Þeir eru ekkert smá fyndnir, sagði Aron Ingi Smárason,“ sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp Íslands. Þeir séu stórskemmtilegir en þarfnist pláss og tíma. Dýrin lifa í fimm til sjö ár. Eru hópdýr og líður best nokkrum saman. Svakalegt krútt.einar árnason Harpa er ein þeirra sem hefur skotið skjólshúsi yfir dýr og tekið þau í fóstur þar til framtíðarheimili finnst. „Ég hef verið neyðarfóstur aðallega og svo ákvað ég að taka við þessum grísum núna, þær eru svolítið mikið skemmtilegar,“ segir Harpa Valdís Þorkelsdóttir, með naggrísi í fóstri. Þessum finnst ferskt grænmeti hrikalega gott eins og flestum naggrísum.einar árnason Á vefsíðu Dýrahjálpar má finna yfirlit yfir þau dýr sem eru í heimilisleit og hvetja Aron og Sonja þau sem eru áhugasöm um að hafa samband. Lubbi er eini naggrísinn sem kominn er á framtíðarheimili. Og sjáið hvað hann er kátur með það. dýrahjálp íslands Myndir þú mæla með þessu? „Algjörlega, ef þú ert með plássið og finnst lítil dýr skemmtileg sem gefa alls konar hljóð frá sér. Klárlega.“
Dýr Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira