Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Ríkislögreglustjóri hefur fyrirskipað brottflutning allra úr Grindavík á grundvelli nýs áhættumats á svæðinu. Bannað verður að dvelja og starfa í bænum í þrjár vikur frá og með mánudeginum. Við förum yfir vendingar dagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og ræðum við Víði Reynisson í beinni útsendingu.

Bandaríkin sprengdu enn eitt skotmark uppreisnarmanna Húta í loft upp í Jemen í nótt eftir umfangsmiklar árásir í félagi við Breta síðustu daga. Sameinuðu þjóðirnar segja stórhættulega vegferð farna af stað á svæðinu, sem haft gæti áhrif á milljónir manna um heim allan.

Við sýnum einnig myndir frá fjölmennri samstöðugöngu fyrir Palestínu í Miðborginni í dag og förum á vettvang á Hringbraut í Vesturbænum, þar sem ökuníðingur olli stórtjóni í morgun. 

Þá hittum við sjálfboðaliða hjá Dýrahjálp sem forðuðu þrjátíu og tveimur naggrísum frá aflífun. Naggrísirnir leita nú að framtíðarheimili. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×