Ævintýri frænda vorra Færeyinga á Evrópumótinu á enda Hjörvar Ólafsson skrifar 15. janúar 2024 16:30 Elias Ellefsen af Skipagotu átti frábæran leik fyrir Færeyjar en það dugði ekki til. Vísir/Getty Færeyjar lutu í lægra haldi, 32-28, þegar liðið mætti Póllandi í lokaumferð D-riðils á Evrópumótinu í handbolta karla í Mercedez Benz-höllinni í Berlín í kvöld. Eftir að hafa náð í ævintýralegt og sögulegt jafntefli í leik sínum við Noreg í síðasta leik sínum í riðlinum eygðu Færeyingar nokkuð langsóttan möguleika á því að komast í milliriðil mótsins. Færeyjar þurftu að byrja á því að leggja Pólland að velli í þessum leik og treysta svo á að Slóvenar myndu vinna stóran sigur þegar liðið mætir Noregi í lokaleik riðilsins seinna í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en ekki munaði meira en tvemiur mörkum á liðunum þar til Pólverjar komust þremur mörkum yfir þegar tæp mínúta var eftir af leiknum. Pólland, sem var úr leik fyrir þessa umferð, vann að lokum fjögurra marka sigur og bæði liðin þar af leiðandi á leið heim af mótinu. Færeyingar, jafnt ungir sem aldnir, fjölmenntu til Berlinar til þess að hvetja sína menn. Vísir/Getty Færeyska liðið getur gengið stolt frá borði eftir frumraun sína á stórmóti en dramatískt jafntefli liðsins gegn Noregi verður lengi í minnum haft. Elias Ellefsen av Skipagötu dró vagninn í sóknarleik Færeyja en hann skoraði níu mörk í leiknum. Hákun West av Teigum var hins vegar markahæstur en hann var öryggið uppmálaf af vítalínunni. Szymon Sicko og Kamil Syprzak voru atkvæðamestir hjá Pólverjum en sá fyrrnefndi skoraði tíu mörk og síðarnefndi níu. Noregur og Slóvenía eru komin áfram úr riðlinum en liðin bítast um það hvort liðið fer með tvö stig í milliriðil þegar þau mætast klukkan 19.30 í kvöld. EM 2024 í handbolta
Færeyjar lutu í lægra haldi, 32-28, þegar liðið mætti Póllandi í lokaumferð D-riðils á Evrópumótinu í handbolta karla í Mercedez Benz-höllinni í Berlín í kvöld. Eftir að hafa náð í ævintýralegt og sögulegt jafntefli í leik sínum við Noreg í síðasta leik sínum í riðlinum eygðu Færeyingar nokkuð langsóttan möguleika á því að komast í milliriðil mótsins. Færeyjar þurftu að byrja á því að leggja Pólland að velli í þessum leik og treysta svo á að Slóvenar myndu vinna stóran sigur þegar liðið mætir Noregi í lokaleik riðilsins seinna í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en ekki munaði meira en tvemiur mörkum á liðunum þar til Pólverjar komust þremur mörkum yfir þegar tæp mínúta var eftir af leiknum. Pólland, sem var úr leik fyrir þessa umferð, vann að lokum fjögurra marka sigur og bæði liðin þar af leiðandi á leið heim af mótinu. Færeyingar, jafnt ungir sem aldnir, fjölmenntu til Berlinar til þess að hvetja sína menn. Vísir/Getty Færeyska liðið getur gengið stolt frá borði eftir frumraun sína á stórmóti en dramatískt jafntefli liðsins gegn Noregi verður lengi í minnum haft. Elias Ellefsen av Skipagötu dró vagninn í sóknarleik Færeyja en hann skoraði níu mörk í leiknum. Hákun West av Teigum var hins vegar markahæstur en hann var öryggið uppmálaf af vítalínunni. Szymon Sicko og Kamil Syprzak voru atkvæðamestir hjá Pólverjum en sá fyrrnefndi skoraði tíu mörk og síðarnefndi níu. Noregur og Slóvenía eru komin áfram úr riðlinum en liðin bítast um það hvort liðið fer með tvö stig í milliriðil þegar þau mætast klukkan 19.30 í kvöld.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti