„Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2024 22:00 Ómar Ingi Magnússon náði sér engan veginn á strik gegn Serbum en er staðráðinn í að sýna sitt rétta andlit í næstu leikjum. VÍSIR/VILHELM „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. Ómar var vissulega langt frá sínu besta í 27-27 jafnteflinu við Serbíu í gærkvöld og hefur fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir. Hann segir að stundum sé líka mikilvægt að „gleyma“ enda er örstutt í næsta leik, við Svartfjallaland á morgun klukkan 17. „Þetta var svolítið skrýtið, og erfiður gærdagur, sérstaklega þar sem við vorum alls ekki nógu beittir. En gríðarlega gott að ná í stigið,“ segir Ómar en leikmenn landsliðsins ræddu við fjölmiðla fyrir æfingu í München í dag. Um hvað hugsaði hann á koddanum í gærkvöld? „Bara um allt sem maður hefði getað gert betur, og liðið getað gert betur. Hvað maður hefði getað gert öðruvísi og allt það, svona eins og venjulega þegar ekki gengur vel,“ segir Ómar, ósáttur við sína frammistöðu en hann var þó bara einn af fleirum sem náðu sér engan veginn á strik í sóknarleiknum. Munum gera töluvert betur sóknarlega „Ég veit ekki af hverju þetta gerðist en við erum búnir að kíkja á þetta og sjá hvað við hefðum getað gert betur. Við náum vonandi að framkvæma betur í næsta leik. Þetta er einn leikur – ef þetta verður stabílt svona þá er það klárlega áhyggjuefni – en ég held að við munum mæta klárir í næsta leik og gera töluvert betur sóknarlega. Mér fannst vörnin vera nokkuð traust allan tímann, þó að það séu nokkur atriði þar sem við getum lagað líka. En þetta var aðallega sóknin. En maður þarf að vera fljótur að gleyma líka,“ segir Ómar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Ómar Ingi svekktur með sig og liðið „Fullæstir á köflum“ „Þetta var fyrsti leikur og svona. Við vorum fullæstir á köflum. Kannski að hugsa of mikið sóknarlega, eða eitthvað þannig. Náðum bara ekki að spila basic handbolta nógu vel. Ákvörðunartakan var stundum sérstök og ekki það sem við erum vanir að gera. Vonandi var þetta bara einhver skrekkur í fyrsta leik og við getum komist í góðan takt,“ bætir hann við. Ómari var að sjálfsögðu létt að Ísland skyldi vinna upp þriggja marka forskot á síðustu hundrað sekúndum leiksins: „Þetta var bara rosalegt. Ég hálftrúði þessu ekki. Þetta sýnir ákveðin gæði, að geta búið til eitthvað svona úr engu, í vonlausri stöðu. Það er mjög sterkt.“ Svartfellingar nýti sömu aðferðir og Serbar Næst á dagskrá er leikurinn við Svartfellinga sem voru afar nálægt því að taka stig af Ungverjum í gærkvöld. „Þeir eru með flotta leikmenn líka. Þeir munu líka skoða leik okkar við Serba og sjá hvað þeir gerðu vel. Ég reikna með að þeir spili svipaðan varnarleik og Serbarnir, og við þurfum að vera klárir í hörkuslag,“ segir Ómar. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir EM í dag: Síðast endaði Ísland á að vinna verðlaun Það er heldur betur farið að hitna í kolunum á EM karla í handbolta í Þýskalandi. Í öðrum þætti af EM í dag fóru Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson yfir fyrsta leikdag, stemninguna í München og geðsveiflurnar sem fylgdu jafnteflinu vði Serbíu. 13. janúar 2024 11:01 Myndaveisla: Ísland bjargaði stigi gegn Serbíu Ísland og Serbía skildu jöfn í fyrsta leik liðanna á EM í Þýskalandi en lokatölur leiksins voru 27-27 eftir frábæran endasprett íslenska liðsins. 13. janúar 2024 07:00 Skýrsla Sindra: Aron bjargaði mótinu en þetta gengur ekki Hundrað sekúndur eftir. Aron með boltann og Ísland þremur mörkum undir, eftir arfaslaka frammistöðu allt kvöldið. Á einhvern ótrúlegan hátt endaði þetta samt þannig að þúsundir Íslendinga gengu léttir í lund út úr Ólympíuhöllinni í München. 12. janúar 2024 22:32 Einkunnir strákanna okkar á móti Serbíu: Hornamennirnir bestir Íslenska handboltalandsliðið náði í dýrmætt stig gegn Serbíu með þremur mörkum í röð á ótrúlegum lokamínútum í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í handbolta í Þýskalandi. 12. janúar 2024 19:50 Tölfræðin á móti Serbíu: Unnu síðustu hundrað sekúndurnar 3-0 Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði 27-27 jafntefli við Serbíu eftir ótrúlega endurkomu í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi. 12. janúar 2024 19:07 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira
Ómar var vissulega langt frá sínu besta í 27-27 jafnteflinu við Serbíu í gærkvöld og hefur fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir. Hann segir að stundum sé líka mikilvægt að „gleyma“ enda er örstutt í næsta leik, við Svartfjallaland á morgun klukkan 17. „Þetta var svolítið skrýtið, og erfiður gærdagur, sérstaklega þar sem við vorum alls ekki nógu beittir. En gríðarlega gott að ná í stigið,“ segir Ómar en leikmenn landsliðsins ræddu við fjölmiðla fyrir æfingu í München í dag. Um hvað hugsaði hann á koddanum í gærkvöld? „Bara um allt sem maður hefði getað gert betur, og liðið getað gert betur. Hvað maður hefði getað gert öðruvísi og allt það, svona eins og venjulega þegar ekki gengur vel,“ segir Ómar, ósáttur við sína frammistöðu en hann var þó bara einn af fleirum sem náðu sér engan veginn á strik í sóknarleiknum. Munum gera töluvert betur sóknarlega „Ég veit ekki af hverju þetta gerðist en við erum búnir að kíkja á þetta og sjá hvað við hefðum getað gert betur. Við náum vonandi að framkvæma betur í næsta leik. Þetta er einn leikur – ef þetta verður stabílt svona þá er það klárlega áhyggjuefni – en ég held að við munum mæta klárir í næsta leik og gera töluvert betur sóknarlega. Mér fannst vörnin vera nokkuð traust allan tímann, þó að það séu nokkur atriði þar sem við getum lagað líka. En þetta var aðallega sóknin. En maður þarf að vera fljótur að gleyma líka,“ segir Ómar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Ómar Ingi svekktur með sig og liðið „Fullæstir á köflum“ „Þetta var fyrsti leikur og svona. Við vorum fullæstir á köflum. Kannski að hugsa of mikið sóknarlega, eða eitthvað þannig. Náðum bara ekki að spila basic handbolta nógu vel. Ákvörðunartakan var stundum sérstök og ekki það sem við erum vanir að gera. Vonandi var þetta bara einhver skrekkur í fyrsta leik og við getum komist í góðan takt,“ bætir hann við. Ómari var að sjálfsögðu létt að Ísland skyldi vinna upp þriggja marka forskot á síðustu hundrað sekúndum leiksins: „Þetta var bara rosalegt. Ég hálftrúði þessu ekki. Þetta sýnir ákveðin gæði, að geta búið til eitthvað svona úr engu, í vonlausri stöðu. Það er mjög sterkt.“ Svartfellingar nýti sömu aðferðir og Serbar Næst á dagskrá er leikurinn við Svartfellinga sem voru afar nálægt því að taka stig af Ungverjum í gærkvöld. „Þeir eru með flotta leikmenn líka. Þeir munu líka skoða leik okkar við Serba og sjá hvað þeir gerðu vel. Ég reikna með að þeir spili svipaðan varnarleik og Serbarnir, og við þurfum að vera klárir í hörkuslag,“ segir Ómar.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir EM í dag: Síðast endaði Ísland á að vinna verðlaun Það er heldur betur farið að hitna í kolunum á EM karla í handbolta í Þýskalandi. Í öðrum þætti af EM í dag fóru Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson yfir fyrsta leikdag, stemninguna í München og geðsveiflurnar sem fylgdu jafnteflinu vði Serbíu. 13. janúar 2024 11:01 Myndaveisla: Ísland bjargaði stigi gegn Serbíu Ísland og Serbía skildu jöfn í fyrsta leik liðanna á EM í Þýskalandi en lokatölur leiksins voru 27-27 eftir frábæran endasprett íslenska liðsins. 13. janúar 2024 07:00 Skýrsla Sindra: Aron bjargaði mótinu en þetta gengur ekki Hundrað sekúndur eftir. Aron með boltann og Ísland þremur mörkum undir, eftir arfaslaka frammistöðu allt kvöldið. Á einhvern ótrúlegan hátt endaði þetta samt þannig að þúsundir Íslendinga gengu léttir í lund út úr Ólympíuhöllinni í München. 12. janúar 2024 22:32 Einkunnir strákanna okkar á móti Serbíu: Hornamennirnir bestir Íslenska handboltalandsliðið náði í dýrmætt stig gegn Serbíu með þremur mörkum í röð á ótrúlegum lokamínútum í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í handbolta í Þýskalandi. 12. janúar 2024 19:50 Tölfræðin á móti Serbíu: Unnu síðustu hundrað sekúndurnar 3-0 Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði 27-27 jafntefli við Serbíu eftir ótrúlega endurkomu í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi. 12. janúar 2024 19:07 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira
EM í dag: Síðast endaði Ísland á að vinna verðlaun Það er heldur betur farið að hitna í kolunum á EM karla í handbolta í Þýskalandi. Í öðrum þætti af EM í dag fóru Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson yfir fyrsta leikdag, stemninguna í München og geðsveiflurnar sem fylgdu jafnteflinu vði Serbíu. 13. janúar 2024 11:01
Myndaveisla: Ísland bjargaði stigi gegn Serbíu Ísland og Serbía skildu jöfn í fyrsta leik liðanna á EM í Þýskalandi en lokatölur leiksins voru 27-27 eftir frábæran endasprett íslenska liðsins. 13. janúar 2024 07:00
Skýrsla Sindra: Aron bjargaði mótinu en þetta gengur ekki Hundrað sekúndur eftir. Aron með boltann og Ísland þremur mörkum undir, eftir arfaslaka frammistöðu allt kvöldið. Á einhvern ótrúlegan hátt endaði þetta samt þannig að þúsundir Íslendinga gengu léttir í lund út úr Ólympíuhöllinni í München. 12. janúar 2024 22:32
Einkunnir strákanna okkar á móti Serbíu: Hornamennirnir bestir Íslenska handboltalandsliðið náði í dýrmætt stig gegn Serbíu með þremur mörkum í röð á ótrúlegum lokamínútum í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í handbolta í Þýskalandi. 12. janúar 2024 19:50
Tölfræðin á móti Serbíu: Unnu síðustu hundrað sekúndurnar 3-0 Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði 27-27 jafntefli við Serbíu eftir ótrúlega endurkomu í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi. 12. janúar 2024 19:07