Ange hrósaði leikmönnum sínum í hástert Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. janúar 2024 20:25 Sáttur með sína menn. Catherine Ivill/Getty Images „Ég er hæstánægður, við spiluðum virkilega vel. Auðvitað byrjuðum við ekki vel, fengum á okkur mark, og vitum í hvaða stöðu Manchester United er hvað varðar að þurfa að ná í úrslit,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, eftir 2-2 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. Manchester United og Tottenham Hotspur mættust í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag. Heimamenn í Man United komust yfir snemma leiks og voru 2-1 yfir í hálfleik. Gestirnir frá Lundúnum jöfnuðu metin strax í upphafi síðari hálfleiks og voru óheppnir að vinna ekki leikinn. „Strákarnir svöruðu frábærlega eftir að við lentum undir. Við spiluðum virkilega góðan fótbolta og jafnvel fyrir það vorum við að skapa fín tækifæri. Við stjórnuðum leiknum í síðari hálfleik, ég gæti ekki verið hamingjusamari.“ „Við áttum virkilega erfiða viku utan vallar, menn veikir og fleira. Þessi hópur leikmanna hefur staðið sig frábærlega.“ Rodrigo Bentancur skoraði jöfnunarmark Spurs í síðari hálfleik en hann, líkt og þónokkrir leikmenn liðsins, hefði í raun átt að sleppa leiknum. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá ætti hann enn að vera frá keppni. En hann kom að mér og sagði að hann vildi hjálpa til. Það sýnir karakterinn sem hann býr yfir, hann var frábær í dag.“ Ange Postecoglou was full of praise for his @SpursOfficial squad following issues with injuries and illness in the week pic.twitter.com/x7w1X0Nbpo— Premier League (@premierleague) January 14, 2024 „Strákarnir eru að gefa mér allt sem þeir eiga, hvort það séu strákarnir sem eru að spila út úr stöðu sem og þeir sem hafa ekki spilað í dágóða stund vegna meiðsla. Það eru margar ástæður fyrir að við ættum ekki að standa okkur á þessu getustigi, meira að segja ég hefði samþykkt það,“ sagði Ange að endingu. Tottenham er í 5. sæti með 40 stig að loknum 21 leik á meðan Man United er í 7. sæti með 32 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Manchester United og Tottenham Hotspur mættust í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag. Heimamenn í Man United komust yfir snemma leiks og voru 2-1 yfir í hálfleik. Gestirnir frá Lundúnum jöfnuðu metin strax í upphafi síðari hálfleiks og voru óheppnir að vinna ekki leikinn. „Strákarnir svöruðu frábærlega eftir að við lentum undir. Við spiluðum virkilega góðan fótbolta og jafnvel fyrir það vorum við að skapa fín tækifæri. Við stjórnuðum leiknum í síðari hálfleik, ég gæti ekki verið hamingjusamari.“ „Við áttum virkilega erfiða viku utan vallar, menn veikir og fleira. Þessi hópur leikmanna hefur staðið sig frábærlega.“ Rodrigo Bentancur skoraði jöfnunarmark Spurs í síðari hálfleik en hann, líkt og þónokkrir leikmenn liðsins, hefði í raun átt að sleppa leiknum. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá ætti hann enn að vera frá keppni. En hann kom að mér og sagði að hann vildi hjálpa til. Það sýnir karakterinn sem hann býr yfir, hann var frábær í dag.“ Ange Postecoglou was full of praise for his @SpursOfficial squad following issues with injuries and illness in the week pic.twitter.com/x7w1X0Nbpo— Premier League (@premierleague) January 14, 2024 „Strákarnir eru að gefa mér allt sem þeir eiga, hvort það séu strákarnir sem eru að spila út úr stöðu sem og þeir sem hafa ekki spilað í dágóða stund vegna meiðsla. Það eru margar ástæður fyrir að við ættum ekki að standa okkur á þessu getustigi, meira að segja ég hefði samþykkt það,“ sagði Ange að endingu. Tottenham er í 5. sæti með 40 stig að loknum 21 leik á meðan Man United er í 7. sæti með 32 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira