„Langt frá því að vera búið“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2024 14:28 Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. Vísir/Sigurjón Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að hafa í huga að þrátt fyrir að gosið við Grindavík virðist vera að lognast út af, sé eldsumbrotunum á Reykjanesskaga langt frá því að vera lokið. Varnargarðarnir hafi sannarlega sannað gildi sitt í gær og hafi „svínvirkað“. „Nú er þessu gosi að ljúka hægt og rólega. Það hefur mikið dregist saman. Það er væntanlega bara eitt gosop sem dælir upp kviku. Seinna gosopið var nánast alveg lokað fyrir um klukkutíma.“ segir Ármann í samtali við fréttastofu, spurður um stöðuna á eldgosinu sem hófst í gærmorgun. Ármann segir eðli þessara gosa vera að byggja upp þrýsting og vera fljót að tæma sig. Þrátt fyrir að dregið hafi úr gosvirkni eru líkur á að ný gosop opnist innan Grindavíkur og sprungur eru að myndast í bænum. Deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta sagði fyrr í dag að mikil hætta væri á svæðinu og óvissa ríkti um framhaldið. Ármann segir ómögulegt að spá fyrir um framhaldið án frekari gagna sem verið sé að afla. Hann á ekki von á að niðurstöður mælinga og liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi á morgun. En ljóst sé að aðal miðja landrissins sé enn inni í Svartsengi. Varnargarðar sönnuðu gildi sitt Ármann segir gosið sem hófst i gær og síðustu gos séu í stíl við Kröflueldana. Það sé að mörgu leiti ánægjulegt því þá sé nokkurnveginn vitað hvernig kerfið hagi sér. „En við þurfum að átta okkur á því hvar kvikan er að safnast fyrir. Hvort þetta sé einn geymur eða margir geymar sem eru tengdir saman sem gætu hugsanlega tæmst en ekki annar. Þetta er flókið því við sjáum ekki niður og erum að reyna nota gögn til að átta okkur á því sem er að gerast þarna niðri.“ Að mati Ármanns sönnuðu varnargarðarnir umhverfis Grindavík sig svo sannarlega í gær. „Þeir svínvirkuðu. Garðarnir leiddu hraunið nákvæmlega eins og við vildum. Eina slysið var að sprungan fór í gegnum garðinn en þrátt fyrir það er ekkert nema hamingja með þetta.“ Ármann leggur áherslu á að fólk átti sig á því að nú sé hafið tímabil eldsumbrota sem sé komið til að vera. Þetta er langt frá því að vera búið. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Nú er þessu gosi að ljúka hægt og rólega. Það hefur mikið dregist saman. Það er væntanlega bara eitt gosop sem dælir upp kviku. Seinna gosopið var nánast alveg lokað fyrir um klukkutíma.“ segir Ármann í samtali við fréttastofu, spurður um stöðuna á eldgosinu sem hófst í gærmorgun. Ármann segir eðli þessara gosa vera að byggja upp þrýsting og vera fljót að tæma sig. Þrátt fyrir að dregið hafi úr gosvirkni eru líkur á að ný gosop opnist innan Grindavíkur og sprungur eru að myndast í bænum. Deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta sagði fyrr í dag að mikil hætta væri á svæðinu og óvissa ríkti um framhaldið. Ármann segir ómögulegt að spá fyrir um framhaldið án frekari gagna sem verið sé að afla. Hann á ekki von á að niðurstöður mælinga og liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi á morgun. En ljóst sé að aðal miðja landrissins sé enn inni í Svartsengi. Varnargarðar sönnuðu gildi sitt Ármann segir gosið sem hófst i gær og síðustu gos séu í stíl við Kröflueldana. Það sé að mörgu leiti ánægjulegt því þá sé nokkurnveginn vitað hvernig kerfið hagi sér. „En við þurfum að átta okkur á því hvar kvikan er að safnast fyrir. Hvort þetta sé einn geymur eða margir geymar sem eru tengdir saman sem gætu hugsanlega tæmst en ekki annar. Þetta er flókið því við sjáum ekki niður og erum að reyna nota gögn til að átta okkur á því sem er að gerast þarna niðri.“ Að mati Ármanns sönnuðu varnargarðarnir umhverfis Grindavík sig svo sannarlega í gær. „Þeir svínvirkuðu. Garðarnir leiddu hraunið nákvæmlega eins og við vildum. Eina slysið var að sprungan fór í gegnum garðinn en þrátt fyrir það er ekkert nema hamingja með þetta.“ Ármann leggur áherslu á að fólk átti sig á því að nú sé hafið tímabil eldsumbrota sem sé komið til að vera. Þetta er langt frá því að vera búið.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira