Guðrún Karítas setti metið á Virginia Tech Invitational mótinu um helgina.
Hún kastaði 20,37 metra í lóðakasti og sló ekki aðeins Íslandsmetið heldur einnig skólametið hjá Virginia Commonwealth University. Þetta dugði henni til silfurverðlauna á þessu móti.
Gamla Íslandsmetið átti hún sjálf frá því í febrúar í fyrra þegar hún kastaði 20,03 metra.
Guðrún átti frábæra kaströð á mótinu og átti þannig fjögur köst yfir báðum metum. Hún kastaði 20,18 metra, 20,31 metra, 20,35 metra og svo 20,37 metra þar sem metið stendur nú.
Það var því enginn tilviljun eða heppni að okkar kona sló þessi met um helgina.