Erlent

Skutu niður eld­flaug sem skotið var að her­skipinu USS Laboon

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bandaríska herskipið USS Laboon hefur verið staðsett á Rauðahafi að undanförnu.
Bandaríska herskipið USS Laboon hefur verið staðsett á Rauðahafi að undanförnu. Wikipedia Commons

Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi.

Talsmaður Bandaríkjahers segir að flauginni hafi verið skotið af uppreisnarmönnum Húta í Jemen en henni grandað af bandarískri orrustuþotu áður en hún hæfði skotmark sitt.

Enginn særðist í árásinni og ekkert tjón hlaust af henni heldur að sögn Bandaríkjahers.

Bandaríkjamenn og Bretar hafa síðustu daga gert ítrekaðar árásir á bækistöðvar Húta í Jemen til að draga úr mætti þeirra, en þeir hafa ítrekað ráðist að flutningaskipum á Rauðahafi síðustu vikurnar og segjast með því vera að styðja við Palestínumenn í baráttu sinni við Ísraela.

Einn talsmanna Húta sagði við breska ríkisútvarpið í gær að þeir myndu hefja árásir á herskip Bandaríkjamanna til að hefna fyrir árásirnar á Jemen og sú virðist nú vera raunin, þótt árásin í nótt hafi ekki borið árangur.


Tengdar fréttir

Hútar hóta hefndum

Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða.

Munu svara á­rásum Breta og Banda­ríkja­manna

Hútar í Jemen hafa lofað því að bregðast við loftárásum Breta og Bandaríkjamanna af hörku. Þá hafa þeir einnig lofað því að áfram árásum sínum á skip í Rauðahafinu sem þeir segja til stuðnings Palestínumönnum gegn Ísraelum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×