Það var svokallað myndmælingateymi sem vann líkanið, sem byggir á myndefni sem var tekið úr flugvél og mynmælt í forritinu Agisoft Metashape.
Líkanið, sem var unnið í samstarfi við Almannavarnir og Háskóla Ísland, sýnir gosstöðvarnar eins og þær voru klukkan 16:20 í dag, sunnudag.
Á líkaninu má sjá eldvoða sem orðið hefur á byggð í Grindavík vegna síðari sprungunnar sem opnaðist um hádegisleytið í dag örskammt frá bænum.