„Hitti hann ágætlega í andlitið“ Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2024 08:00 Elliði Snær Viðarsson varð að láta sér nægja að vera uppi í stúku stóran hluta leiksins gegn Serbíu og mætir úthvíldur í leikinn við Svartfellinga. VÍSIR/VILHELM Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. Elliði var rekinn af velli eftir tæplega korters leik gegn Serbum og tók því mun minni þátt en ella í 27-27 jafnteflinu. „Ég horfði nú bara á þetta atvik einu sinni og þurfti ekki að sjá þetta oft. Ég var líka nokkuð viss um það inni á vellinum að þetta væri búið, þegar dómararnir fóru í VAR. Ég var að vonast eftir tveggja mínútna brottvísun en ég hitti hann ágætlega í andlitið,“ sagði Elliði sem að sjálfsögðu ætlaði sér ekki að veita þetta kjaftshögg: „Nei, alls ekki. Hann smeygir sér frá þegar ég ætla að fara í líkamann hans og það endaði á að ég rakst í andlitið hans, því miður. Þetta var réttur dómur. Auðvitað vill maður vera inni á vellinum og sérstaklega þegar það var ekki allt að ganga. Þá vill maður geta hjálpað liðinu en maður getur lítið gert uppi í sætaröð tvö. Á sama tíma var geggjað að ná í stig úr því sem komið var,“ sagði Elliði á æfingu landsliðsins í gær. Klippa: Elliði ætlar að spila meira í dag Orðið var við Eyjamennina Hundruð Eyjamanna eru í München vegna mótsins og Elliði, sem er frá Vestmannaeyjum en býr í Þýskalandi og spilar með Gummersbach, hefur orðið var við það: „Það eru alveg nokkrir Eyjamenn hérna, maður hefur alveg orðið var við þá. Það er alvöru stemningsfólk þar. Það er bara geggjað. Maður þekkir mikið af fólki og það var mikil gæsahúð í þjóðsöngnum, eins og venjulega, en hún var extra mikil fyrir þennan leik og væntanlega verður enn betur tekið undir [í dag].“ „Vonandi endist ég aðeins lengur“ Aðspurður hvernig leikmenn hefðu almennt tekið frammistöðunni og úrslitunum gegn Serbíu svaraði Elliði: „Þetta var á báða bóga. Svekkelsi en samt léttleiki. Menn voru fljótir að líta á björtu hliðarnar. Það hefði verið mikið, mikið verra að tapa þessu stigi. Þetta hjálpar okkur gríðarlega mikið.“ Sigur gegn Svartfjallalandi í dag myndi svo hjálpa enn meira og Elliði er klár í þann erfiða slag: „Ég er bara drulluferskur. Tíu mínútur voru fín upphitun í þessu móti en vonandi endist ég aðeins lengur í næsta leik.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist mótinu í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira
Elliði var rekinn af velli eftir tæplega korters leik gegn Serbum og tók því mun minni þátt en ella í 27-27 jafnteflinu. „Ég horfði nú bara á þetta atvik einu sinni og þurfti ekki að sjá þetta oft. Ég var líka nokkuð viss um það inni á vellinum að þetta væri búið, þegar dómararnir fóru í VAR. Ég var að vonast eftir tveggja mínútna brottvísun en ég hitti hann ágætlega í andlitið,“ sagði Elliði sem að sjálfsögðu ætlaði sér ekki að veita þetta kjaftshögg: „Nei, alls ekki. Hann smeygir sér frá þegar ég ætla að fara í líkamann hans og það endaði á að ég rakst í andlitið hans, því miður. Þetta var réttur dómur. Auðvitað vill maður vera inni á vellinum og sérstaklega þegar það var ekki allt að ganga. Þá vill maður geta hjálpað liðinu en maður getur lítið gert uppi í sætaröð tvö. Á sama tíma var geggjað að ná í stig úr því sem komið var,“ sagði Elliði á æfingu landsliðsins í gær. Klippa: Elliði ætlar að spila meira í dag Orðið var við Eyjamennina Hundruð Eyjamanna eru í München vegna mótsins og Elliði, sem er frá Vestmannaeyjum en býr í Þýskalandi og spilar með Gummersbach, hefur orðið var við það: „Það eru alveg nokkrir Eyjamenn hérna, maður hefur alveg orðið var við þá. Það er alvöru stemningsfólk þar. Það er bara geggjað. Maður þekkir mikið af fólki og það var mikil gæsahúð í þjóðsöngnum, eins og venjulega, en hún var extra mikil fyrir þennan leik og væntanlega verður enn betur tekið undir [í dag].“ „Vonandi endist ég aðeins lengur“ Aðspurður hvernig leikmenn hefðu almennt tekið frammistöðunni og úrslitunum gegn Serbíu svaraði Elliði: „Þetta var á báða bóga. Svekkelsi en samt léttleiki. Menn voru fljótir að líta á björtu hliðarnar. Það hefði verið mikið, mikið verra að tapa þessu stigi. Þetta hjálpar okkur gríðarlega mikið.“ Sigur gegn Svartfjallalandi í dag myndi svo hjálpa enn meira og Elliði er klár í þann erfiða slag: „Ég er bara drulluferskur. Tíu mínútur voru fín upphitun í þessu móti en vonandi endist ég aðeins lengur í næsta leik.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist mótinu í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira