Innlent

660 skjálftar frá mið­nætti

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Um 660 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Eldgos hófst fyrir rúmum sólarhring.
Um 660 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Eldgos hófst fyrir rúmum sólarhring. Björn Steinbekk

Um 660 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Sá stærsti var 1,8 að stærð. Flestir skjálftarnir hafa verið í kringum Hagafell en þónokkrir hafa mælst við kvikuganginn undir Grindavík.

Í samtali við fréttastofu segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, að enn sé talsverð jarðskjálftavirkni þó hægst á henni síðan í gær. Það sé eðlilegt miðað við aðstæður og búast megi við því að einhvern tíma taki að ná jafnvægi og bakrunnsvirkni. 

Aðspurð um hvort ennþá sé hætta á að nýjar gossprungur kunni að opnast inni í Grindavík segir hún GPS-gögn sýna meiri jafnvægi en þó sé ekki hægt að útiloka neittt.

Sérfræðingar fylgist grannt með skjálftamælum og fylgjast með hvort merki séu um gosóróa, lesa úr aflögunargögnum og gervihnattamyndum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×