Succession, Beef og The Bear sópuðu til sín verðlaunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2024 06:36 Meðal sigurvegara kvöldsins. Vísir/Getty Segja má að Succession, Beef og The Bear hafi verið sigursælustu sjónvarpsþættir gærkvöldsins á Emmy verðlaunahátíðinni. Sarah Snook, Kieran Culkin og Matthew Macfadyen fengu öll verðlaun fyrir leik sinn í margverðlaunuðu dramaþáttunum Succession. Serían er nú einnig sú dramaþáttasería sem fengið hefur flest verðlaun nokkurn tíma. Fjórða og síðasta þáttaröðin kom út í fyrra vor og var meðal annars sýnd Stöð 2. Hún, eins og fyrri þáttaraðirnar, vakti mikla lukku. Höfundur þáttanna, Jesse Armstrong, sagði í viðtali á Rauða dreglinum í gær að hann væri sorgmæddur að þættirnir hefðu runnið sitt skeið en hann hafi notið þessa mjög. Leikararnir í Succession voru ekki einur um að fá verðlaun. Þættirnir sjálfir voru verðlaunaðir sem bestu drama þættirnir og sömuleiðis fyrir handrit og leikstjórn. Snook og Culkin voru valin bestu aðalleikararnir og Macfadyen besti aukaleikarinn. Tónlistarmaðurinn Elton John fékk sín fyrstu Emmy-verðlaun fyrir Elton Live: Farewell From Dodger Stadium. Elton var þó ekki á staðnum til að taka á móti verðlaununum en með þessu er hann orðinn EGOT-hafi, það er að segja, hann hefur unnið til Emmy, Grammy, Óskars og Tony verðlauna. Jeremy Allen White var verðlaunaður sem besti grínleikarinn fyrir hlutverk sitt í The Bear. Ayo Edebiri, samstarfskona hans, fékk verðlaunin sem besta grínleikonan og Ebon Moss-Bachrach sömuleiðis fyrir leik sinn í þáttunum. Þættirnir sjálfir fengu þrenn verðlaun til viðbótar, fyrir bestu handritsskrifin, leikstjórnina og þættirnir voru valdir bestu grínþættirnir. Beef fékk fimm verðlaun í flokki stakra þáttaraða, fyrir aðalleikara og -leikkonu, seríuna í heild, handritið og leikstjórn. Jennifer Coolidge hlaut verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum The White Lotis og Paul Walter Houser fyrir leik sinn í Black Bird. Hér má finna heildarlista verðlaunahafa gærkvöldsins. Bíó og sjónvarp Hollywood Emmy-verðlaunin Bandaríkin Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Sarah Snook, Kieran Culkin og Matthew Macfadyen fengu öll verðlaun fyrir leik sinn í margverðlaunuðu dramaþáttunum Succession. Serían er nú einnig sú dramaþáttasería sem fengið hefur flest verðlaun nokkurn tíma. Fjórða og síðasta þáttaröðin kom út í fyrra vor og var meðal annars sýnd Stöð 2. Hún, eins og fyrri þáttaraðirnar, vakti mikla lukku. Höfundur þáttanna, Jesse Armstrong, sagði í viðtali á Rauða dreglinum í gær að hann væri sorgmæddur að þættirnir hefðu runnið sitt skeið en hann hafi notið þessa mjög. Leikararnir í Succession voru ekki einur um að fá verðlaun. Þættirnir sjálfir voru verðlaunaðir sem bestu drama þættirnir og sömuleiðis fyrir handrit og leikstjórn. Snook og Culkin voru valin bestu aðalleikararnir og Macfadyen besti aukaleikarinn. Tónlistarmaðurinn Elton John fékk sín fyrstu Emmy-verðlaun fyrir Elton Live: Farewell From Dodger Stadium. Elton var þó ekki á staðnum til að taka á móti verðlaununum en með þessu er hann orðinn EGOT-hafi, það er að segja, hann hefur unnið til Emmy, Grammy, Óskars og Tony verðlauna. Jeremy Allen White var verðlaunaður sem besti grínleikarinn fyrir hlutverk sitt í The Bear. Ayo Edebiri, samstarfskona hans, fékk verðlaunin sem besta grínleikonan og Ebon Moss-Bachrach sömuleiðis fyrir leik sinn í þáttunum. Þættirnir sjálfir fengu þrenn verðlaun til viðbótar, fyrir bestu handritsskrifin, leikstjórnina og þættirnir voru valdir bestu grínþættirnir. Beef fékk fimm verðlaun í flokki stakra þáttaraða, fyrir aðalleikara og -leikkonu, seríuna í heild, handritið og leikstjórn. Jennifer Coolidge hlaut verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum The White Lotis og Paul Walter Houser fyrir leik sinn í Black Bird. Hér má finna heildarlista verðlaunahafa gærkvöldsins.
Bíó og sjónvarp Hollywood Emmy-verðlaunin Bandaríkin Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein